Skessuhorn


Skessuhorn - 13.01.2021, Blaðsíða 11

Skessuhorn - 13.01.2021, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 13. jAnúAR 2021 11 Hlíðasmára 19, 2 hæð, 201 Kópavogur Sími: 534 9600 | Netfang: heyrn@heyrn.is Heyrðu umskiptin fáðu heyrnartæki til reynslu Löggiltur heyrnar- fræðingur SK ES SU H O R N 2 01 9 Til sölu búseturéttur á Akranesi Þjóðbraut 1 Til sölu er búseturéttur að Þjóðbraut 1, íb.406 á Akranesi. Hér er um að ræða mjög fallega eign á 4. hæð í fjölbýlishúsi með fallegu útsýni. Íbúðin er 3ja herbergja 105,5 fm að stærð með góðu stæði í bílakjallara. Ásett verð búseturéttarins er kr.12.000.000,- og mánaðarlegt búsetugjald miðað við 1.janúar er 217.697. Innifalið í mánaðarlegu búsetugjaldi er afborgun skuldabréfa, fasteigna- og holræsagjöld, rekstur húsfélags, tryggingar, viðhaldssjóður og þjónustugjald. Þjóðbraut 1 Til sölu er búseturéttur að Þjóðbraut 1, íbúð 305 á Akranesi. Eignin er á 3. hæð og er 2ja herbergja alls 95,3 fm. Henni fylgir stór og góð geymsla í íbúðinni og önnur minni í kjallara. Íbúðin er björt og rúmgóð og allt húsið er með gott aðgengi. Sameiginlegt þvottahús er á hæðinni en þar er einnig hægt að vera með eigin þvottavél. Íbúðin snýr í suðaustur og er með góðar svalir. Útsýnið er frábært, Akrafjallið, Esjan og suður til Reykjavíkur og út á sjó. Ljósleiðaratenging er í íbúðinni. Stutt í alla þjónustu. Ásett verð búseturéttarins er kr.6.900.000,- og mánaðarlegt búsetugjald miðað við 1.janúar er kr.171.453. Þjóðbraut 1 Til sölu er búseturéttur að Þjóðbraut 1, íbúð 606, á Akranesi. Eignin er á 6. hæð í fjölbýlishúsi með frábæru útsýni. Hún er 4ra herbergja, 105,5 fm að stærð ásamt stæði í bílageymslu. Ásett verð búseturéttarins er kr.10.000.000,- og mánaðarlegt búsetugjald miðað við 1. janúar er kr.218.522. Innifalið í mánaðarlegu búsetugjaldi er afborgun skuldabréfa, fasteigna- og holræsagjöld, rekstur húsfélags, tryggingar, viðhaldssjóður og þjónustugjald. Þeir sem hafa áhuga á að skoða eignirnar og/eða gera tilboð í búseturéttinn, vinsamlegast hafið samband við skrifstofu Búmanna í síma 552-5644 eða í gegnum netfangið bumenn@bumenn.is Lágmúli 7, 108 Reykjavík bumenn@bumenn.is 552 5644 • Bílasprautun • Bílaréttingar • Framrúðuskipti BÍLASPRAUTUN VESTURLANDS S: 860-0708 • Smiðjuvellir 7, Akranesi • bv.sprautun@gmail.com Vinnum fyrir öll tryggingafélög Í nýjum Hagvísi Samtaka sveitarfé- laga á Vesturlandi, sem kemur út í þessari viku, er fjallað um hvernig atvinnuleysi á nýliðnu og yfirstand- andi ári geti haft áhrif á tekjur sveit- arfélaga í landshlutanum. Gerð- ir eru fyrirvarar um magn og gæði gagna sem unnið var úr, en grein- ingin gefur engu að síður til kynna að aukning atvinnuleysis muni hafa talsverð áhrif á heildartekjur sveit- arfélaganna á Vesturlandi. Áætlað er að tekjur stærstu sveitarfélaga á Vesturlandi vegna aukins atvinnu- leysis muni skerðast sem þessu nemur: Á Akranesi -1,2% til skemmri tíma litið en -2,5% til lengri tíma litið. Í Hvalfjarðarsveit -1,4% til skemmri tíma litið en -2,7% til lengri tíma litið. Í Borgarbyggð -1,0% til skemmri tíma litið en -4,0% til lengri tíma litið. Í Grundarfjarðarbæ -3,6% til skemmri tíma litið en -7,1% til lengri tíma litið. Í Stykkishólmsbæ -4,1% til skemmri tíma litið en -8,8% til lengri tíma litið. Í Snæfellsbæ -4,4% til skemmri tíma litið en engin niðurstaða fékkst þegar til lengri tíma var litið. Í Dalabyggð -3,0% til skemmri tíma litið en -10,7% til lengri tíma litið. Stærri kreppa en eftir 2008 Í skýrslunni kemur fram að sam- kvæmt mati margra sé útlit fyrir eina verstu kreppu sem Ísland hef- ur upplifað í rúm 90 ár – eða síð- an Kreppan mikla reið yfir heims- byggðina og hitti Ísland fyrir vegna hruns á mörkuðum erlendis, aðal- lega fyrir sjávarafurðir. „Þó marg- ir telji að þetta tímabil verði stutt, munu áhrif þess á ferðaþjónustuna vara lengur og er verið að tala um að ferðaþjónustan verði 1 – 2 ár að ná sér á strik eftir að takmörkunum á ferða- og samkomutakmörkunum verður aflétt. Þarna ræður miklu um hversu langvarandi samdrátt- arskeið eða kreppa verður í helstu viðskiptalöndum okkar (m.t.t. ferðaþjónustu) og hversu mikið krónan gefur eftir gagnvart þeim gjaldmiðlum. Ómögulegt er nú að spá en sumt bendir til að þetta gæti orðið dýpri kreppa á heims- vísu en á árunum eftir 2008. Þó for- sendur til að takast á við áfall sem þetta séu víða góðar hérlendis sbr. lága skuldastöðu heimilanna, sterka stöðu ríkissjóðs og margra sveita- sjóða þá er íslenska hagkerfið mjög opið og háð milliríkjaviðskiptum og því veltur framtíðin ekki síst á því hvernig öðrum þjóðum tekst upp í baráttunni við þennan vágest og þær efnahagsþrengingar sem á eftir koma. Af þessum ástæðum má bú- ast við atvinnuleysi sem spáð er að geti orðið allt að 17% á landsvísu. Hins vegar mun þetta hitta einstök landsvæði og sveitarfélög misjafn- lega fyrir. Þess vegna var ráðist í að reyna að meta áhrif atvinnuleysis á tekjur sveitarfélaga á Vesturlandi,“ sagði í inngangi Hagvísis sem Víf- ill Karlsson hagfræðingur SSV tók saman. mm Því er spáð að lengd núverandi kreppu ráðist af hversu langvarandi samdráttar- skeið eða kreppa verður í helstu viðskiptalöndum okkar m.t.t. ferðaþjónustu og hversu mikið krónan gefur eftir gagnvart þeim gjaldmiðlum. Tekjufall sveitar- félaga ræðst m.a. af umfangi ferðaþjónustu. Myndin er frá Stykkishólmi. Spáð fyrir um áhrif aukins atvinnuleysis á tekjur sveitarfélaga

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.