Skessuhorn - 13.01.2021, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 13. jAnúAR 20214
Garðabraut 2a - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is
Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum.
Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá-
auglýsinga er til kl. 12.00 á þriðjudögum.
Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu.
Áskriftarverð er 3.590 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða
kr. 3.100. Rafræn áskrift kostar 2.815 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.595 kr.
Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 950 kr.
SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA
Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is
Ritstjórn:
Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is
Anna Rósa Guðmundsdóttir arg@skessuhorn.is
Gunnhildur Lind Hansdóttir glh@skessuhorn.is
Finnbogi Rafn Guðmundsson frg@skessuhorn.is
Auglýsingar og dreifing:
Hrafnhildur Harðardóttir auglysingar@skessuhorn.is
Umbrot og hönnun:
Ómar Örn Sigurðsson umbrot@skessuhorn.is
Bókhald og innheimta:
Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is
Prentun: Landsprent ehf.
Leiðari
Kemur alltaf að skuldadögum
Sagan hefur kennt okkur að þegar halla fer að lokum kjörtímabila ríkisstjórna fer
að bera á fögrum fyrirheitum; óháð því hvort innistæða er fyrir efndum þeirra eða
ekki. Kosningaár er nú gengið í garð og það er jafn öruggt og ég sit hér, að slík-
um loforðum mun fara fjölgandi. Þá má ekki gleyma því að það er nú eða aldrei
fyrir stjórnarflokkana að efna þau loforð sem þeir gáfu kjósendum fyrir kosning-
arnar haustið 2017, en kannski ekki síður að efna það sem samið var um og kemur
fram í stjórnarsáttmálanum. Þau voru mörg loforðin þar, en misjafnt hefur verið
með efndir, enda samstarf þriggja ólíkra flokka flókið þar sem þeir eru afar ólík-
ir að grunngerð rétt eins og bakland þeirra. nokkur mál hafa því ekki enn náð í
gegn, þótt að þeim hafi verið stefnt. En tíminn er nú orðinn naumur. Af þessum
málum nefni ég af handahófi auðlindaákvæði í stjórnarskrá sem ákaft hefur verið
kallað eftir, sölu ríkisbankanna, lög um einkarekna fjölmiðla og miðhálendisþjóð-
garð. Þessi mál og miklu fleiri hafa verið á málaskrá einstakra flokka og jafnvel get-
ið í stjórnarsáttmálanum, en mæta einarðri andstöðu og komast því ekki á dagskrá,
sitja föst í einhvers konar tómi.
En þrátt fyrir óleystu málin er margt gott sem núverandi ríkisstjórn hefur áork-
að. Ánægðastur hef ég verið með þá ákvörðun stjórnarliða að fela fagfólki ráðgjöf
og stefnumótun vegna viðbragða við kórónaveirunni. Það hefur reynst farsælt eins
og sjá má á árangri Íslands nú á síðustu vikum í samanburði við ástandið í lönd-
unum í kringum okkur. Smitstuðullinn hér er nú innan við 20 af hundrað þúsund
íbúum, sem er ótrúlega góð staða í ljósi þess að sáralítið er byrjað að bólusetja.
Þá vil ég einnig nefna að ráðning nýs Seðlabankastjóra, sem er pólitísk ráðning,
hefur reynst farsæl. Sá hafði kjark til að stíga fast til jarðar og koma stýrivöxtum
hratt niður. Sú vegferð reyndist þjóðinni farsæl í allri viðspyrnu við ástandinu á
liðnu ári og gerði það meðal annars að verkum að fasteignasala hefur verið venju
fremur lífleg. Aftur á móti hafa viðskiptabankarnir sýnt ótrúlegt máttleysi í að
lækka útlánavexti sína í samræmi við þau kjör sem þeim bjóðast. Innlánsvextir
fólks eru engir sem þýðir að vaxtamunur hefur líklega aldrei í sögunni verið meiri.
Þannig fæ ég nú 0,15% innlánsvexti af bankareikningi mínum, en borga 8% vexti
ef ég er á yfirdrætti. Þetta hefur leitt af sér að tvöföldun var á síðasta ári í þeim
hópi almennings sem freistar gæfunnar á hlutabréfamörkuðum, með tilheyrandi
áhættu.
nú um áramótin tóku gildi ýmis lög frá Alþingi sem snerta hag og kjör margra.
nefna má að tekjuskattar lækkuðu lítillega og á sú lækkun meðal annars að skila
sér til þeirra sem minnst hafa. Hins vegar hefur mjög lítið verið gert til að bæta
kjör eldri borgara. Hafa þeir til dæmis ekki fengið þá krónutöluhækkun sem sam-
ið hefur verið um á almennum markaði. Stærsta kjaraskerðing eldra fólks felst
þó í þeirri refsingu sem ríkisstjórn jóhönnu Sigurðardóttur kom á skömmu eftir
bankahrunið 2008, þegar lífeyrir frá hinu opinbera var skertur vegna tekna þeirra
úr lífeyrissjóðum. Líklega hefur þarna átt sér stað eitt mesta arðrán Íslanssögunn-
ar, og hafa þau þó verið mörg og óforskömmuð í gegnum tíðina. nú, tólf árum
síðar, er staðan ennþá sú að njóti lífeyrisþegi tekna úr lífeyrissjóði sínum, fær hann
skerðingu sem því nemur af greiðslum úr ríkissjóði. Þeir sem byrjuðu að greiða
hluta af launum sínum í lífeyrissjóði fyrir um fimmtíu árum síðan fara þannig verst
út úr þessu. Fólkið sem unnið hefur hörðum höndum á vinnumarkaði allan þann
tíma sem lífeyrissjóðir hafa verið til, er refsað grimmilega. Ég vænti þess að ein-
hver flokkur setji þetta þjóðþrifamál á sína stefnuskrá.
Á þessu ári ætla ég því að fylgjast grannt með því hvaða áherslur stjórnmála-
flokkarnir velja að setja í stefnuskrár sínar í aðdraganda kosninga. jafnvel þótt
dæmin hafi sýnt að lítið hafi stundum verið að marka gefin loforð, verður maður
að binda traust sitt við einhverja. Atkvæði í kosningum er nefnilega okkar beittasta
vopn og atkvæðum ber að verja til þeirra sem best er treystandi til að vinna að al-
mannaheill. Til að allir geti lifað sáttir í okkar auðuga landi þarf nefnilega að jafna
kjörin. Við höfum á liðnum árum horft upp á aukna misskiptingu þar sem ákveðnir
þjóðfélagshópar hafa verið látnir sitja eftir á kostnað þeirra sem haft hafa sterkari
málsvara á þingi. Tíundi hluti þjóðarinnar á nú á að giska þrjá fjórðu allra eigna.
Er það eðlilegt? Svari hver fyrir sig. Magnús Magnússon
Ríkiskaup fyrir hönd Hafrann-
sóknastofnunar óska eftir tilboð-
um í leigu á netabátum til verk-
efnisins „Stofnmæling hrygning-
arþorsks með þorskanetum – net-
arall 2021.“ Verkefnið hefur farið
fram ár hvert frá 1996 og eru lögð
net á um 300 stöðvum og fara leið-
angrar yfirleitt fram í apríl og reynt
er að miða upphaf leiðangra við
dagsetningu sem næst 1. apríl.
Markmið rannsóknanna er að
safna upplýsingum um kynþroska,
aldur, lengd og þyngd þorsks á
helstu hrygningarsvæðum. Einn-
ig að meta árlega magn kynþroska
þorsks er fæst í þorskanet á hrygn-
ingarstöðvum og breytingar í gengd
hrygningarþorsks á mismunandi
svæðum. Skilfrestur tilboð er til há-
degis 29. janúar næstkomandi, en
útboðsgögn má sækja á vef Ríkis-
kaupa.
mm/ Ljósm. Valur Bogason.
Ísfisktogarinn Akurey AK, sem
Brim gerir út, er nú á Vestfjarða-
miðum eftir að hafa fengið 140-145
tonna afla í fyrstu veiðiferð ársins.
Aflanum var landað í Reykjavík á
fimmtudaginn. Eiríkur jónsson
skipstjóri segir að nýtt ár hafi byrj-
að vel og aldrei þessu vant hafi ver-
ið ágætt veður allan túrinn.
,,Við vorum mest að veiðum í
kantinum vestur af Vestfjörðum.
Fórum einnig á Halann og í Djúp-
álinn og enduðum svo í Víkuráln-
un. Uppistaða aflans var mjög góð-
ur þorskur og ég gæti skotið á að
hann hafi verið fjögur kíló að jafn-
aði,” sagði Eiríkur í samtali við vef-
ritara Brims, en hann upplýsir að
auk þorsksins hafi ýsa og ufsi verið
hluti aflans.
,,Hafís var að gera okkur lífið leitt
og þá sérstaklega síðustu tvo sólar-
hringana. Það var kominn hafís inn
fyrir kantinn og ég gæti skotið á
að hann hafi verið um 30 mílur frá
landi. Meira að segja var hafís kom-
inn í Víkurálinn þar sem við enduð-
um,“ sagði Eiríkur en að hans sögn
urðu skipverjar víða varir við loðnu.
,,Það var nokkuð um að við fengjun
loðnu ánetjaða í trollinu. Þetta var
mest smáloðna sem við urðum varir
við,“ sagði Eiríkur.
mm
Í vikubyrjun lauk leiðangri fimm
skipa með það að markmiði að
mæla stærð hrygningarstofns loðnu.
Loðna fannst með landgrunnskant-
inum norðan Íslands allt austur að
Langanesdýpi. Ekkert var að sjá á
grunnum né með kantinum austan
lands. Að megninu til fékkst hrygn-
ingarloðna í togsýnum. niðurstöð-
ur mælinganna munu liggja fyrir
síðar í vikunni.
Hafís vestan við land hafði ver-
uleg áhrif á mælinguna eins og sjá
má á meðfylgjandi mynd. Rannsók-
naskipið Árni Friðriksson var
vestast og kom ísinn alveg í veg fyrir
mælingar við og utan við landg-
runnsbrúnina á Vestfjarðamiðum.
Þar varð vart við loðnu í desem-
ber. Eins lenti Bjarni Sæmunds-
son í ís norður af Vestfjörðum. Að
öðru leyti voru aðstæður til mælin-
ga með ágætum, segir í tilkynningu
frá Hafrannsóknastofnun.
Fyrirhugað er að endurtaka
mælingar og þá helst þegar hag-
stæðar aðstæður verða m.t.t. hafíss
og veðurs. Rannsóknaskipin verða
tilbúin í verkefnið en ekki hefur ver-
ið ákveðið hvernig þátttöku annar-
ra skipa verður háttað. Miðað við
veðurspár og núverandi útbreiðs-
lu hafíss verða góðar aðstæður til
mælinga í fyrsta lagi seinni part vi-
kunnar. mm
Akraneskaupstaður mun nú í árs-
byrjun efna til hugmyndasam-
keppni um skipulag og hönn-
un Langasandssvæðis á Akranesi í
samstarfi við FÍLA, Félag íslenskra
landslagsarkitekta. Markmiðið með
samkeppninni er að fá hugmyndir
um framtíðarskipulag svæðisins í
heild sem tengir m.a. strandsvæði,
skólasvæði, framtíðar uppbygging-
arreit og hafnarsvæðið. Þetta er
stórt verkefni um dýrmætt svæði og
því mikilvægt að kalla eftir skoðun-
um flestra. Við viljum hefja þessa
vegferð og skapa svæði sem mót-
ast af vellíðan og heilsu fyrir alla
notendur og skiptir okkur máli að
fá íbúana með í lið en þetta svæði
er okkar svæði,“ segir Sævar Freyr
Þráinsson bæjarstjóri.
Í ljósi heimsfaraldurs er ekki hægt
að verða með hefðbundna íbúa-
fundi til að kynna málið og hefur
þess í stað verið útbúin rafræn við-
horfskönnun um þarfir, upplifun og
framtíðarsýn íbúa um svæðið. Þar fá
íbúar tækifæri til að láta sínar skoð-
anir í ljósi, þarfir og áherslur um
svæðið. Munu niðurstöður könn-
unarinnar verða fylgigagn við aug-
lýsingu um samkeppnina. Könn-
unin samanstendur af sextíu spurn-
ingum sem flestar eru krossaspurn-
ingar og tekur um 15-30 mínútur
að svara. Þátttakendur hafa kost á
að komast í pott sem dregið verður
úr og fá einhverjir heppnir gjöf að
launum. Allir ungir sem aldnir eru
hvattir til að taka þátt í könnuninni
sem verður opin út janúarmánuð.
mm
Auglýst eftir bátum í netarall
Góður afli á Vestfjarðamiðum
í upphafi árs
Íbúar hvattir til þátttöku í könnun
um Langasandssvæði
Loðnumælingum lokið í bili
Leiðarlínur skipanna fimm sem tóku þátt í loðnumælingum í vikunni ásamt legu
hafíss.