Hinsegin dagar í Reykjavík - ágú. 2019, Blaðsíða 10

Hinsegin dagar í Reykjavík - ágú. 2019, Blaðsíða 10
10 „Vissulega gerðist eitthvað sérstakt þessa nótt“ Átökin við Stonewall voru ekki fyrstu mótmæli hinsegin fólks í Bandaríkjunum, fjarri því. Ýmis samtök höfðu áður sett upp mótmælafundi, gengið kröfugöngur og gert ýmislegt til að reyna að þoka málum í réttindaátt. Allt undirbjó það jarðveginn. Árið 1969 var loks komið að uppskerunni. Ungt fólk var almennt í uppreisn gegn stöðnuðu samfélagi, mótmæli gegn stríðinu í Víetnam voru Baráttudrottningarnar Silvia Rivera og Marsha P. Johnson, fyrsta og önnur frá vinstri, á mótmælafundi nokkrum árum eftir Stonewall. Þær voru í fararbroddi aktívista og stofnuðu STAR-samtökin árið 1970, róttækan hóp sem veitti hinsegin unglingum og kynlífsstarfsmönnum húsaskjól. sæti fyrir svarta aftast í strætisvagninum í Montgomery í Alabama árið 1955. Sá atburður markaði vatnaskil í baráttu svartra. Og Stonewall var sambærileg tímamót í sögu hinsegin fólks. Lesbíska baráttukonan Joan Nestle orðaði það svo fyrir aldarfjórðungi: „Ég lít sannarlega ekki svo á að saga homma og lesbía hafi byrjað við Stonewall ... ég lít ekki svo á að andófið hafi byrjað þar. Það sem blasir við mér er söguleg samþætting ólíkra afla. Sjöundi áratugurinn breytti því hvað fólk var tilbúið til að þola í þessu samfélagi og hvað fólk neitaði að láta lengur yfir sig ganga ... Vissulega gerðist eitthvað sérstakt þessa nótt árið 1969 og við höfum ýtt undir þá tilfinningu vegna þess að við höfum þörf fyrir að finna upphafspunkt, eins og ég kalla það ... en þetta er flóknara en svo að hægt sé að fullyrða að allt hafi byrjað við Stonewall.“ Réttur tími í sögunni, nýir vindar blésu, aukin vitund um mannréttindi. Hvernig sem þessir þættir fléttuðust saman var ljóst að ekki varð aftur snúið. Áhrif átakanna við Stonewall voru ótrúlega mikil á ótrúlega stuttum tíma. Ýmis samtök aktívista spruttu upp á næstu vikum og mánuðum í Bandaríkjunum, miklu herskárri og meira áberandi en nokkur dæmi voru um áður. Byltingin var hafin og hún varð ekki stöðvuð. daglegt brauð, konur börðust af hörku fyrir jafnrétti og réttindabarátta svartra var í algleymingi. Einn sagnfræðingur líkti atburðunum við Stonewall við það þegar Rosa Parks neitaði að færa sig í Athugasemd: Orðaval í þessari grein miðast við það orðfæri sem tíðkaðist á þeim tíma sem atburðirnir gerðust, bæði innan og utan hópa hinsegin fólks. Þá var „homosexual“ regnhlífarhugtak yfir marga hópa, sem án efa myndu sumir fylkjast undir annan fána í dag. Sama á við um „drag queens“ eða „transvestites“ þeirra tíma, eflaust voru í þeirra hópi margir sem á okkar tíma myndu skilgreina sig trans. Á sjöunda áratugnum var hinsegin fólki ekki lýst, og það lýsti sér ekki, sem sís, dulkynja, eigerva, flæðigerva o.s.frv. Á síðustu árum hafa verið birt ýmis skjöl úr fórum lögreglunnar í New York, sem varpa ljósi á atburðina við Stonewall. Sakleysisleg lögregluskýrsla greinir frá komu óánægðs bíleiganda á lögreglustöð um nóttina. Hann hafði lagt Volkswagen-bílnum sínum við Christopher-stræti, andspænis Stonewall- barnum, en einhver óþjóðalýður hafði stokkið upp á bílinn og beyglað bæði þak og vélarhlíf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.