Hinsegin dagar í Reykjavík - aug. 2019, Síða 3
3
Kæru vinir
Líklega grunaði fæsta gestina sem sóttu
Stonewall Inn-barinn í Christopher-stræti
í New York að kvöldi föstudagsins 27. júní
1969 hve viðburðarík og þýðingarmikil
nótt var í vændum. Vissulega hafði Judy
Garland verið jarðsungin fyrr um daginn
og tilefnið til að drekkja sorgum sínum
því ærið en þýðing næturinnar átti heldur
betur eftir að verða önnur og meiri.
Þessa nótt snéri hinsegin fólk í New York
loks vörn í sókn og uppgötvaði um leið
samtakamáttinn. Réttindabaráttan var
hafin fyrir alvöru og grunnurinn lagður að
pride-hátíðahöldum sem í dag þekkjast
víða um heim. Í ár minnumst við þess
að 50 ár eru liðin frá þessum merkilegu
tímamótum sem skipt hafa sköpum fyrir
öll þau réttindi og þann sýnileika sem við
hinsegin fólk búum við í dag.
En ekki nóg með það. Í ár fögnum við
einnig 20 ára óslitinni sögu hinsegin
hátíðahalda í Reykjavík. Það var nefnilega
árið 1999 sem Samtökin ʼ78 stóðu fyrir
Hinsegin helgi í Reykjavík – einmitt til
að minnast þess að þá voru 30 ár frá
uppþotunum í Christopher-stræti. Um
1.500 gestir komu saman á Ingólfstorgi
laugardaginn 26. júní og strax í kjölfarið
var ákveðið að gera þyrfti slík hátíðahöld
að árlegum viðburði hér í borg. Ári síðar,
þegar fyrsta gleðigangan var gengin,
voru gestirnir tólf þúsund talsins eða
eins og Heimir Már Pétursson, einn af
stofnendum Hinsegin daga, sagði í viðtali
við tímarit Hinsegin daga árið 2017:
„Okkar biðu um 12.000 manns. Ekki til að
stríða okkur. Ekki til að berja okkur. Ekki til
að gera lítið úr okkur, heldur til að ganga
með okkur. Þá vissi ég að okkur hefði tekist
þetta og tárin streymdu niður kinnarnar.“
Undanfarna tvo áratugi hafa Hinsegin
dagar vaxið og dafnað og eru í dag ekki
einungis ein fjölsóttasta hátíð landsins
heldur einnig líklega alfjölmennasta
pride-hátíð í heimi – sé miðað við
höfðatölu. Af þessum árangri erum við
að sjálfsögðu afar stolt en tökum um leið
hlutverk okkar alvarlega og umgöngumst
söguna af virðingu – því aðeins með því
að vita hvaðan við komum finnum við
leiðina þangað sem við ætlum. Og við
ætlum áfram.
Við ætlum áfram í átt að fullu jafnrétti –
lagalegu og samfélagslegu. Við ætlum
að berjast áfram gegn öllu mótlæti
– líkamsárásunum, mismununinni og
öráreiti daglegs lífs. Við munum halda
áfram að ræða, fræða og ögra. En við
ætlum líka að gleðjast áfram. Þess vegna
standa Hinsegin dagar 2019 í tíu daga,
með fleiri og fjölbreyttari viðburði á
dagskrá en nokkru sinni fyrr. Þannig
fögnum við árangri síðustu áratuga og
sýnum hvert við ætlum. Áfram.
Fyrir hönd stjórnar Hinsegin daga býð
ég ykkur öll hjartanlega velkomin á hátíð
ársins og vona að þið njótið sem allra
best. Saman munum við mála Reykjavík í
öllum litum regnbogans sem aldrei fyrr.
Gleðilega hátíð!
Gunnlaugur Bragi,
formaður Hinsegin daga
Stjórn Hinsegin daga 2019 / The
board of Reykjavik Pride 2019:
Gunnlaugur Bragi Björnsson
– formaður / president
Karen Ósk Magnúsdóttir
– gjaldkeri / treasurer
Ragnar Veigar Guðmundsson
– ritari / secretary
Ásgeir Helgi Magnússon
– meðstjórnandi / board member
Helga Haraldsdóttir
– meðstjórnandi / board member
Lilja Ósk Magnúsdóttir
– meðstjórnandi / board member
Ragnhildur Sverrisdóttir
– meðstjórnandi / board member
Dear friends
Probably few of those present at the New
York’s Stonewall Inn on the evening of
June 27, 1969 suspected what a fateful
and meaningful night was in store. Judy
Garland had just been buried and the
evening was an occasion for her fans to
drown their sorrows – but this night was to
become something more. This night, queer
people finally turned defense into offense
and on the way discovered the power of
unity. The battle for rights was begun in
earnest, and the foundations laid for the
Pride celebration we know worldwide
today. This year we remember that half
a century has passed since a watershed
moment which has been crucial for all the
rights and visibility we queer folk enjoy
today.
But that's not all! This year we embrace
the 20th year in a row of Reykjavík Pride.
In 1999, the organization Samtökin ’78
organized “Queer Weekend in Reykjavík”
specifically to commemorate the thirtieth
anniversary of the Christopher Street
uprising. About fifteen hundred guests
came together in Ingólfstorg on Saturday,
26 June, and it was promptly decided to
hold a similar celebration here in the city
every year. A year later, when the first Pride
parade was underway, twelve thousand
people attended. In a 2017 interview,
Heimir Már Pétursson, one of Reykjavik
Pride’s founders, said, “We got twelve
thousand people. Not to fight us. Not
to make fun of us. Not to belittle us, but
to walk with us. That’s when I knew that
we’d succeeded at this and tears ran
down my face.”
Over the last two decades Pride has grown
and thrived and today is not just one of
the country’s most-attended festivals but
probably the most-attended Pride event
in the world – relative to the population.
We’re obviously very proud of this success,
but we take our role seriously and treat
the history with respect – because only
by knowing where we came from can we
know where we are going. And we’re going
forward.
We will forge ahead toward full equality
– legally and socially. We will combat all
adversity – assault, discrimination, and
the microagressions of daily life. We will
continue to discuss, study, and challenge.
And we’ll celebrate too. So for these
reasons Reykjavík Pride 2019 will last for
ten days, with more, and more varied,
events than ever before. We will celebrate
the achievements of the past decades and
show where we are going. Onward.
On behalf of the directors of Reykjavík Pride
I wish you a hearty welcome to the festival
of the year and hope that you enjoy it to
the fullest. Together, we’ll paint Reykavík
in all the colors of the rainbow like never
before.
Happy Pride!
Gunnlaugur Bragi,
President of Reykjavík Pride