Hinsegin dagar í Reykjavík - Aug 2019, Page 52

Hinsegin dagar í Reykjavík - Aug 2019, Page 52
VIÐBURÐUR EVENTS HINSEGIN BÆKUR HINSEGIN HINSEGIN Á borgarbokasafn.is má finna þær undir efnisorðum, t.d. Á rafbokasafn.is eru þær í efnisflokkunum ERU ÚTI UM ALLT Í BORGARBÓKASAFNINU HÝRIR HÚSLESTRAR QUEERREADS TJARNARBÍÓI, TJARNARGÖTU 12 TJARNARBÍÓ, TJARNARGATA 12 FÖSTUDAGINN 9. ÁGÚST KL. 17:00. FRIDAY 9 AUGUST AT 5 P.M. AÐGANGUR ÓKEYPIS. FREE ADMISSION. Bókmenntaviðburðurinn Hýrir húslestrar er fyrir löngu orðinn órofa partur af dagskrá Hinsegin daga enda eru bókmenntir mikilvægur þáttur í menningu okkar. Undanfarin ár hafa hin ýmsu skáld lesið úr textum sínum og það verður spennandi að vita hvaða mektar- og listafólk mun skapa óviðjafnanlega stemmningu með ljóðum sínum og sögum að þessu sinni. Úrslit ljóðasamkeppni Hinsegin daga verða einnig kunngjörð. Viðburðurinn fer fram á íslensku. LJÓÐASAMKEPPNI Ljóðasamkeppni Hinsegin daga verður nú haldin í fjórða sinn. Undanfarin ár hafa fjölmörg skáld stigið fram á sjónarsviðið í þessari einstöku samkeppni sem sannarlega má segja að sé á heimsmælikvarða. Skúffuskáld sem önnur skáld eru hvött til þess að draga fram stílabækur, Word-skjöl, kassakvittanir og hvað annað sem verk þeirra kunnu að leynast á og senda á netfangið huslestrar@gmail.com. Ljóðin mega vera á hvaða tungumáli sem er en ekki er ábyrgst að dómnefnd skilji önnur tungumál en íslensku og ensku. Dómnefnd fær ljóðin nafnlaust og verður ekki upplýst um sigurvegara keppninnar fyrr en á Hýrum húslestrum 9. ágúst nk. QUEER READS Literature plays an important role in our community and this event has through the years become an essential part of the Reykjavik Pride program. Queer artists will set the mood by performing and reading from their work in a relaxed and poetic atmosphere. The winners of the Reykjavik Pride Poetry contest will also be announced at the event. This event will be in Icelandic.

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.