Fréttablaðið - 03.04.2021, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 03.04.2021, Blaðsíða 4
RAFMAGNAÐ ÆVINTÝRI MEÐ ALVÖRU 4X4 Einu rafknúnu Plug-In Hybrid jepparnir í sínum stærðarflokki með lágt drif. Ótrúlegt verð á bílum hlöðnum lúxusbúnaði. JEEP COMPASS PLUG-IN HYBRID VERÐ 5.999.000 KR.* JEEP RENEGADE PLUG-IN HYBRID VERÐ 5.499.000 KR.* *G ildir m eðan birgðir endast, hvítur R enegade, svartur Com pass Lim ited. GERIÐ VERÐSAMANBURÐ UMBOÐSAÐILI JEEP® OG RAM Á ÍSLANDI • ÍSLENSK-BANDARÍSKA • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR • S. 590 2300 WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16 • LOKAÐ LAUGARDAG FYRIR PÁSKA MENNTAMÁL „Miðað við hlutföll í bóknám og starfsnám þá vekur athygli að rúmlega helmingur fari í starfsnám,“ segir Arnar Sigbjörns- son hjá Menntastofnun en nýverið kom út skýrslan Nemendasamsetn- ing í framhaldsskólum á vorönn. Umsóknir í starfsnám eru 52,2 pró- sent af heildarfjölda en í almennt bóknám 34,3 prósent. Alls sóttu um 13 prósent í undirbúningsnám. Stutt er síðan ný reglugerð um vinnustaðanám tók gildi sem felur í sér grundvallarbreytingu í þjónustu skóla við nemendur. Fram til þessa hafa nemar í starfs- námi verið sjálfir ábyrgir fyrir því að komast á námssamning, en með nýju reglugerðinni færist ábyrgðin á að komast á samning frá nemanum og yfir á skólana sjálfa. Skólarnir bera nú ábyrgð á að finna vinnustað þar sem neminn fær leiðsögn og æfingu við raunað- stæður. Önnur breyting er sú að ef ekki tekst að koma nema á samning tekur svokölluð skólaleið við þar sem skólinn þarf að sjá til þess að neminn fái nauðsynlega þjálfun jafnvel á f leiri en einum vinnustað. Þriðja breytingin er sú að horft verður til hæfni nemans við ákvörð- un um lengd vinnustaðanáms. Þetta er í annað sinn sem Mennta- stofnun tekur þessar tölur saman og í fyrsta sinn á vorönn. Arnar segir að þessi breyting sé hluti af þeirri raf- rænu ferilbók sem unnið er að og ekki komi lengur rof í feril nemenda til að finna samning. „Þetta eykur öryggið hjá nemendum en hvort þetta sé að gerast strax, ég treysti mér ekki alveg að segja til um það.“ Gamla góða bóknámið stendur samt alveg enn fyrir sínu enda dreymir marga foreldra um að börn þeirra skari fram úr í bóknámi jafn- vel þótt börnin hafi lítinn áhuga á því. „Það hefur verið talað um þetta sem foreldravandamál frekar en nemendavandamál. Það eru for- eldrarnir sem eiga sér þann draum að börnin feti bóknámsleiðina. Það er ekki alltaf nemandanum til góða,“ segir Arnar og bendir á að því eldri sem nemendur eru, því líklegri eru þeir til að fara í starfsnám. „Þetta eru nemendur sem hafa byrjað í bóklegu námi en hætt mögulega og fara nú aftur í nám og velja þá starfsnám. Eða þetta eru nemendur sem byrja seinna og vita hvað þeir vilja læra. Það er margt sem er athyglisvert í þessu en líka margt sem kallar á frekari rýni.“ Náttúrufræði- og félagsfræði- brautir eru til dæmis enn vinsæl- ustu brautirnar en ný braut, opna brautin, fylgir í humátt á eftir. „Það er stúdentsbraut þar sem nemendur hafa býsna mikið val um hvernig þeir setja námið sitt saman. Í náms- skrárbreytingum sem hafa gengið í gegn síðasta áratug hafa margir skólar tekið þessa leið upp, sem ég held að sé hugsuð fyrir þá nem- endur sem hafa skýran fókus á hvað þeir vilja læra. Það er lítill kjarni en nemendur geta síðan sett námið saman. Þeir ætla til dæmis að verða flugmenn og það passar engin braut í skólanum við það en þá geta þeir notað valið sem þeir hafa á þessari braut, sem er býsna mikið, til að undirbúa sig sem best í það nám sem þeir ætla í.“ benediktboas@frettabladid.is Foreldravandamál að hlusta ekki á hvað börnin vilja læra Umsóknir í starfsnám eru yfir helmingur af heildarfjölda umsókna í framhaldsskólana á vorönn, miðað við þrettán prósent í haust. Reglubreyting um að ábyrgðinni sé komið yfir á skólana tók gildi í febrúar en fram að því þurftu nemar að koma sér sjálfir á starfssamning. Flestir nemendur byrja þó í bóknámi. Borgarholtsskóli býður upp á ýmsar starfsnámsbrautir. Hér má sjá tvo nema í bílamálun, sem er vinsæl meðal stúlkna. MYND/BORGARHOLTSSKÓLI 0% 10% 20% 30% 40% 50% 60% 70% 80% 90% 100% 25 ára og eldri 19-24 ára 17-18 ára 16 ára og yngri Almennt bóknám Starfs- nám Undirbúnings-nám Starfsbrautir 17,2% 51,6% 74,0% 70,2% 14,0% 12,4% 17,7% 4,8% 36,9% 9,4% 71,9% 10,9% 0,0% 2,1% 3,5% 3,4% ✿ Skipting nemenda á námsleiðum eftir aldri 0% 10% 20% 30% 40% 50% 60% 55,7% 44,1% 33,4% 66,5% 44,2% 55,0% 33,3% 66,7% 70% Almennt bóknám KVK KK Starfs- nám Undir- búnings- nám Starfs- brautir ✿ Kynjaskipting í íslensk- um framhaldsskólum eftir námsleiðum TÖLUR VIKUNNAR 28.03.2021 TIL 03.04.2021 1.200 milljónir er áætlað söluverð hluta- bréfa Íslandsbanka í Visa Inc. 27 prósenta áfengismagn er í bjórnum Krosslafi sem bruggaður er til minningar um Helga Hóseasson. 49.289 manns hafa fengið bóluefni við COVID-19 hér á landi. hafa heimsótt gosstöðvarnar síðustu sjö daga. 24.602 89,2 prósenta jafnrétti er á Íslandi sam- kvæmt skýrslu Alþjóðaefnahags- ráðsins um kynja- jafnrétti í heiminum. Þrjú í fréttum stjóri, leikstjóri og vígslubiskup Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA vill stjórnsýsluút- tekt á Samkeppn- iseftirlitinu og segir samskipti þess við fyrirtæki komin í öngstræti. Eftir sættir við eftir- litið hefur Festi þurft að greiða 56 milljónir króna til óháðs kunnáttumanns frá árinu 2018. Halldór segir þetta mál aðeins eitt af mörgum sem þurfi að skoða. Stefanía Thors, leikstjóri og handritshöfundur ge r ði hei m i ld a r- my nd um Hús- mæðr a skóla n n á s a m t H e l g a Svavari Helga- s y n i . My nd i n verður sýnd á RÚV á páskadag. Myndin var frumsýnd á Hot-Docs, stærstu heimildarmyndahátíð Ameríku í fyrra. Vegna heimsfaraldursins mátti ekki sýna hana í bíósal heldur þurfti að streyma henni á netinu. Upphaf lega fannst Stefaníu hug- myndin um húsmæðraskóla úrelt en snerist hugur við gerð myndar- innar. Kristján Björnsson, vígslubiskup í Skálholti er kátur yfir því að hjólin séu loksins farin að snúast hvað tímabærar endu rbæt u r á Skálholtsk irkju varðar. Útboðsgögn liggja brátt fyrir og undirbúningur að f lutningi bóka- safnsins er hafinn en þangað flæddi inn um kirkjuturninn og minnstu mátti muna að stórskaði yrði. Gera þarf nýtt þak, kirkjuklukkur, laga steypu og mála allt innan og utan. Safnað er fyrir framkvæmdunum en kirkjuráð ábyrgist verkið. 3 . A P R Í L 2 0 2 1 L A U G A R D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.