Hinsegin dagar í Reykjavík - aug. 2019, Síða 27

Hinsegin dagar í Reykjavík - aug. 2019, Síða 27
27 Hinsegin fólk er alls konar Fatlað fólk hefur ekki verið sýnilegt í hinsegin samfélaginu og segja má að um falinn hóp sé að ræða. Sumt fatlað fólk á í erfiðleikum með að koma út úr skápnum vegna skorts á stuðningi og sumum finnst einkennilegt að fatlað fólk geti verið hinsegin og telur að það geti ekki stundað kynlíf eða átt í rómantískum samböndum. Þá getur skortur á aðgengi hamlað því að fatlað fólk geti sótt hinsegin viðburði. Daníel E. Arnarsson, framkvæmdastjóri Samtakanna ’78, segir Samtökin leggja sig fram við að halda viðburði í húsnæði þar sem aðgengi er gott fyrir alla. „Eins lögðum við okkur fram við að núverandi húsnæði væri aðgengilegt, sem er mikil breyting frá því sem áður var en á Laugavegi var lítill möguleiki á að manneskja sem notar hjólastól kæmist þar inn,“ segir Daníel. Samtökin hafa fengið táknmálstúlka til að túlka á stærri viðburðum og lagt áherslu á að salerni séu aðgengileg fyrir fatlað fólk. Ágústa Arna Sigurdórsdóttir ræddi við fatlaða einstaklinga um lífið og tilveruna og þeirra upplifun af hinsegin samfélaginu.

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.