Skessuhorn


Skessuhorn - 13.01.2021, Blaðsíða 13

Skessuhorn - 13.01.2021, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 13. jAnúAR 2021 13 Þessir hressu og útiteknu krakk- ar eru nemendur í 2. bekk Grunn- skóla Snæfellsbæjar. Þau ásamt myndmennta- og textílkennara sín- um nýttu góða veðrið á mánudag- inn og fóru í útikennslustofuna. Á meðan að grillað var fengu krakk- arnir það verkefni að finna áhöld úr umhverfinu sem þau gætu teikn- að með, síðan skiptu þau sér í þrjá hópa og teiknaði hver hópur dýr sem hann hafði valið sér. Þau grill- uðu svo pylsur vafðar með deigi með aðstoð kennara sína. Það voru glaðir krakkar sem gæddu sér á bestu pylsum í heimi, eins og þau orðuðu það, áður en haldið var til baka í skólann. þa Að undanförnu hefur fuglaflensa farið eins og eldur um sinu í Evr- ópu. „Matvælastofnun fylgist stöð- ugt með þróun faraldursins og met- ur áhættu fyrir Ísland. Stofnunin hvetur fuglaeigendur að huga ávallt vel að smitvörnum og búa sig und- ir þann möguleika að fyrirskipaðar verði sérstakar smitvarnaráðstafan- ir,“ segir í tilkynningu frá stofnun- inni. Flest fuglaflensutilfelli sem greinst hafa í Evrópu síðustu mán- uði eru vegna skæðrar fuglaflensu- veiru af gerðinni H5n8. Afbrigðið hefur greinst bæði í villtum fugl- um og fuglum í haldi. Villtir fuglar virðast hafa mesta þýðingu fyrir út- breiðslu veirunnar. „Matvælastofnun álítur ekki þörf fyrir aukinn viðbúnað hér á landi enn sem komið er en um leið og farfuglarnir fara að skila sér aftur til landsins er hugsanlegt að það breytist. Stofnunin vill því minna fuglaeigendur á að gera ráðstafanir til að verja fugla sína fyrir smiti frá villtum fuglum með því að viðhafa ávallt góðar almennar smitvarnir, forðast að hafa nokkuð í umhverfi fuglahúsa sem laðar að villta fugla, gæta þess að fóður og drykkjarvatn sé ekki aðgengilegt villtum fuglum og halda fuglahúsum vel við. Fugla- eigendur eru líka beðnir um að vera vakandi og hafa samband við Mat- vælastofnun ef þeir verða varir við sjúkdómseinkenni eða aukin dauðs- föll. Almenningur er beðinn um að tilkynna Matvælastofnun ef villt- ir fuglar finnast dauðir og orsök dauða þeirra er ekki augljós. Það má gera með því að senda ábend- ingu eða tölvupóst á mast@mast.is eða hringja í 530-4800 á opnunar- tíma.“ Þá segir að mikilvægt sé að hafa í huga að fólk getur líka smitast af fuglaflensu. „Við handfjötlun dauðra fugla er því nauðsynlegt að gæta smitvarna, að minnsta kosti nota grímur og hanska. Þegar um er að ræða smit í hópi fugla þurfa þeir sem vinna að aðgerðum að klæðast fullkomnum hlífðarbúnaði. Það skal þó tekið fram að það af- brigði sem nú geisar í Evrópu hef- ur hingað til ekki valdið sýkingum í fólki. Engar vísbendingar eru um að fólk geti smitast af neyslu eggja og kjöts,“ segir í tilkynningu frá MAST. mm ÚTBOÐÚTBOÐ Borgartúni 7c, 105 Reykjavík Sími 530 1400 www.rikiskaup.is 81x120 mm TIL SÖLU Borgartúni 7c, 105 Reykjavík Sími 530 1400 www.rikiskaup.is Ríkiskaup auglýsir eftirfarandi eign til sölu: SK ES SU H O R N 2 02 1Bjarnarbraut 8, Borgarnesi – Skrifstofuhúsnæði Um er að ræða 629,4 m2 skrifstofuhúsnæði á 1. hæð við Bjarnarbraut 8, Borgarnesi. Eignin skiptist í tvö skrifstofurými, annars vegar 361,8 m2 og hins vegar 267,6 m2. Samtals 629,4 m2. Gengið er inn um bjarta tengibyggingu sem er í sameign. Gott aðgengi er að húsinu og rúmgott sameiginlegt bílaplan. Nánari upplýsingar á heimasíðu Ríkiskaupa: www.rikiskaup.is Verð: 88,5 mkr. ÚTBOÐÚTBOÐ Borgartúni 7c, 105 Reykjavík Sími 530 1400 www.rikiskaup.is 81x120 mm TIL SÖLU Borgartúni 7c, 105 Reykjavík Sími 530 1400 www.rikiskaup.is Ríkiskaup auglýsir eftirfarandi eign til sölu: SK ES SU H O R N 2 02 1Borgarvík 18, Borgarnes – Opið hús þriðjudaginn 19. janúar n.k. kl. 15:00 – 16:00 Borgarvík 18, 310 Borgarnes ásamt öllu því sem eigninni fylgir. Birt stærð er 172,8 m2. Einbýlishús á einni hæð 134,7 m2 ásamt 38,1 m2 sérstæðum bílskúr. Vegna sóttvarna er nauðsynlegt að skrá sig á opið hús á netfangið fasteignir@rikiskaup.is Nánari upplýsingar á heimasíðu Ríkiskaupa: www.rikiskaup.is Verð: 42,9 mkr. Grillað í útikennslutíma Mikil útbreiðsla fuglaflensu í Evrópu

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.