Fréttablaðið - 03.04.2021, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 03.04.2021, Blaðsíða 21
Ég var orðinn vanur því að sigla á milli þessara eyja og í hvert sinn sem ég steig niður fæti á nýrri eyju fór allt á verri veg, svo ég beið milli vonar og óttar er við nálguðumst eyjuna.“ Dómarinn var stuttorður að sögn Mohammeds. Lýsti því yfir að hann væri saklaus maður. Lögreglan hefði gert mistök og að hann myndi fá 25 þúsund evrur í bætur. En Mohamm­ ed fann ekki fyrir þeim létti sem hann bjóst við. „Ég hafði beðið í fjórtán mánuði og ávallt haldið því fram að ég væri saklaus. Þeir pyntuðu mig, niður­ lægðu mig, létu mig dúsa í fangelsi í fjórtán mánuði. Ég bað bara um að fá eigur mínar til baka og bæturnar og þau sögðu að það væri sjálfsagt, ég þyrfti bara að koma við á lög­ reglustöðinni í Ródos til að ganga frá einhverri pappírsvinnu.“ Þegar þangað var komið var Mohammed vísað inn í fangaklefa. „Þetta átti að taka klukkutíma en mér var ekki hleypt út fyrr en mán­ uði síðar. Það var búið að sýkna mig og ég átti rétt á bótum. Nú, sagði lög­ regluþjónninn einn daginn, eins og hann væri bara að heyra af þessu í fyrsta sinn. Gjörðu svo vel, sagði hann og benti mér að ganga út. En hvað með þessa pappírsvinnu, spurði ég? Búið að ganga frá öllu, svaraði hann og brosti. Fljótlega eftir að ég yfirgaf stöðina og fór að heimta bæturnar mínar, áttaði ég mig á þessu öllu.“ Þá var Mohammed tilkynnt að hann hefði átt að sækja peningana innan tíu daga frá sýknudómi. „Ég ræddi við lögmann og dómarann sjálfan og þeir þóttust vera furðu lostnir yfir því að ég hefði ekki sótt bæturnar mínar. Ég þurfti að nota allan minn viljastyrk til að öskra ekki á þessa menn. Ég útskýrði fyrir þeim að ég hefði verið í haldi lög­ reglunnar á Ródos í heilan mánuð án skýringa. Þeir samþykktu að koma með mér niður á lögreglu­ stöð til að staðfesta þetta, en þegar við mættum á stöðina þá þóttist lögreglumaðurinn í móttökunni ekkert kannast við mig. Þetta var sami maður og hafði sagt mér að ég þyrfti ekkert að ganga frá neinum pappírum. Ég var svo reiður og til að bæta gráu ofan á svart hótuðu þeir mér með tveggja ára fangelsisvist fyrir að ljúga að dómara. Þá gafst ég upp. Það var engin leið til að ná fram réttlæti í svona spilltu kerfi.“ Frjáls en allslaus Mohammed var að vísu orðinn frjáls maður en hann stóð uppi allslaus og bugaður. Hann lagði leið sína frá Ródos til Kos og fyllti út umsókn til þess að fá pláss í flóttamannabúðum en alls staðar mætti hann lokuðum dyrum. „Það er svolítið skrýtið að ganga um göturnar í ókunnugu landi og átta sig á því að maður er heimilis­ laus. Maður upplifir rosalegt örygg­ isleysi og þarna er enginn til að taka á móti manni.“ Eftir að hafa sofið á götunni í nokkra daga hitti Mohammed verndarengil sinn, unga konu frá Írlandi. „Hún var góð,“ segir Mohammed og bros færist andlit hans. „Þessi írska kona, sem var bara ferðamaður á Grikklandi, ákvað að setjast við hliðina á mér og spjalla við mig. Hún sagðist vilja hjálpa mér og bauð mér að fara í sturtu á hótelherbergi sínu, gaf mér ný föt og mat. Hún átti flug heim til Írlands daginn eftir en áður en hún fór gaf hún mér far­ síma.“ Moha mmed sva f á f r a m á ströndinni næstu daga en fékk svo símhringingu frá írska verndar­ englinum og 3.000 evra peninga­ sendingu. Þá kviknaði von í brjósti Mohammeds og ætlaði hann að nota peningana til að kaupa sér farmiða til að komast burt frá landinu sem braut hann. Hann ákvað að kaupa sér far með ferju yfir á meginlandið og ætlaði að fljúga frá Aþenu. Á leiðinni á höfnina var hann stöðvaður af tveimur lögregluþjón­ um á mótorhjóli. „Þeir leituðu á mér og fundu peningana og sögðu að ég þyrfti að borga fyrir vináttu þeirra. Þeir rændu þúsund evrum af mér. Eftir allt sem ég hafði upplifað vissi ég betur en að reyna að mótmæla spilltum lögregluþjónum.“ Þetta voru ekki einu lögreglu­ þjónarnir sem rændu Mohammed. „Um borð í ferjunni mætti ég öðrum lögregluþjóni sem sagðist þurfa að leita á mér. Þegar hann fann restina af peningunum mínum sagðist hann þurfa að gera þá upptæka, það væri ólöglegt að vera með svona mikla peninga á sér. Þá fylltist ég reiði, að hugsa sér að vera rændur tvisvar sama dag af lögreglumönnum. Ég neitaði að gefa honum peningana mína og þá tók hann mig til hliðar og hótaði að handtaka mig. Það var ekkert sem ég gat gert.“ Þegar Mohammed komst loks á leiðarenda átti hann nokkur hundr­ uð evrur eftir og gat enn keypt sér flugmiða. „Ég flaug til Svíþjóðar og var þar í eina viku. Það var eitthvað vesen við landamærin vegna kóróna­ veirunnar svo ég flaug til Íslands og sótti um hæli. Fyrsta manneskjan sem ég hitti var landamæravörður. Hann brosti og bauð mig velkominn til Íslands. Þetta var eins og stíga niður fæti í annan veruleika; hér var lögreglan góð við mig og hér var gott fólk sem vildi aðstoða mig.“ Mohammed hefur dvalið á Ásbrú í um fjóra mánuði og er mál hans til skoðunar hjá Útlendingastofnun. Hann fékk höfnun fyrir nokkru og hefur krafist þess að stofnunin fari yfir mál hans. Á meðan hefur hann verið að læra íslensku og stefnir á að fara í mastersnám til að klára lög­ fræðina svo hann geti barist fyrir þá sem hafa upplifað ranglæti, líkt og hann hefur þurft að þola frá því að hann steig um borð í litla rauða gúmmíbátinn. Mohammed hefur dvalið á Ásbrú undan- farna fjóra mánuði og er mál hans til umfjöllunar hjá Útlendinga- stofnun. FRÉTTA- BLAÐIÐ/ERNIR ÉG HAFÐI BEÐIÐ Í FJÓRTÁN MÁNUÐI OG ÁVALLT HALD- IÐ ÞVÍ FRAM AÐ ÉG VÆRI SAKLAUS. ÞEIR PYNTUÐU MIG, NIÐURLÆGÐU MIG, LÉTU MIG DÚSA Í FANGELSI Í FJÓRTÁN MÁNUÐI. Þessa mynd tók Mohammed í flóttamannabúðunum á eyjunni Kos. Svona ferðaðist Mohammed ásamt 50 öðrum yfir Miðjarðarhafið. Mohammed svaf á götunni á Kos eftir að hafa verið svikinn um bætur. ÞAÐ ER SVOLÍTIÐ SKRÍTIÐ AÐ GANGA UM GÖTURNAR Í ÓKUNNUGU LANDI OG ÁTTA SIG Á ÞVÍ AÐ MAÐUR ER HEIMILISLAUS. H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 21L A U G A R D A G U R 3 . A P R Í L 2 0 2 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.