Hinsegin dagar í Reykjavík - aug. 2019, Síða 24

Hinsegin dagar í Reykjavík - aug. 2019, Síða 24
24 Ljóst er að staða trans fólks mun gjörbreytast og batna til muna við þessa lagasetningu og hluti intersex fólks sem skilgreinir sig líka sem trans mun einnig njóta góðs af breyttu lagaumhverfi. Þessi lagasetning var löngu tímabær og mikilvægt framfaraskref. Það eru þó ákveðin vonbrigði að skrefið var ekki tekið til fulls til að tryggja réttarstöðu intersex fólks og stöðva mannréttindabrot sem eiga sér þar stað. #1) Þjóðskrá Íslands Þjóðskráin sendi frá sér yfirlýsingu þar sem lagasetningunni var fagnað og sagt að unnið væri að því að stofnunin gæti tekið við nýjum tilkynningum. Stofnunin gefur sér allt að 18 mánuði til að laga skráningarkerfið að skráningu hlutlauss kyns. #2) Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á vef Stjórnarráðsins 18. júní 2019 „Til þess að bæta réttindi fólks í raun og veru þarf pólitískt þor og pólitískan vilja. Réttindi fólks eru nefnilega því miður ekki sjálfsögð þótt árin líði eins og við sjáum þegar við horfum á stöðu mannréttinda á alþjóðavettvangi. Nýsamþykkt lög um kynrænt sjálfræði fela í sér mikilvægar breytingar á réttarstöðu hinsegin fólks og með samþykkt laganna skipar Ísland sér í fremstu röð á alþjóðavísu. Mín von er að með samþykkt þessara laga muni þörf umræða vakna í samfélaginu um það hvað þetta merkir og mikilvægi þess að tryggja mannréttindi allra hópa samfélagsins.“ #3) Sigmundur og Miðflokkurinn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson krafðist þess í samtali við forsætisráðherra, þegar þau voru að semja um þinglok, að frumvarp um kynrænt sjálfræði yrði tekið af dagskrá Alþingis. Þetta vakti mikla athygli og reiði og álitið var að Miðflokkurinn væri að taka afstöðu gegn réttindum hinsegin fólks. Allir fulltrúar Miðflokksins sátu hjá eða voru fjarverandi við atkvæðagreiðslu um frumvarpið. #4) Nafnabreytingar Ný lög um kynrænt sjálfræði fela í sér rýmkun og breytingar á lögum um mannanöfn. Áður gat kona valið sér nafn af skrá yfir kvenmannsnöfn og karl valið sér nafn úr lista karlmannsnafna. Breytingin hefur í för með sér að einungis verður einn flokkur sem allir geta valið úr. Með nýjum lögum gefst fólki með hlutlausa kynskráningu auk þess kostur á að sleppa kyngreiningunni -dóttir og -son úr kenninafni eða nota endinguna -bur. #5) Fangelsin Fólk hefur velt upp þeim möguleika hvað gerist ef karlkyns afbrotamenn reyni að misnota nýju lögin til þess að komast frekar inn í kvennafangelsi. Páll Winkel fangelsismálastjóri telur þetta ekki verða vandamál og Fangelsismálastofnun þurfi að aðlaga sig nútímanum. Hann fundaði með Trans Íslandi og Samtökunum ʼ78 og fór með þeim yfir þann nýja veruleika sem Fangelsismálastofnun stendur frammi fyrir. Á Hólmsheiði er möguleiki á deildaskiptingu sem hann telur að muni leysa þetta vandamál ef það kemur yfirhöfuð upp.

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.