Fréttablaðið - 03.04.2021, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 03.04.2021, Blaðsíða 10
Alla daga, örugg ferð Sérhönnuð fjölskylduhjól til að ferja fjölskylduna og allt sem þér er kært á milli staða. Hannaðu þitt hjól í dag! Sendu tölvupóst á krumma@krumma.is og pantaðu reynsluakstur. Nánari upplýsingar á krumma.is/fjolskylduhjol Gylfaflöt 7, 112 Reykjavík TAÍVAN Yfir f immtíu eru látnir og yfir hundrað særðir eftir að lest með um 500 farþega keyrði á mann- lausan flutningabíl nálægt borginni Hualien á Taívan á föstudag. Bíllinn var í eigu iðnaðarmanns sem hafði lagt honum án hand- bremsu á nálægu byggingarsvæði. Bíllinn rann stjórnlaust niður fjalls- hlíð og yfir á lestarteinana. Nokkr- um mínútum síðar keyrði lestin inn í hlið bílsins nálægt göngum. „Margir krömdust undir lestar- sætunum í árekstrinum. Ofan á sæt- unum voru svo aðrir farþegar þann- ig að þeir sem lentu undir krömdust og misstu meðvitund,“ sagði særður farþegi í viðtali við taívönsku sjón- varpsstöðina EBC. Á meðal látinna voru lestarstjóri og aðstoðarlestarstjóri lestarinnar. Lestaryfirvöld á Taívan segja þetta vera mannskæðasta lestarslys í sögu landsins. Slysið átti sér stað á fyrsta degi árlegrar trúarhátíðar þar sem fjölskyldur koma saman og heimsækja grafreiti ættingja sinna. Álag var því á lestarkerfinu. – þsh Tugir fórust í lestarslysi á Taívan í gær Björgunarmenn bera líkpoka út úr lestarvagninum. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY BANDARÍKIN Samkvæmt nýjustu tilmælum Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna (CDC) er fullbólu- settum Bandaríkjamönnum frjálst að ferðast bæði innanlands og utanlands svo lengi sem þeir fylgja helstu sóttvarnareglum. Samkvæmt tilmælunum þurfa fullbólusettir Bandaríkjamenn nú ekki að gangast undir sýnatöku fyrir brottför, nema landsyfirvöld á áfangastað krefjist þess, né heldur þurfa þeir að gangast undir sóttkví við heimkomu, nema staðaryfir- völd krefjist þess sérstaklega. Í tilmælunum, sem gefin voru út á föstudag, segir meðal annars: „Fullbólusettir ferðalangar eru ólíklegri til að smitast af og dreifa COVID-19. Hins vegar myndast aukin áhætta við millilandaflug og jafnvel fullbólusettir ferðalangar eru undir aukinni hættu á að smit- ast af og dreifa COVID-19.“ Í frétt New York Times um málið er ranglega greint frá því að banda- rískir ferðalangar sem hafa verið fullbólusettir eða geta sýnt fram á vottorð um fyrri sýkingu, geti ferðast til Íslands án þess að þurfa að sæta sýnatöku eða sóttkví. Fjöl- miðillinn vísar þar í úreltar upp- lýsingar frá vef Stjórnarráðsins sem hafði greint frá því um miðjan mars að undanþágur á sóttvarnareglum fyrir bólusetta einstaklinga sem ferðast hingað til lands yrðu fram- lengdar til ferðamanna utan Schen- gen-ríkja frá og með 26. mars. Samkvæmt nýjum sóttvarna- reglum sem tóku gildi á landa- mærum Íslands 1. apríl þurfa allir ferðamenn að gangast undir tvær sýnatökur og fimm daga sóttkví við komu. Þeir sem geta sýnt fram á bólusetningarvottorð eða vottorð um fyrra smit þurfa ekki að fara í sóttkví en eina sýnatöku. Bólusetningar hafa gengið hratt fyrir sig í Bandaríkjunum undan- farnar vikur. Hafa nú tæpar 58 milljónir, eða 17,5 prósent, verið fullbólusettar og 101 milljón, um 30 prósent, fengið fyrsta skammt. Á fyrsta blaðamannafundi emb- ættistíðar Joes Biden Bandaríkjafor- seta, sem haldinn var í Hvíta húsinu 25. mars síðastliðinn, lofaði Biden að gefa 200 milljónir skammta af bóluefni á fyrstu hundrað dögum forsetatíðar sinnar. thorvaldur@frettabladid.is Heimila ferðir bólusettra jafnt innanlands sem og utanlands Fullbólusettum Bandaríkjamönnum er nú heimilt að ferðast innanlands og utanlands án þess að gang- ast undir sýnatöku eða sóttkví. Dagblaðið New York Times greinir ranglega frá því að Bandaríkjamenn með gilt bólusetningarvottorð geti ferðast til Íslands án nokkurra hafta. 58 milljónir eru fullbólusettar. New York Times greinir ranglega frá því að bólu- settir geti ferðast til Íslands án nokkurra hafta. Bólusetningarvottorð Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna. 58 milljónir eru nú fullbólusettar. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY 3 . A P R Í L 2 0 2 1 L A U G A R D A G U R10 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.