Skessuhorn


Skessuhorn - 13.01.2021, Blaðsíða 28

Skessuhorn - 13.01.2021, Blaðsíða 28
MIÐVIKUDAGUR 13. jAnúAR 202128 Vörur og þjónusta R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 H P Pípulagnir ehf. Alhliða pípulagnaþjónusta Hilmir 820-3722 Páll 699-4067 hppipulagnir@gmail.com S K E S S U H O R N 2 01 8 Fyrir alla vigtun Húsarafmagn Töflusmíði Iðnaðarrafmagn Bátarafmagn Bílarafmagn RAFMAGN vogir@vogir.is Sími 433-2202 VOGIR Bílavogir Kranavogir Skeifuvogir Pallvogir Aflestrarhausar Hönnun prentgripa & alhliða prentþjónusta Drei bréf - Boðsbréf Ritgerðir - Skýrslur Reikningar - Eyðublöð Umslög - Bréfsefni Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Getum við aðstoðað þig? sími: 437 2360 olgeirhelgi@islandia.is • Bílasprautun • Bílaréttingar • Framrúðuskipti BÍLASPRAUTUN VESTURLANDS S: 860-0708 • Smiðjuvellir 7, Akranesi • bv.sprautun@gmail.com Vinnum fyrir öll tryggingafélög Týnda stúlkan Mamma bendir á skilti við vegbrúnina. Það sést varla fyrir drungalegu þokunni sem grúfir yfir öllu. „Krakkar, þarna er Grundarfjörður,“ segir hún uppveðruð. Hlyni líður undarlega. Hann er búinn að hugsa mikið um orðin sem Glóey stóra systir hans sagði við hann í gærkvöldi. Allir afskekktir staðir á Íslandi geyma ljót leyndarmál sem búið er að þaga í hel. Hún sagði líka að pabbi jörku, vinkonu hennar í Hlíðunum, hafi einu sinni séð vondan draug í kjallaranum hjá mömmu hans á Grundarfirði. Hann varð aldrei samur á eftir. Hlyn langar að gleyma því sem Glóey sagði. En hvað ef Gló- ey er að segja satt? Kannski sér mamma Grundarfjörð í röngu ljósi. Hún hefur aldrei búið þar, bara lesið um staðinn á netinu. nei! Mamma myndi aldrei skrökva að mér. Ég trúi því frekar upp á Glóeyju. Hún er stundum algert hrekkjusvín. Mamma bendir á Kolgrafafjörð út um bílgluggann. „Þarna er hægt að tína síldina upp úr sjónum.“ „En það er engin Laugardalshöll hérna,“ segir Glóey með fýlutón. „Mikið rétt, Glóey mín, en fólkið hérna er eins og ein stór fjölskylda.“ „Þú sérð Grundarfjörð í hillingum,“ segir Glóey og ygglir brýrnar. „Reyndu nú að vera jákvæð, Glóey mín, þá verður allt miklu einfaldara.“ „Vá,“ segir Hlynur. „Þetta verð ég að prufa einhvern daginn.“ „já, það skulum við gera,“ segir mamma létt í lund. Hún beygir inn á Hellnafell. Bíllinn nemur staðar við gamalt, grátt hús með svörtu þaki sem er umkringt litlum garði. „Hérna er nýja heimilið ykkar,“ segir mamma og bendir. Hlynur og Glóey stökkva út úr bílnum. Glóey horfir brúnaþung á illgresið í garðinum og fussar. „Oj bara. Þetta lítur út eins og draugabæli!“ „Róleg nú, Glóey mín. Þú veist að draugar eru bara ímynd- un,“ segir mamma. Mamma útskýrir fyrir þeim að fyrri eigendur hafi elskað garðrækt, en síðustu árin hafi þeir verið lasburða og ekki haft orku til að hlúa að garðinum sínum. „Það er ástæða fyrir öllu elskurnar,“ segir mamma og opnar dyrnar að húsinu. Svarta hurðin Hlynur er fullur tilhlökkunar að sjá nýja herbergið sitt. Flutn- ingsmennirnir eru búnir að koma húsgögnunum fyrir á sínum stað í húsinu. Mamma vildi gera flutninginn eins auðveldan fyr- ir systkinin og mögulegt væri. Hlynur og Glóey þurfa bara að taka hlutina sína upp úr kössunum og setja þá á sinn stað í her- bergjunum. „Takk mamma, fyrir að hugsa svona vel um okkur,“ segir Hlynur og brosir fallega til mömmu. Hann hleypur inn í her- bergið sitt. „Vá, hvað það er stórt. Þetta er eins og risastofa.“ Herbergið er staðsett við hliðina á dyrum með svartri hurð sem er þakin djúpum rispum. „Hvað er þetta?“ spyr Hlynur og bendir á hurðina. Hann undrast hvað hún er illa útlítandi sam- anborið við hinar hurðirnar á hæðinni sem eru í ljósum lit. „Þetta er draugaherbergið,“ segir Glóey ákveðið. „nei, hættu nú, Glóey,“ segir mamma. „Þetta fer að verða þreytandi.“ Hlynur hristir höfuðið yfir kjánalátunum í Glóeyju. „Það mætti halda að hún sé sjö ára en ekki ég.“ Hann nennir ekki lengur að taka stóru systur sína alvarlega. Mamma segir að þetta sé hurðin að kjallaranum. Hún ætlar að láta gera hann upp og leigja út fyrir litla fjárhæð. En þangað til mega þau alls ekki fara þangað niður. „Tröppurnar eru úr sér gengnar. Þið getið slasað ykkur ef þið farið þarna niður í leyfisleysi,“ segir mamma brúnaþung. Hlyni stendur ekki alveg á sama. Það birtir yfir andlitinu á Glóeyju, eins og hún hafi fengið hugljómun. „Allt í lagi mamma, ég skal virða það.“ Nafnlaust umslag Hlynur raðar dótinu upp í hillu. Hann leggur nýja vasaljósið á náttborðið. Mamma keypti það áður en þau fluttu vestur, svo hann yrði örugglega ekki myrkfælinn í nýja herberginu. Það er vissara að hafa það á öruggum stað ef ég skyldi vakna upp í nótt og þurfa að fara á klósettið. Baðherbergið er nefnilega við hlið- ina á svörtu kjallarahurðinni. Allt í einu fær Hlynur undarleg þyngsli fyrir höfuðið. Hann verður ógurlega slappur og orkar ekki að labba inn í eldhús til mömmu og biðja um verkjalyf. Hann skríður upp í rúm og lok- ar augunum. Þegar hann vaknar er kolniðamyrkur í húsinu. Í gegnum svefnherbergisgluggann glittir í norðurljósin á bak við Kirkju- fell. Mamma hefur leyft honum að sofa án þess að borða kvöld- mat. Garnirnar gaula hástöfum og hann er alveg í spreng. Hann tekur vasaljósið í hönd og strunsar út í eldhús. Mamma hef- ur skilið nokkra banana eftir í ávaxtaskálinni á eldhúsborðinu. Hann gleypir í sig einn og gengur svo í áttina að baðherberg- inu. Undarlegt brambolt berst að eyrum hans. Það er eins og það komi frá kjallaranum, en hann er ekki viss. „Glóey, ert þetta þú?“ hvíslar hann. Glóey er hvergi sjáanleg. „Er einhver þarna?“ hvíslar hann. Enginn svarar. Hárin rísa á höfði hans. Hann drífur sig inn á bað að pissa og heyrir bara hljóðið í bununni. Samt finnst honum eins og ein- hver sé að fylgjast með honum. Þegar hann er búinn að pissa, tekur hann eftir því að hljóðið er horfið. „Hjúkk,“ andvarpar hann. Þetta var þá bara ímyndun. Hann strunsar inn í herbergi, skellir hurðinni á eftir sér og tekst loks að sofna þrátt fyrir höf- uðverkinn. Morguninn eftir er Hlynur dasaður eftir nóttina. Mamma og Glóey eru inni í eldhúsi að rabba saman. Glóey virðist hafa tek- ið gleði sína á ný. „Svafstu illa í nótt glókollurinn minn?“ spyr mamma og strýkur honum um vangann. „Ég held að sumir ættu að líta í spegil,“ segir Glóey sposk á svip. Hlynur tekur eftir því að gráa bómullarpeysan er á röngunni. „Æi, já,“ andvarpar Hlynur. „Ég heyrði eitthvað undarlegt brambolt í nótt,“ segir hann. „Það var örugglega bara ímyndun. Ég var svo þreyttur eftir ferðalagið.“ „Það er auðvelt að ímynda sér alls kyns hluti,“ segir mamma og blikkar öðru auganu, „sérstaklega ef maður er illa sofinn.“ Mamma segir honum að hressa sig við og fá sér frískt loft. Hún biður hann að tæma póstkassann í leiðinni. Hlynur klæðir sig í regnfötin og arkar af stað. Regnið dynur á gljásvörtu malbikinu. Það er ekki sála á kreiki. Hann gengur Hlíðarveg á enda, en líður aftur eins og hann sé að verða lasinn og ákveður þess vegna að snúa heim á leið. Samt orkar hann að tæma póstkassann fyrir mömmu, eins og hann var búinn að lofa. Í póstkassanum er nafnlaust umslag með bréfi frá lögreglunni á Vesturlandi: „Lögreglan á Vesturlandi lýsir eftir Freyju Óskarsdóttur, en ekkert hefur sést til hennar frá því 20. ágúst 2018. Freyja er um 158 sm á hæð, grannvaxin með sítt dökkt hár. Hún sást síðast við Stóru-bryggju á Grundarfirði síðdegis þennan dag og var klædd í rauðan sumarkjól og hvíta strigaskó. Ef einhver getur gefið frekari upplýsingar um ferðir Freyju er viðkomandi beð- inn um að hafa samband við lögregluna á Vesturlandi.“ Hlynur trúir varla sínum eigin augum. Í dag er 1. apríl 2020! Ætli þetta sé aprílgabb hjá íbúum Grundarfjarðar? nei, varla. Það væri of ógeðslegt. Mamma var búin að segja að Grundar- fjörður væri svo mikil perla. nema að Glóey sé svona ósvífin að búa til svona hræðilega lygasögu. Það væri henni líkt. Hlynur strunsar inn í húsið. Glóey situr enn við eldhúsborð- ið. Hún horfir undarlega á bróður sinn, eins og hún sé að leyna einhverju. „Hva, fórstu ekki út að fá þér frískt loft?“ „Bara smástund.“ „Hva, þorirðu ekki að fara einn í smá göngu?“ „jú, en… fyrst þarft þú að útskýra þetta?“ Hann sýnir Glóeyju bréfið. „Ertu eitthvað ruglaður. Heldurðu að ég sé algert krípi?“ „Ég veit það ekki,“ segir Hlynur og fær sting í hjartað. „Þetta er mjög skrýtið.“ „Ég var búin að segja ykkur að Grundarfjörður er helvítis draugabæli,“ segir Glóey. „Þú ert bara að reyna að hræða mig,“ segir Hlynur og struns- ar inn í herbergið með umslagið. Mamma hrópar niður af annarri hæðinni. „Er ekki allt í lagi, elskurnar?“ „jú, jú,“ segir Glóey, „Hlynur er bara að ímynda sér einhverja vitleysu.“ Hlynur er úrvinda og leggst upp í rúm. Hann er sannfærður um að þetta sé uppátæki hjá Glóeyju. Hann mun geta sannað það fyrir mömmu einhvern daginn. Mamma bankar á hurðina hjá honum. „Má ég koma?“ „já, mamma.“ „Hlynur minn, þú verður að létta á hjartanu ef eitthvað er að plaga þig.“ „Það er ekkert að, ég er bara dasaður eftir ferðalagið.“ Mamma ætlar að fara í bakaríið með Glóeyju og kaupa kara- mellusnúða og kókómjólk til að hafa með kaffinu. „Reyniði að vera vinir,“ segir hún og kyssir Hlyn á ennið. Hún skilur herbergisdyrnar eftir opnar. Hann lygnir aftur aug- unum og nýtur þess að liggja aleinn í herberginu sínu í kyrrð- inni. Hann er feginn að vera laus við Glóeyju í svolitla stund. Allt í einu berst undarlegt hljóð að eyrum hans. Hann opnar augun. Dyrnar að kjallaranum eru galopnar! Hvernig gat þetta gerst? Óttinn hríslast um æðakerfið hans. Hann grípur vasa- ljósið og gengur hægt en örugglega í áttina að kjallaranum. Það er eitthvað þarna niðri sem togar hann til sín. Hann á erfitt með að streitast á móti og gengur í leiðslu niður kjallaratröppurnar. Það marrar í tröppunum, köngulóavefir út um allt. Hann heyrir í hjartslættinum sínum. Allt í einu gefur ein trappan sig. Hann hrasar niður á ískalt kjallaragólfið. Þegar hann lítur upp sér hann litla líkkistu á bak við kjallaratröppurnar. Hann gengur nær. Ofan í kistunni er beinagrind af barni. Á gólfinu er rauður sumarkjóll! Hlynur öskrar af öllum sálar kröftum. „Hjálp, hjálp, mamma, Glóey, komiði, þetta er hræðilegt!“ Kjallarahurðin lokast. Hlynur stendur stjarfur í myrkrinu. Í horninu er draugur. Dagmar Kristinsdótti Dagmar Kristinsdóttir

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.