Skessuhorn


Skessuhorn - 13.01.2021, Blaðsíða 27

Skessuhorn - 13.01.2021, Blaðsíða 27
MIÐVIKUDAGUR 13. jAnúAR 2021 27 heyrði Aron að Mía var farin að rannsaka gamla húsið. Þá fyrst varð Aron hræddur. Síðan gerðist það sama við Míu. Þau urðu bæði rosa hrædd. Þau horfðu inn í myrkrið. Og sáu eitthvað rautt svífa um. „Hvað ætli þetta sé Aron,“ sagði Mía skíthrædd. Það kom nær og nær. Þau urðu bæði skíthrædd. Allt í einu ákvað Aron að vera hugrakkur og labbaði á móti. Allt í einu heyrði Mía öskur og bæði Aron og draugurinn hurfu. Mía varð alltof hrædd og hljóp heim. Um leið og Mía kom heim læsti hún sig inn í herbergi. Um leið og það kom dagur þá kom mamma inn í herbergið og spurði hvar Aron væri. „Ó, nei ég gleymdi honum,“ sagði Mía. Mamma vissi ekkert hvað hún væri að tala um og mamma varð áhyggju- full. Þau fóru öll út að leita. Þau leituðu og leituðu en fundu Aron hvergi. Mamma og pabbi vildu ekki vera reið af því það var aðfangadagur. Þau hafa ekki fundið hann ennþá. Mía vill ekki tala mikið um þetta. En það er búið að bæta við söguna mikið. Það er meira segja búið að ljúga að Mía hafi ýtt Aroni niður í Hvítá bara svo hún fengi allar jólagjafirnar hans. Hún laug meira að segja að mömmu og pabba um hvað gerðist. Mía varð nefnilega mjög hrædd. Hún biður um að fá bróður sinn aftur. Hún hugsar líka alltaf um hvað gerðist eignlega? Þau fluttu samt lengra í burtu. En þeim líður alltaf eins og einhver ætli að koma og leggja bölvun yfir fjölskylduna. Þau fluttu yfir á Hraunsmúla. Þar er stórt fjall og afi þeirra bjó einu sinni í kofa þarna uppi í fjallinu. En ég vorkenni þeim að búa þarna núna, það eru líka tveir krakkar í þeirri fjölskyldu. Ég heyrði nýlega að það gerðist eitthvað en mig langar eiginlega ekki að vita hvað gerðist. Þau deildu þessu inn á fréttastofuna. Okey ég horfði á fréttirnar og það sem er búið að vera að gerast hjá þeim er að það er alltaf eins og einhver sé að banka á hurðina og segja: „Mía afhverju hjálp- aðirðu mér ekki?“ eða stundum segir einhver: „Mía þetta var allt þér að kenna.“ Þess vegna talaði mamma við Míu og spurði hvað gerðist. Hún sagði henni alla söguna og mamma varð áhyggjufull og talaði við fólkið sem býr þarna núna og sagði þeim að uppi í fjalli var einu sinni gamalt hús sem brann fyrir fimmtán árum. Þau ákváðu saman að láta fjar- lægja húsið. Það hjálpaði en það er ennþá þessi eini draugur sem heldur áfram að segja „Mía hjálpaðu mér!“ Höfundur: Þóra Kolbrún Ólafsdóttir, 11 ára. Lækningin Hann hafði legið lengi í norðaustan átt. Síðumúlastreng, kölluðu trillukarlar á Akranesi þessa vindátt og tóku skeyt- in frá Síðumúla í Hvítársíðu til að vita hvernig horfur væru. Borgfirðingar sjálfir töluðu bara um norðaustan þræsing sem á flestum stöðum héraðsins var leiðinlegur. Hann lág niður dalina, kaldur og erfiður, ekki síst að hausti eða vori, þegar kuldi fylgdi með. Bóndinn á Haugum í Stafholtstungum var ögn heppnari en margur annar. Hafði skjól vegna borganna í þessari vind- átt. Horfði á ána ýfast og byltast, en að mestu logn í kringum bæinn. Það var vor og það var kalt. Von var á sumarstrákn- um dag hvern, frænda úr Reykjavík sem enginn vissi hvernig myndir reynast. Systir bónda hafði beðið fyrir strák. Hann var skyldmenni og við þeim var reynt að taka. Svo kom hann, strákurinn. Fremur pasturslítill, tíu ára með rautt hár og freknur en vildi vel. Langaði að læra allt og gera gagn. Það var byrjun. Hann vann af trúmennsku þau verk sem honum voru falin. Ekki hræddur við að spyrja ef kunnátta var ekki til staðar. Bóndi kunni að meta það. Varð handgenginn konu hans og stúlkunum í eldhúsinu. Gerði þeim ómælt gagn með því að taka af þeim ýmsa snúninga. Strákurinn úr Reykjavík stóð sig vel. Er leið að slætti þurfti bóndinn að fá til liðs við sig sláttu- menn. Túnin voru stór og heimilisfólk ekki nóg til að anna því sem þurfti. Einn stað á landareigninni mátti ekki slá, það var Borgabrekkan. Bóndinn hafði lagt á það ríka áherslu. Er komið var fram í júní brast hann á með einmuna þurrki. Sláttumenn bónda gengu röskir til verks. Slegið var nótt sem nýtan dag. Mikil taða beið þess að verða kláruð og komið í hús þegar dag einn kemur léttadrengurinn hlaupandi og seg- ir vinnumennina vera að byrja að slá Borgabrekkuna, fyrir- boðna landið. Bóndi brást skjótt við. Gekk fram traðir og sagði með alvöruþunga að þessi brekka yrði aldrei slegin. Það yrði aldrei svo heylaust á Haugum að hana þyrfti að slá. Með hundshaus og nokkrum orðum hörfuðu sláttumenn til baka. En bónda varð ekki þokað, þennan blett höfðu aðrir til afnota. nokkrum dögum síðar sat reykvíski drengurinn í téðri brekku í blíðu, sól og hægum vindi. Sér hann þá allt í einu dreng skoppa milli þúfna, sem honum finnst að sé á svip- uðu reki og hann sjálfur. Þó er nokkuð sem er öðruvísi, en það eru fötin. Hann er í vaðmálsfötum, af eldri gerð. Með skinnskó á fótum sem voru hverfandi, með nokkuð sér- kennilega húfu á höfði. Hann ætlar að standa upp og tala við drenginn sem þá skyndilega hverfur inn í klettaborgina svo ekkert sást til hans meir. En rétt síðar heyrir hann undur- fagran söng koma úr borginni. Það er ung kona sem greini- lega er að syngja, að hann telur einskonar vögguvísu, svo á hann sígur mók og vaknar ekki alveg fyrr en að nokkrum tíma liðnum. Drengurinn úr Reykjavík var mörg ár í sveitinni. Hann sá fleiri íbúa úr borginni heldur en bara drenginn sem varð á vegi hans fyrsta sumarið. Bæði sá hann konu nokkra sem af og til kom heim að bænum til að hirða kol sem glóð var í og einnig mann sem sló Borgabrekkuna með orfi og ljá eins og gerðist þá. Sveitin var honum kær og það var ekki fyrr en hann var nær tvítugu sem hann kom þangað í síðasta sinn sem vinnumaður. Eftir próf í miðskóla fór hann og lærði húsasmíði. Stund- aði það nám á vetrum en var í sveitinni á sumrin. Er hann lauk prófi í húsasmíðinni, ákvað hann að stofna eigið fyrir- tæki og reyna fyrir sér á markaðinum og gekk vel. Hann var vandvirkur verktaki og fékk fjölda verkefna sem báru honum og hans vinnuflokki gott vitni. Áratugum síðar, verður hann skyndilega veikur í vinnunni, svo mjög að hann er fluttur með sjúkrabíl upp á Landspítala og vart hugað líf. Það hafði sprungið í honum botnlanginn svo skera þurfti í hvelli, upp á von og óvon. Sem hann ligg- ur á sjúkrabörum á bráðamóttökunni og bíður þess að verða tekinn inn í aðgerð, heyrir hann allt í einu lagið sem sungið hafði verið í borginni, mörgum áratugum fyrr. Hann lítur í kringum sig og sér að við hægri hlið sína hvar krýpur ung kona. Hún er að raða lækningatækjum á lítið borð og raular lagið fagra fyrir munni sér um leið. Hann róast við að heyra sönginn og man síðan ekkert meir fyrr en læknirinn kemur til hans, eftir að aðgerð er lokið. Honum er greint frá því að tæpt hafi staðið með að hann lifði af. Læknirinn greinir honum frá því að í raun hafi læknateymið verið búið að sætta sig við að hann myndi ekki lifa, þegar eitthvað gerðist sem þeir hafi hreinlega enga skýr- ingu á og muni ekkert geta skýrt frekar. Sjúklingurinn var hins vegar aldrei í vafa, það var stúlkan úr borginni sem kom og bjargaði lífi hans. Birna G. Konráðsdóttir Nótt í næðingi – smásaga „Hefur þú hlustað á lagið Hótel California?“ spurði Páll hús- vörður. „Auðvitað,“ svaraði ég. „Það var samið hérna,“ sagði Páll. „jói Valsari kom hérna í den og gisti og þá varð textinn til. Þetta var um miðjan vetur í vonskuveðri, og hann búinn að rústa hótelinu í Hólminum. Hann samdi þetta þó að hinir gaurarnir í Eagles eignuðu sér lagið.“ „Hver er jói valsari?“ spurði ég. „joseph Fidler Walsh heitir hann, fæddur 1947, léttgeggjaður gítarleikari í hljóm- sveitinni Eagles. Hann var með einhverjar særingar hér og hafði áhuga á Fróðárundrunum sem urðu hér í nágrenninnu árið 1000, þegar ambátt að nafni Þórgunna gekk aftur ásamt mörgum þrælum og rústaði bænum að Fróðá. Það var hann sem spilaði sólóið fræga í laginu, ásamt reyndar Don Fel- der með tveggja hálsa gítarinn sinn, sem var bara venjulegur snillingur, en jói var óvenjulegur snillingur. Við Ólsararnir kölluðum hann alltaf jóa Valsara. „Welcome to the hotel Ca- lifornia“ Mr. eðlisfræðingur.“ Páll hló draugalegum hlátri. „Sagt er að lagið hafi verið samið eftir að það sló í gegn vestra, þónokkru síðar.“ Páll saug upp í nefið og staupaði sig á hóstamixtúru sinni. Það var orðið hálf kalt í herberginu og vindurinn gnauðaði úti. „Hvernig er það hægt,“ spurði ég. „Heyrðu Mr. eðlisfræð- ingur, tíminn er afstæður. Hefur þú ekki lært um kenningar Einsteins um afstæðið? „There were voices down the corri- dor” góurinn.“ „Ójú,“ svaraði ég, en lét málið niður falla, nennti ekki að rökræða svona bull við Pál húsvörð. Það var laugardagskvöld í byrjun október og við Páll hús- vörður í nýstofnuðum Menntaskóla Snæfellsness vorum einir í skólahúsinu. nemendur höfðu allir farið heim í helg- arfrí og annað starfsfólk var heima hjá sér. Ég var nýráð- inn þarna, einhleypur nörd, og bjó í kjallara skólahússins í íbúðarkytru, en vegna aftaka slæmrar veðurspár hafði hús- vörðurinn ákveðið að vera um kyrrt í skólanum yfir helgina á meðan veðrið gengi yfir. Ég hafði boðið honum gistingu á bedda í íbúð minni, þó mér þætti maðurinn skrítinn, en hann var með hljómsveitina Eagles á heilanum og hlustaði sífellt á lög með þeim í einhverjum heyrnartólum sem hann gekk alltaf með. Páll var miðaldra tölvunörd, með víra upp úr öll- um vösum, sem hafði lokið iðnskólanámi einhverntíma á síð- ustu öld að eigin sögn. Hann notaði mikið frasa sem ég fatt- aði fljótt að voru í raun nöfn á lögum með Eagles, „Take it easy“ var algengt og „Take it to the limit“ og líka „One more time“ sem hann notaði á kennslukonurnar við hin ýmsu akst- ursskilyrði. Sagt var að hann hafi verið rótari hjá hljómsveit- inni Kan sem Herbert Guðmundsson söng með á árum áður, á einhverju tímabili, en e.t.v. var það bara lygasaga. Páll hafði komið inn í íbúðina þegar dimma tók með svefnpoka undir annarri hendinni og vasaljós í hinni, og í sama mund fór raf- magnið. „Það kemur ekki aftur í bráð,“ sagði Páll. Við hátt- uðum okkur þegjandi og breiddum upp fyrir haus. „Her mind is Tiffany-twisted“ sönglaði Páll. „Textinn er um ambáttina Þórgunnu, það er enginn vafi á því,“ þrumaði hann til að yfirgnæfa hávaðann frá rokinu úti. „Hún var séni, en varð alveg snarrugluð eftir að hún settist að hér á nesinu násamt húsbændum sínum.“ Örlítil þögn. „She got a lot of pretty, pretty boys, that she calls friends,“ tónaði Páll. „Gengu allir aftur,“ sagði hann, „þrælarnir, hver einn og einasti.“ Það var farið að ýlfra í opnanlega gluggan- um á herberginu, sem þó var harðlokaður. En hvað var nú þetta? Í fjarska heyrðust taktföst högg, eins og húsið væri barið utan með felgulykli. Dauf fyrst, en smám saman hækkuðu þau. „Heaven or Hell?“ spurði Páll, og honum var greinilega órótt. Hann stóð á fætur en datt þá um inniskóna sína og blótaði hraustlega. „Andsk.. síminn er dauður,“ tilkynnti Páll. „Take it to the limit“ mr. eðlisfræðingur. nú liggja Danir í því.“ „Við skulum reyna að sofna í myrkrinu,“ sagði ég. Röddin var óstyrk. „Heyrðu mig,“ sagði Páll. „Þú ert með fartölvu með hlað- inni rafhlöðu, er ekki svo? Getur þú sest upp og skrifað lýs- ingu á aðstæðum okkar, og vistað, svona til öryggis. netið er úti og síminn líka, en ef allt fer á versta veg og ef Þórgunna rústar skólanum, þá er þó von um að einhver lesi skrána.“ „Ókei,“ sagði ég, settist upp og fálmaði eftir fartölvunni, ræsti hana og byrjaði að skrifa þessa frásögn. Höggin fóru sifellt hækkandi og höfðu færst nær. Og nær. Og ennþá nær. Veðrið úti var orðið snælduvitlaust, fárviðri með mikilli slyddu. Veðurstofan hafði spáð ofsaveðri og gefið út rauða viðvörun fyrir allt Vesturland. Og svo voru höggin. Mér fannst þau óeðlilega taktföst. „One more time,“ tautaði Páll. „Lying eyes“ félagi, „lying eyes“. Hvorugur okkar þorði að hreyfa legg né lið, og hvorugur spurði hinn út í hvaða högg þetta væru. Við biðum. Höggin voru nú komin býsna nálægt, virtust koma úr næsta herbergi, sem var einhver geymsla. „Hjálpi okkur allir heilagir,“ tautaði ég. „Take it easy,“ umlaði Páll. Kuldahroll- ur lagðist yfir herbergið og íbúa þess. Ég heyrði að tennurn- ar í Páli glömruðu nokkrum sinnum, en svo þagnaði hann. Ég kallaði til hans en fékk ekkert svar nema gnauðið í veðr- inu. Skyndilega skynjaði ég að höggin voru komin inn í íbúð- ina. Þau fóru enn hækkandi og eftir stutta stund voru þau við hliðina á rúminu mínu. 7yhb. Eftirmáli Frásögn þessi fannst á skjánum á fartölvu eðlisfræðikenn- ara skólans, eftir að rústabjörgunarsveit Ríkislögreglustjóra hafði leitað af sér allan grun um að nokkur væri á lífi í rúst- um skólans. Þessi skóli var reyndar alla tíð tímaskekkja, hann var stofnaður af vanefnum og vistaður í gömlum húsum sem ekki uppfylltu kröfur um öryggi. Hann starfaði aðeins í rúm- an mánuð um miðja síðustu öld og útskrifaði aldrei neina stúdenta. Heimamenn á nesinu hafa heldur aldrei viljað rifja tilveru hans upp né örlög mannanna tveggja sem þar báru beinin. Og jói Valsari frétti sennilega aldrei af þessu máli. Lokaorð frásagnarinnar á skjáborðinu voru mönnum lengi ráðgáta. Getgátur voru uppi um að þetta væri lykilorð, eða dulmál. „7yhb“. Engin viðunandi lausn fannst. En árið 2008 bentu glæpasérfræðingar lögreglunnar, þeir Geir og Grani, á að sé fingri strokið niður lyklaborðið frá tölunni 7 til bók- stafsins b, þá komi þessi stafaruna fram. T.d. ef einhver tæki í fartölvuna og drægi hana án fyrirvara úr höndum skrifara. T.d. einhver fróðleiksfús fornmaður. „new kid in town“ myndi Páll húsvörður væntanlega segja, þ.e. væri hann til frásagnar. Endir Baldur Garðarsson Birna G. Konráðsdóttir. Baldur Garðarsson.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.