Skessuhorn


Skessuhorn - 13.01.2021, Blaðsíða 30

Skessuhorn - 13.01.2021, Blaðsíða 30
MIÐVIKUDAGUR 13. jAnúAR 202130 Bjarki Pétursson kylfingur úr Borgarnesi var kjörinn Íþrótta- maður Borgarfjarðar 2020. Kjör- inu var lýst með óvenjulegum hætti að þessu sinni, en því var streymt á face book síðu UMSB síðastliðinn föstudag þar sem meðal annars er rætt við þrjá efstu í kjörinu. Bjarki Pétursson kylfingur varð Íslands- meistari í golfi 2020 og auk þess Íslandsmeistari í liðakeppni með Golfklúbbi Kópavogs og Garða- bæjar. Þetta er í 6. skipti sem Bjarki hlýtur titilinn Íþróttamaður Borg- arfjarðar og annað árið í röð að þessu sinni. Í öðru sæti í kjörinu varð Kristín Þórhallsdóttir kraftlyftingakona á Laugalandi og margfaldur Íslands- metahafi í klassískum kraftlyfting- um. Kristín er stigahæsta kona í klassískum kraftlyftingum frá upp- hafi. Í þriðja sæti varð Sigrún Sjöfn Ámundadóttir leikmaður og fyrir- liði bikarmeistaraliðs Skallagríms í körfubolta sem nú er handhafi tit- ilsins meistarar meistaranna. Í fjórða sæti varð Alexandrea Rán Guðnýjardóttir kraftlyftingakona og í fimmta sæti Bjarni Guðmann jónsson, körfuknattleiksmaður. Alls voru það ellefu sem hlutu tilnefningu að þessu sinni. Í sætum 6 til 11 voru eftirtaldir (í stafrófs- röð): Brynjar Snær Pálsson, knattspyrnumaður Guðbjörg Bjartey Guðmundsdóttir, sundkona Guðrún Karitas Hallgrímsdóttir, frjálsar íþróttir Helgi Guðjónsson, knattspyrnumaður Kolbrún Katla Halldórsdóttir, hestaíþróttakona Marinó Þór Pálmason, körfuknattleiksmaður Sigursteinn Ásgeirsson, frjálsar íþróttir. Valborg Elva hlaut Auðunsbikarinn Auðunsbikarinn er gefinn til minn- ingar um Auðunn Hlíðkvist Krist- marsson sem lést af slysförum í Borgarnesi árið 1995 einungis 14 ára gamall. Það eru foreldrar Auð- uns heitins sem gefa verðlaunin. Valborg Elva Bragadóttir, 14 ára, knattspyrnukona með ÍA og körfu- boltakona sem spilar með Skalla- grími, hlaut Auðunsbikarinn að þessu sinni. Hún hefur náð góðum árangri í báðum þessum íþrótta- greinum á nýliðnu ári. Bragi Þór Svavarsson formaður UMSB sagði í ávarpi sínu að nýlið- ið ár hafi verið skrítið í íþróttum; bæði æfingum og keppni. Engu að síður hafi borgfirskt íþróttafólk náð stórglæsilegur árangur á liðnu ári. Það var Gísli Einarsson dagskrár- gerðarmaður sem tók saman mynd- band sem lýsir úrslitum í kjörinu. Það má m.a. finna á vef UMSB og Facebooksíðu sambandsins. Ætlar að komast hærra upp á listann Í viðtali við Bjarka, þegar úrslitin voru kynnt, kom fram að erfitt væri fyrir hann að segja til um hvort árið 2020 hafi verið hans besta til þessa, en hann var engu að síður ánægður með það. „Ég sem golfari náði ekki að ferðast mjög mikið eins og ég er vanur að gera. Ég sá fram á aukn- ingu í því vegna þess að ég gerðist atvinnumaður í fyrra. En vissulega voru þau mót sem ég tók þátt í í ár gífurlega árangursrík,“ segir Bjarki þegar Gísli Einarsson ræddi við hann. „Það var í raun algjör synd að fá ekki að spila meira,“ bætti hann við. Bjarki hafði stefnt að því að keppa á Spáni eftir þrjár vikur en þar sem ástandið þar fer nú versn- andi verður ekki af því. Hann von- ast þó til að geta spilað eitthvað í febrúar. Spurður um markmið fyr- ir árið 2021 segist Bjarki hafa sömu markmið og hann hafði fyrir síð- asta ár, að koma sér hærra upp á listann í Evrópu og inn í Evrópu- mótaröðina. Þá segist hann einnig ætla að verja Íslandsmeistaratitil- inn í ár. Spurður hvort hann viti al- veg hvert hann stefni var svarið af- dráttarlaust: „já, hundrað prósent, hundrað prósent.“ mm Á mánudagskvöldið fór fram verð- launaafhending Ungmennafélags Reykdæla til efnilegs íþróttafólks. Veitt voru verðlaun fyrir framfar- ir í körfubolta og sundi auk þess sem íþróttamaður Reykdæla 2020 hlaut verðlaun. Í ljósi aðstæðna var verðlaunaafhendingin með óhefð- bundnu sniði, bankað var heima hjá ungu köppunum og þeim komið á óvart með verðlaunin. Íþróttamað- ur Reykdæla árið 2020 er Heiður Karlsdóttir körfuknattleikskona. Í umsögn um Heiði er farið yfir feril hennar og árangur í íþróttum. Þar kemur fram að Heiður hafi byrjað að æfa handknattleik hjá Fylki 6-7 ára gömul auk þess sem hún stund- aði hestaíþróttir. Þegar hún flutti í Borgarfjörðinn byrjaði hún að æfa sund og körfuknattleik. Hún hef- ur nú alfarið snúið sér að körfunni. Hún spilaði með 9. flokki Skalla- gríms keppnistímabilið 2019-2020 auk þess sem hún æfði með meist- araflokki kvenna hjá Skallagrími, þar sem hún fékk aðeins að kynnast því hvernig er að spila í efstu deild. „Heiður varð jafnframt bikarmeist- ari með meistaraflokki Skallagríms árið 2020,“ segir í færslu á Facebo- ok síðu UMFR. Þá hefur Heiður verið valin í 26 manna úrtakshóp fyrir U-16 landslið í körfuknattleik. „Heiður er frábær íþróttamaður sem hefur mikinn metnað í að bæta eigin árangur og tekur allri tilsögn mjög vel. Hún er mikil keppnis- manneskja og er mjög hvetjandi bæði á æfingum og í keppni. Hún kemur mjög vel fram og er frábær fyrirmynd fyrir yngri iðkendur,“ segir í umsögn UMFR um Heiði. Í 2. sæti í valinu á Íþrótta- manni Reykdæla var Lisbeth Inga Kristófersdóttir körfuknattleik- skona. „Lisbeth er frábær íþrótta- maður sem leggur sig alla fram til þess að bæta árangur sinn og hún er gríðarlega dugleg að taka auka æfingar. Hún kemur einstaklega vel fram innan vallar sem utan, er ávallt kurte is og hvetjandi fyrir liðs- félaga sína. Þrátt fyrir að Lisbeth hafi glímt við þrálát meiðsli á árinu heldur hún ótrauð áfram og mæt- ir á allar æfingar með jákvæðnina að leiðarljósi. Hún er frábær fyrir- mynd fyrir yngri iðkendur,“ segir í umsögn UMFR. Í þriðja sæti í valinu á Íþrótta- manni Reykdæla var Skírnir Ingi Hermannsson körfuknattleiks- maður. „Skírnir er hörkuduglegur körfuboltamaður og það sést að það er ástríða fyrir körfubolta hjá hon- um. Hann mætir á æfingar hvort sem það er morgunæfingar kl. 7 fyrir skóla eða í lok dags. Hann er alltaf kurteis á æfingum, fylgir fyr- irmælum og leggur sig fram. Hann er góð fyrirmynd fyrir yngri iðk- endur, kurteis innan sem utan vall- ar. Ef hann heldur áfram að leggja sig fram og setja sér markmið eru honum allar leiðir opnar,“ segir í umsögn UMFR. arg Bjarki Pétursson er Íþróttamaður Borgarfjarðar 2020 Sigrún Sjöfn Ámundadóttir fyrirliði Skallagríms varð í þriðja sæti í kjörinu, hér ásamt Sigurði. Ljósm. Skjáskot. Bjarki Pétursson kylfingur er Íþróttamaður Borgarfjarðar 2020. Ljósm. Páll Ketilsson. Bjarki tekur hér við verðlaunum sínum framan við gamla golfskálann á Hamri. Ljósm. UMSB. Kristín Þórhallsdóttir tók við verðlaunum fyrir annað sætið heima í hlöðu, þar sem hún hefur komið sér upp æfingaaðstöðu. Sigurður Guðmundsson framkvæmda- stjóri UMSB með henni á mynd. Ljósm. Skjáskot. Heiður Karlsdóttir er íþróttamaður Reykdæla 2020. Ljósm. UMFR Heiður er íþróttamaður Reykdæla

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.