Skessuhorn


Skessuhorn - 13.01.2021, Blaðsíða 25

Skessuhorn - 13.01.2021, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 13. jAnúAR 2021 25 Vísnahorn Gleðilegt ár mínir kæru lesendur og þökk sé þeim sem hafa nennt að lesa bullið frá mér á undan- förnum árum. Síðastlið- ið ár fór ekkert sérstaklega mjúkum hönd- um um okkur en hugsanlega hefur það samt kennt okkur eitthvað ef við höfum þá vit til að læra. En Haraldur Hjálmarsson frá Kambi orti allavega þessa nýársvísu: Nú árið er liðið í aldanna skaut, og annað er komið í staðinn, í gærkvöldi hengdu menn höfuðin blaut, á heimskunnar snaga uns vínið allt þraut, en eftir sat skömmin og skaðinn. Hátíðarnar hafa löngum verið notaðar til að staðsetja ýmsa merkisviðburði mannsæv- innar og Guðmundur Sigurðsson sendi vini sínum sem gifti sig á aðfangadagskvöld eftir- farandi heillaskeyti: Ó, hvílík dýrð, er dagsins sól í djúpið leitar heims um ból og blómarós á brúðarkjól oss boðar náttúrunnar jól. Það geta nú ekki allir gift sig á aðfanga- dagskvöld. Engin von til að prestarnir næðu þeim afköstum þó þeir væru í akkorði. Reynd- ar eru ekki einu sinni nærri allir sem gifta sig yfirleitt. Sumir af áhugaleysi og aðrir vegna skorts á mótaðila. Um eina unga og staðfasta konu kvað Hjörtur Kristmundsson: Þótt eflaust girnist meyjan mörg margt sem lög og guðir banna alltaf klýfur Ingibjörg ólgusjói freistinganna. Á Siglufirði og kannske víðar var gjarnan talað um „hrútakofa“ þegar minnst var á að- setur aðkomandi karlmanna sem þar dvöldu á vertíð og af þeim slóðum mun þessi ættuð: Stútungsbútinn skjálfhent sker skútyrt klútavofa sútum þrútin auðgrund er úti í hrútakofa. Stuttu fyrir jól voru umræður um sölu á ýmislegri matvöru sem hefur nú lengi verið snædd hérlendis án þess að prentsvertu væri óhóflega spanderað í stimpla og ýmiskonar leyfisskjöl. Hvort sem er óvíst að meinleg- ar bakteríur myndu lesa sér til gagns í þeim fræðum. Rifjaðist upp að sá merki veitinga- staður í Sænautaseli fékk eitt sinn heimsókn heilbrigðisfulltrúa sem gerði einhverjar at- hugasemdir svo sem heilbrigðisfulltrúum er tamt og varð tilefni þessarar vísu Hákonar Aðalsteinssonar: Eitraðar lummur og óholla mjólk þau afgreiða daga og nætur. Þessu er hellt oní heiðarlegt fólk og heilbrigðisfulltrúinn grætur. náttúruöflin hafa nokkuð minnt á sig á síð- asta ári þó ekki yrði neitt eldgos. Þau koma nógu snemma. 1860 var jónas jóhannesson í ferð vestur yfir Mýrdalssand þegar hlaupið undan Kötlugosinu kom fram. Þegar hann kom að Múlakvísl var hún gjörsamlega ófær og eina vonin að snúa til baka og ná Hjörleifs- höfða. Mátti þó ekki tæpara standa því sund var í síðasta álnum en hlaupið kippti torfunni við afturfætur hestsins um leið og hann rykkti sér á þurrt. Þrjár vikur liðu þar til fært varð úr höfðanum aftur. Um það ferðalag og reiðhest sinn kvað hann: Frá því neyðar flóði ég vatt fram að heiðursnesi þarna reið ég heldur hratt hjá mér skreið hann Blesi. Smá skandall varð útaf meintri listsýningu nú fyrir jólin og meintum fjölda gesta þar sem ekki var talinn í samræmi við meintar reglur um sóttvarnir. Þar með nærveru meints virðu- legs ráðherra og var reyndar tæplega annað umræðuefni meira notað um hátíðina. Um þessa atburði kvað Friðrik Steingrímsson: Hjónin voru á grænni grein gleði nutu að landans hætti. „Nóttin var sú ágæt ein“ alveg þar til löggan mætti. Og af sama tilefni sagði Hermann jóhann- esson: Hér varð fyrir stuttu eitt stjörnuhrap og stjórnin óttast nú fylgistap því atkvæðin skokka til annarra flokka og allt út af bévítans Bjarnaskap. Sum umræðuefni verða vissulega vinsælli en önnur en á sama hátt er stundum talað um ákveðin mál og málefni á lægri nótunum og jafnvel bara undir rós. Ekki veit ég betur en eftirfarandi erindi sé eftir fyrrverandi forseta vorn og þar áður fornleifafræðing og þjóð- minjavörð. Vona þá að minnsta kosti að ég verði leiðréttur ef það er rangt hjá mér: Allt það sem hafa menn hátt um hugsa og tala ég fátt um. En ég hugsa um hitt slíkt er háttalag mitt- sem talað er lítið og lágt um. Það er nú svo með þessar yrkingar að þær ganga löngum misjafnlega og falla jafnframt í misgrýttan jarðveg ef þær þá komast eitthvað út úr kollinum. Eftir Teit Hartmann er þessi hugleiðing: Það er svo gott að eiga blað og eitthvað til að segja. Það koma raddir innanað sem aftra mér að þegja. Guttormur j. Guttormsson hefur væntan- lega fundið fyrir innri þörf að tjá sig þegar hann kvað: Ég átti ekki stélfrakka í eigu til en aðeins þelstakk og hettu að etja við helblakkan hríðarbyl á heimsins Melrakkasléttu. Hinsvegar veit ég ekkert hver orti rím og stafsetningaræfingu: Argur borar ungur urg argur kargur meðan sarg. Færar lurgur fjargur durg fargast margur garðs við starg. Að öllu eðlilegu færi nú að nálgast tími þorrablótanna en hæpið að þau verði með þeim hætti sem vani hefur verið á undanförn- um árum. En margt hefur nú skeð á þorra- blótum. Flest skemmtilegt enda eru þau til þess haldin að skemmta fólki. Stöku sinnum hafa verið lagðar grunnundirstöður að einu og einu barni í sambandi við svona skemmt- anir og þá jafnvel við misjafnar aðstæður ef mikið lá við. jóhann Guðmundsson orti um ætlaða tilurð eins ágæts Íslendings: Losnaði einn úr læðingi laut að verki skörpu. Skellti í norðan næðingi nytjaskammti í Hörpu. Setningarræður þorrablóta eru ekki síður mikilvægur þáttur en hvað annað og nauð- synlegt að þær séu hnitmiðaðar og allar gagn- samar upplýsingar komi þar fram. Einn ágæt- ur Borgfirðingur var að setja þorrablót sinn- ar heimasveitar og gerði meðal annars grein fyrir happdrætti með þessum orðum; „og fyrsti vinningur er vodkaflaska sem verður af- hent hér við hátíðlega athöfn þegar búið er úr henni.“ jóhannes í Ásakoti setti aftur á móti þorrablót með þessum orðum: Gerist okkar geð nú létt við guðaveigaforða. Þorrablótið það er sett þið skuluð fara að borða. Flest af þeim mat sem nú er kallað samheit- inu Þorramatur var til skamms tíma venju- legur hversdagsmatur á flestum íslenskum heimilum og sumt af því er algengt enn í dag. Kannske helst að hákarl hafi ekki verið hafður í matinn svona hversdags. Trúlega styttist í að allt verði kallað þorramatur nema pizza. Veit samt ekki alveg hvað þorramatarpizza væri freistandi með súrmat og hákarli en um há- karlsveiði frá Hóli í Svarfaðardal var kveðið: Allar gjafir eru frá æðstum himnadrottni. En hákarlinn sem Hólsmenn fá hann er neðan frá botni. Með þökk fyrir lesturinn, Dagbjartur Dagbjartsson Hrísum, 320 Reykholt S 435 1189 og 849 2715 dd@simnet.is „Nóttin var sú ágæt ein“ - alveg þar til löggan mætti nú hafa nöfn tveggja heppinna þátttakenda verið dregin út fyrir réttar innsendar lausnir í krossgátu og myndagátu í jólablaði Skessu- horns. Á fjórða hundrað lesenda tók þátt og sendu inn lausnir ýmist í bréf- eða tölvupósti. Hrafnhild- ur Harðardóttir auglýsingastjóri fékk svo það hlutverk að draga nöfn heppinna þátttakenda úr bunkan- um. Lausnin á myndagátunni var þessi: „nú þurfum við öll að standa saman, en samt ekki of þétt.“ Hepp- inn þátttkandi er Gunnar Þ Gunn- arsson, Fellsenda, 301 Akranesi. Lausnarorð í krossgátunni er: „Furðuveröld.“ Heppinn þátttak- and er Unnar Magnússon, Suður- engi 10, 800 Selfossi. Skessuhorn óskar þeim til ham- ingju. mm Alexander Aron Guðjónsson hef- ur stofnað viðburð á Facebook þar sem hvatt er til þess að Skaga- menn endurveki hinn gamla rúnt um Skólabraut og nágrenni í mið- bænum í kvöld, miðvikudaginn 13. janúar klukkan 20:40. „Endurvekj- um rúntmenningu Skagamanna, fjölmennum á göturnar og rúntum fram í rauða nóttina. Alveg tilvalið í kófinu! Svo er hægt að kíkja við í lúgunni í Shell, Orkunni, Skaga- nesti, Kvikk on the go - og skoða mánaðartilboðin fyrir janúar,“ segir í tilkynningu. Staðkunnugir vita að þar er átt við eina og sömu sjopp- una sem gengið hefur undir öll- um þessum heitum á liðnum árum, en var fastur viðkomustaður rúnt- verja hér á árum áður. „Koma svo gulir og glaðir Skagamenn,“ segir í áskorun frá þeim sem vilja endur- vekja rúntinn. mm Bókin Þegar heimurinn lokaðist, er frásögn af Petsamo ferð Íslendinga 1940. Höfundur er Davíð Logi Sigurðsson. Í bók- inni er sögð sagan af fólkinu sem lagði í sögulega hættuför frá Norðurlöndum og meginlandi Evrópu til Petsamo við Norður-Íshafið og sigldi út á haf þar sem tundurdufl og kafbátar leyndust. Margir Petsamo faranna höfðu lokið námi í vísindum og listum og áttu eftir að reynast landi og þjóð ómetanlegir á ýmsum sviðum á komandi áratugum. Vinningshafar í krossgátu og myndagátu í Jólablaði Hrafnhildur Harðardóttir búin að draga úr bunkanum nöfn heppinna þátt- takenda. Ætla að endurvekja Skagarúntinn Á Skólabraut. Ljósm. Ljósmyndasafn Akraness. Skjáskot úr heimildamyndinni „Rúnturinn“ frá árinu 1999. Þarna er tekið upp á mótum Skólabrautar og Vesturgötu þar sem snúið var við á Akranesi. Það var Steingrímur Dúi Másson sem framleiddi myndina sem fjallaði um rúntmenningu í þremur bæjarfélögum.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.