Skessuhorn


Skessuhorn - 13.01.2021, Blaðsíða 31

Skessuhorn - 13.01.2021, Blaðsíða 31
MIÐVIKUDAGUR 13. jAnúAR 2021 31 Slakað verður á samkomutak- mörkunum frá og með deginum í dag. Íþróttaæfingar og íþrótta- keppnir verða þá heimilar á ný að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Keppni í Domino‘s deild kvenna í körfubolta mun þá strax hefj- ast með heilli umferð, en liðin hafa leikið einn til þrjá leiki síðan keppni var hætt síðasta haust. Snæ- fell mun taka á móti KR í Stykkis- hólmi í kvöld kl. 19:15 og Skalla- grímur og Valur mætast á Hlíðar- enda kl. 20:15. Þá munu leikir í 1. deild karla hefjast í vikunni. Föstu- daginn 15. janúar fær Skallagrím- ur Hamar í heimsókn í Borgarnes kl. 19:15. arg Keppni í körfunni hefst að nýju í kvöld Kjöri Íþróttmanns Akraness var lýst að kvöldi þrettándans við athöfn í Frístundamiðstöðinni á Garðavöll- um. Lýsingin fór fram með óhefð- bundnu sniði að þessu sinni sök- um samkomutakmarkanna. All- ir þeir íþróttamenn sem tilnefndir höfðu verið af íþróttafélögum sín- um höfðu áður fengið heimsókn frá ÍA og afhentan verðlaunagrip. Var spiluð upptaka af þeirri heimsókn í sjónvarpi ÍATV sem sýndi frá verð- launaafhendingunni í beinni út- sendingu frá Garðavöllum. Gátu þannig allir áhugasamir fylgst með athöfninni heima hjá sér. Á staðn- um voru því einungis forráðamenn ÍA, Akraneskaupstaðar og þeir þrír íþróttamenn sem stóðu efstir í kjör- inu. Í þriðja sæti í kjörinu um Íþrótta- mann Akraness varð Guðrún juli- ane Unnarsdóttir, 16 ára fim- leikastúlka í FIMA og landsliðs- kona. Í öðru sæti varð jakob Svav- ar Sigurðsson hestaíþróttamað- ur í Dreyra, knapi ársins á Íslandi og íþróttamaður Akraness 2019. Íþróttamaður Akraness 2020, með yfirburðum í kosningunni, var Kristín Þórhallsdóttir kraftlyftinga- kona og margfaldur Íslandsmeistari frá Laugalandi í Borgarfirði. Krist- ín æfir og keppir í kraftlyftingum með Kraftlyftingafélagi Akraness, eins af aðildarfélögum ÍA. Það var Marella Steinsdóttir formaður ÍA sem afhenti Kristínu verðlaun og bikarinn stóra til varðveislu, en Friðþjófsbikarinn var nú afhent- ur í þrítugasta skipti, var í upphafi gefinn til minningar um Friðþjóf Arnar Daníelsson, afabróður Mar- ellu. Þrír efstu í kjörinu fengu pen- ingaverðlaun úr Minningarsjóði Guðmundar Sveinbjörnssonar og að auki fær Íþróttamaður Akraness verðlaunagrip til eignar. Þrjú félög með Íslandsmethafa Þrátt fyrir að nýliðið ár hafi verið án margra stórra viðburða á sviði íþrótta, þá afrekuðu þrjú aðildar- félög ÍA að landa Íslandsmeistara- titlum. Fengu þau sérstaka viður- kenningu fyrir það og peninga- gjöf frá Akraneskaupstað sem Bára Daðadóttir formaður skóla- og frí- stundasviðs afhenti. Þetta voru Badmintonfélag Akraness, Keilu- félag Akraness og Kraftlyftinga- félag Akraness. Þrettán tilnefndir Marella Steinsdóttir sagði frá því að þrettán íþróttamenn hafi að þessu sinni verið tilnefndir af aðild- arfélögum ÍA í kjöri Íþróttamanns Akraness 2020. níu aðilar greiddu atkvæði um það hver hlýtur titilinn Íþróttamaður Akraness 2020; þrír frá Akraneskaupstað, fimm frá ÍA, einn frá Skessuhorni og tíunda at- kvæðið var í höndum íbúa á Akra- nesi í netkosningu eins og áður. Hrönn Ríkharðsdóttir gjaldkeri ÍA kynnti þá sem tilnefndir voru, en þeir eru í stafrófsröð: Aron Elvar Dagsson – Körfuknattleiksmaður ársins Brynhildur Traustadóttir - Sundmaður ársins Dino Hodzic- Knattspyrnumaður Kára Drífa Harðardóttir - Badmintonmaður ársins Fríða Halldórsdóttir - Knattspyrnukona ársins Guðrún julianne Unnarsdóttir – Fimleikakona ársins jakob Svavar Sigurðsson – Hestaíþróttamaður ársins Kristín Þórhallsdóttir – Kraftlyftingamaður árins Kristrún Bára Guðjónsdóttir – Karatemaður ársins Sigurður Þorsteinn Guðmundsson – Keilumaður ársins Sylvía Þórðardóttir – Klifrari ársins Tryggvi Hrafn Haraldsson – Knattspyrnumaður ársins Valdís Þóra jónsdóttir – Kylfingur ársins. Árangur á heimsmælikvarða Í umsögn dómnefndar kemur fram að Kristín Þórhallsdóttir stimplaði sig á liðnu ári vel og vandlega inn á styrkleikalista Íslands í klassískum kraftlyftingum. Hún setti 17 ný Ís- landsmet og eftir árið standa sjö af þeim ennþá. Árið var erfitt fyrir alla en Kristín náði þó að halda dampi í æfingum allt árið, uppskar eins og hún sáði og bætti sig um 72,5 kg í samanlögðu. Á árinu náði hún því magnaða afreki að verða fyrst ís- lenskra kvenna til að taka yfir 500 kg í samanlögðu og meira að segja gerði hún enn betur og tók 510 kg. Kristín er stigahæsta klassíska kraftlyftingakona Íslands frá upp- hafi. Árangur hennar er því á al- gjörum heimsmælikvarða. Stefndi í mikið keppnisár Þrátt fyrir þær takmarkanir sem hafa verið í gildi vegna Covid-19 átti Kristín gott ár. Hún byrjaði árið 2020 á Reykjavíkurleikunum þar Kristín Þórhallsdóttir er Íþróttamaður Akraness 2020 sem samanlagður árangur hennar á mótinu var 437,5 kg sem var nýtt Íslandsmet og lágmark til að kom- ast á Heimsmeistaramót. Fyrir átti hún einnig lágmark fyrir Evrópu- meistaramót. „Það stefndi í mikið keppnisár,“ sagði Kristín í viðtali hjá ÍATV. Alþjóðleg mót voru þó blásin af á árinu en hún náði þrem- ur góðum mótum og lauk keppnis- árinu á Íslandsmóti í haust þar sem hún segist hafa náð þeim markmið- um sem hún setti fyrir árið 2020. Aðspurð segir hún sitt besta afrek á árinu hafa verið hnébeygja sem hún tók á Íslandsmótinu þegar hún náði að beygja 200 kg, sem er sex kg undir Evrópumetinu í hennar þyngdarflokki. Á árinu átti hún líka þrjár þyngstu beygjur sem íslensk kona hefur tekið í klassískum kraft- lyftingum. Stefnir hátt Í viðtalinu við ÍATV sagði Krist- ín frá því hvernig æfingar voru á þessu undarlega íþróttaári. Í fyrstu bylgju faraldursins síðasta vor fékk hún undanþágur til að geta mætt á æfingar en eftir það var erf- itt að fá slíkar undanþágur. Hún setti því upp æfingaaðstöðu í hlöð- unni heima hjá sér og segir Kraft- lyftingafélag Akraness hafa stað- ið vel við bakið á sér m.a. með því að lána henni búnað. Kristín byrj- aði fyrst að æfa kraftlyftingar í árs- byrjun 2019 og segist enn líta á sig sem hálfgerðan byrjanda. Hún seg- ir það hafa verið tilviljun að hún fór að æfa kraftlyftingar, hana langaði að koma sér í betra líkamlegt form í lok árs 2018 og langaði að komast í íþrótt sem hún gæti keppt í. Hún hafði áður prófað crossfit og kann- aðist því við lyftingar og ákvað að prófa að senda tölvupóst á Kraft- lyftingafélag Akraness. „Svo kom það mér skemmtilega á óvart hvað ég hef átt mikið erindi inn í þessa íþróttagrein,“ segir Kristín í sam- tali við ÍATV. Spurð hvað taki nú við segist hún stefna hátt fyrir HM og EM sem haldin varða seinni hlusta ársins. mm/arg Marella Steinsdóttir formaður ÍA stýrði athöfninni sem sjónvarpað var beint á vef ÍATV. F.v. Guðrún Juliane, Kristín og Fjóla Lind Guðnadóttir formaður Dreyra sem tók við verðlaunum fyrir hönd Jakobs Svavars. Ljósm. mm Kristín Þórhallsdóttir, íþróttmaður Akraness 2020. Bára Daðadóttir afhenti íþróttafélögum viðurkenningu fyrir Íslandsmeistaratitla á liðnu ári. Hörður Helgason tók við þeim, fyrir hönd félaganna, vegna fjöldatak- markana sem í gildi eru.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.