Fréttablaðið - 03.04.2021, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 03.04.2021, Blaðsíða 28
deiginu jafnt á milli formanna (fyrra deiginu í þessi fjögur 15 cm form og seinna deigi í þessi þrjú 20 cm form) og bakið í um 30-35 mínútur eða þar til prjónn kemur út með smá kökumylsnu á en ekki blautu deigi. Kælið botnana vel og skerið svo ofan af botnunum svo þeir verði alveg sléttir og kælið þá. Krem 500 g smjör við stofuhita 300 g rjómaostur við stofuhita 1.800 g flórsykur 100 ml rjómi 2 tsk. vanillusykur Þeytið smjör og rjómaost saman í nokkrar mínútur, skafið niður á milli. Bætið f lórsykri, rjóma og vanillusykri saman við í nokkrum skömmtum og skafið vel niður. Smyrjið um 1 cm þykku lagi af kremi á milli botnanna á hvorri köku og hjúpið að utan með þunnu lagi svo það sjáist í hliðarnar á botnunum. Það má þó vera meira krem á toppnum sjálfum. Athugið að minni kakan þarf að sitja á pappaspjaldi til þess að geta farið ofan á hina síðar. Skafið hliðarnar sléttar og ef krem ýtist upp á toppinn á köntunum eins og á þessari köku er nátt- úrulegt og skemmtilegt að leyfa því bara að standa þannig í stað þess að draga það inn á kökuna sjálfa og slétta úr því. Kælið hvora köku um sig vel, gott að setja þá minni í frystinn í um klukku- stund áður en þið lyftið henni yfir á hina. Setjið stoðir í neðri kökuna og lyftið hinni ákveðið ofan á hana og skreytið að lokum með ferskum blómum eða því sem hugurinn girnist. Fyllt kransakökuhjarta (3 hæðir og 35-40 bitar) 1,5 kg ODENSE marsípan (þetta bleika) 750 g sykur 100 g eggjahvítur (um 3 stk.) Brytjið marsípanið niður í nokkra hluta og setjið í hræri- vélarskál með sykrinum, blandið vel saman með K-inu. Hrærið eggjahvíturnar saman og setjið í nokkrum skömmtum saman við marsípanblönduna. Gott að taka síðan blönduna og hnoða aðeins í höndunum, plasta vel og kæla í að minnsta kosti 4 klst. eða yfir nótt. Teiknið hjarta á bökunarpappír og dragið í gegn svo þið hafið þrjú eins hjörtu á pappír. Ég teiknaði eins stór og platan þoldi en auð- vitað má gera þau í þeirri stærð sem þið óskið. Skiptið deiginu í 4 hluta. Síðan má skipta 3 af þeim í tvennt og rúlla út sitt hvora lengj- una fyrir hjartað sitt hvoru megin (ég var með um 300 g af marsípani þegar ég var að rúlla út hvern helming af hjörtunum). Hvor lengja má vera um 2 cm á þykkt og í kringum 50 cm á lengd (fer eftir stærð hjartans hjá ykkur) og skera má af henni í miðjunni efst og neðst til að þær smelli saman. Reynið að láta lengjuna elta hjarta- teikninguna ykkar miðja og þann- ig verða öll hjörtun svipað stór. Allt umfram marsípan má síðan nýta til að skera út bita, um 6 cm langa. Bakið hjörtun við 190°C í um 13 mínútur (ofnar eru misjafnir svo hér þarf bara að fylgjast vel með og taka þau út þegar þau eru farin að dökkna) og bitana aðeins styttra. Kælið vel og sprautið fyrst hvítu og síðan dökku súkkulaði yfir og raðið saman. Ég bræddi súkku- laði og setti í sprautupoka með pínulitlum hringstút en einnig má klippa pínulítið gat á zip-lock poka/sprautupokann. Einnig er hægt að frysta hjörtun/bitana og raða þeim saman síðar en þá er betra að bíða með að sprauta súkkulaðinu á þar til raða á þeim saman en þó ekki nauðsynlegt. Fyllið hjartað að innan með því sem hugurinn girnist og skreytið að vild. Ég setti súkkulaðihjúpuð jarðarber, kransakökubitana auðvitað og makkarónur (keyptar tilbúnar) ofan í og skreytti með ferskum blómum og það kom mjög vel út. Berglind Hreiðars er köku- og matarbloggari hjá Gotteríi og gersemum. Við fengum hana til að baka og skreyta kökur sem tilvaldar eru til að bera fram á sælkerakræsingaborðinu og gleðja bæði augu og munn. Tilefnið var að að slá upp ferming- arveislu fyrir áhorfendur þáttarins Matur og Heimili þar sem hugsað var fyrir heildarumgjörð veislunnar með glæsilegri útkomu. Toppurinn á sælkerakræsingaborðinu er gjarnan kaka sem er oftar en ekki gerð í anda fermingarbarnsins. „Eitt það skemmtilegasta sem ég geri er að baka köku fyrir veislu sem prýðir þema veislunnar og þá koma lifandi blóm sterk inn í þessu tilviki,“ segir Berglind sem er annáluð fyrir að slá upp veislum þar sem umgjörðin og þemað er tekið alla leið og upplifun gesta eftir því. Berglind bakaði og skreytti stór- fenglega bera súkkulaðiköku með rjómaostakremi sem skreytt var á einfaldan hátt þar sem lifandi blóm voru í forgrunni. En þar sem hún var byrjuð í bakstrinum ákvað hún að baka líka eina kransaköku og fylla með sætum bitum og ferskum berjum. „Ég notaði sama magn af marsípani í þessa uppskrift fyrir kransakökuhjartað eins og ég geri fyrir heila kransaköku því ég ákvað að hafa hjörtun aðeins breiðari en hringina fyrir kökuna og síðan gerði ég fullt af litlum kransaköku- bitum til að setja ofan í hjartað.“ Súkkulaðikaka með rjómaostakremi Botnar Þessi uppskrift x 2 (hrært í sitt hvoru lagi) 240 g hveiti 350 g sykur 90 g Cadburys bökunarkakó 2 tsk. matarsódi 1 tsk. salt 250 ml súrmjólk 150 ml matarolía 4 egg 250 ml heitt vatn 1 tsk. vanilludropar Hitið ofninn í 170°C. Hrærið saman öllum þurrefnum í eina skál og leggið til hliðar. Pískið eggin og blandið súrmjólk, olíu, vanillu- dropum og vatni saman við. Hellið vökvanum varlega saman við þurr- efnin, hrærið og skafið niður á milli (deigið er þunnt og það á að vera þannig). Takið til 4x15 cm form og 3x20 cm form, setjið bökunar- pappír í botninn og spreyið vel að innan með matarolíuspreyi. Skiptið Stórfenglegar veislukökur sem slá í gegn Berglindi Hreiðars, köku- og matarblogg- ara hjá Gotteríi og gersemum, galdrar fram glæsilegar veislutertur. FRÉTTABLAÐIÐ/ VALLI Fyllt kransakaka sem er hjartalaga. Hægt er að fylla með ýmsu góðgæti. Fallegt veisluborð gleður augað, ekki síst þegar lifandi blóm fá að njóta sín. Sjöfn Þórðardóttir sjofn @frettabladid.is Engin venjuleg súkkulaðikaka og sómir sér vel á veisluborði, hvort sem það eru páskar eða ferming. Berglind gefur uppskrift að þessari hnallþóru. Leiftrandi hugmyndarík og ögrandi! Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | www.forlagid.is 4 kynningarblað A L LT 3. apríl 2021 LAUGARDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.