Hinsegin dagar í Reykjavík - Aug 2019, Page 37

Hinsegin dagar í Reykjavík - Aug 2019, Page 37
37 Í tilefni afmælis Hinsegin daga er viðeigandi að líta til baka og hugsa um fólkið sem kom okkur á þann stað sem við erum á í dag. Samfélagið hefur gjörbreyst til hins betra en það sem okkur finnst sjálfsagt í dag hefur kostað þrotlausa baráttu. Tótla I. Sæmundsdóttir fór og hitti Guðrúnu Ögmundsdóttur, eina af baráttukonunum okkar sem hefur staðið með hinsegin samfélaginu alla tíð. Guðrún Ögmundsdóttir hefur átt margbreytilega og litríka ævi. Hún er þekktust sem baráttukona fyrir mannréttindum í störfum sínum sem félagsráðgjafi, þingkona og borgarfulltrúi auk þess að hafa unnið fyrir fjölmörg mannréttindasamtök eins og UNICEF og Alnæmissamtökin (HIV- Ísland). Hennar helstu málaflokkar hafa verið kvenréttindabaráttan og réttindi barna og fatlaðra en þar að auki hefur hún barist fyrir hinsegin réttindum áratugum saman. Hún talar frá hjartanu og leggur allt sitt í það sem hún trúir á.

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.