Skessuhorn


Skessuhorn - 13.01.2021, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 13.01.2021, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 13. jAnúAR 20212 Heimsmeistaramótið í hand- bolta hefst í dag, miðvikudag- inn 13. janúar, og leikur Ísland sinn fyrsta leik á mótinu á morg- un þegar strákarnir mæta Portú- gal. Þá hefst Domino‘s deild kvenna í körfuknattleik einnig í dag og bæði Snæfell og Skalla- grímur leika í kvöld. Eftir heldur íþróttalaust tímabil má segja að íþróttaveislan sé að hefjast að nýju og vonum að hún sé komin til að vera. Á morgun, fimmtudag verð- ur suðlæg átt 8-15 m/s og rign- ing eða slydda með köflum. Hiti 1-5 stig. En hægari vindur og bjartviðri og hiti um frostmark á Norðausturlandi. Á föstudag er spáð austlægri eða breytilegri átt 3-10 m/s og rigningu eða slyddu á stöku stað um land- ið sunnantil, en annars þurrt að kalla. Hiti í kringum frostmark. Á sunnudag og laugardag er út- lit fyrir breytilega átt, stöku él og kólnandi veður. Á mánudag er útlit fyrir ákveðna norðanátt með éljum, en bjartviðri sunnan heiða. Frost um mestallt landið. Í síðustu viku var spurt á vef Skessuhorns hvað ætti að gera við áramótaheit. Flestir, eða 72% svöruðu að það ætti bara að sleppa þeim, 16% segja að það eigi að strengja áramótaheit og 11% voru bara alls ekki vissir. Í næstu viku er spurt: Hver er þinn uppáhaldsmán- uður? Aðstandendur ÍATV hafa í sjálf- boðavinnu unnið gott starf fyrir fyrir ÍA og eru þeir því Vestlend- ingar vikunnar að þessu sinni. Hægt er að lesa spjall við þá í blaðinu í dag. Spurning vikunnar Til minnis Vestlendingur vikunnar Veðurhorfur Janúarúthlutun Mæðrastyrks- nefndar AKRANES: janúarúthlut- un Mæðrastyrksnefndar Akra- ness fer fram þriðjudaginn 19. janúar á milli klukkan 12 og 16 í húsi Rauða krossins við Skólabraut 25a. Umsækjendur eiga að hringja í síma 859-3000 (María) eða 859-3200 (Svan- borg) fimmtudaginn 14. janú- ar og föstudaginn 15. janúar á milli kl. 11 og 13, en einnig má sækja um á netfanginu ma- edrastyrkurakranes@gmail. com. Einungis nýir umsækjend- ur þurfa að skila inn búsetuvott- orði og staðgreiðsluskrá. -mm Veiran í rénun LANDIÐ: Tveir voru greind- ir með Covid-19 innanlands á mánudag skv. tölum á covid. is, annar þeirra var í sóttkví við greiningu en hinn ekki. 149 voru í gær í einangrun hér á landi vegna Covid-19 og 320 í sóttkví. 19 voru á sjúkrahúsi vegna veirunnar og enginn á gjörgæslu. Á Vesturlandi voru í gær þrír í einangrun vegna kór- ónuveirunnar, allir á Akranesi. Einn er í sóttkví í landshlutan- um, einnig á Akranesi. -arg Hrauni lokað ÓLAFSVÍK: Rekstri veitinga- staðarins Hrauns í Ólafsvík hef- ur verið hætt. Bæjarblaðið jök- ull greindi frá. Eigendur hússins við Grundarbraut 2 ætla því nú annað hlutverk, samkvæmt frétt blaðsins. Rekstraraðilinn sagði í samtali við jökul að hann sæi fyrir sér að halda áfram fram- leiðslu á mat en hafi ekki fundið hentugt húsnæði til þess. Sam- kvæmt frétt á ruv.is á mánu- daginn hefur verið farið fram á gjaldþrotaskipti yfir eigendum eignarhaldsfélagsins Tarragon, sem rekið hefur veitingastaðinn Hraun. Eignarhaldfélag sem rak þennan sama stað, og var í eigu sömu eigenda, varð gjald- þrota sumarið 2019 og fékkst ekkert frá búinu þá upp í launa- kröfur. Formaður Verkalýðs- félags Snæfellinga kvaðst í sam- tali við RUV líta á starfsemina sem kennitöluflakk. Það var líf- eyrissjóður starfsmanna sem fór fram á gjaldþrotaskiptin. -mm Kynsegin/annað LANDIÐ: Búið er að opna fyr- ir umsóknir á skráningu kyns í Þjóðskrá sem „Kynsegin/ann- að“ fyrir þá einstaklinga sem eftir því óska. „Þjóðskrá Íslands leitaði til Samtakanna ’78 eftir samstarfi við að finna heiti fyr- ir hlutlausa skráningu kyns og var niðurstaða þeirrar vinnu Kynsegin/annað. Þetta heiti er talið ná mestri sátt innan hin- segin samfélagsins og að flest- ir einstaklingar geti samsamað sig því,“ segir í tilkynningu frá Þjóðskrá Íslands. -mm Engar líkur eru á að þorrablótin að þessu sinni verði með hefðbundnu sniði sökum samkomutakmarkana sem í gildi eru. Flestir þurfa því að njóta fyrir sig og með sínum, utan fjölmennis. nú er þorramaturinn kominn í kæliborð verslana og ekk- ert að vanbúnaði fyrir þá sem lyst- ir í þennan þjóðlega mat að verða sér úti um hann. Hins vegar er það víða svo að sá matur sem flokkaður er sem þorramatur er víða hluti af daglegri fæðu fólks, hvort sem hann er verkaður í súr, soðinn, hertur eða kæstur. Bóndadagurinn er 22. janúar að þessu sinni. jafnan eru fyrstu þorrablót haldin þessa fyrstu helgi í Þorra. nú verður allt yfirbragð breytt á skemmtanahaldi. Vísi að þorrablótum verður þó að finna, en rafræn í streymi. Þannig hefur t.d. verið kynnt að Þorrablót Skaga- manna verður í streymi laugar- daginn 23. janúar og hefst klukk- an 18:30 með upphitun, opnunar- ræðu og borðhaldi í heimahúsum. Klukkan átta verður fluttur annáll Skagamanna , Skagamaður ársins krýndur og skemmtidagskrá flutt. „Það er ósk okkar að Skagamenn geti átt saman gleðistund með sín- um nánustu og horft fram á bjartari tíma á komandi ári,“ segir í tilkynn- ingu forsvarmanna blótsins. mm Lögreglan á Vesturlandi hefur vax- andi áhyggjur af einstaklingum sem ekki virða skimunarsóttkví eft- ir komuna til landsins. Síðastliðna viku hafa sex mál ratað inn á borð lögreglunnar á Vesturlandi þar sem grunur lék á að sóttkví hefði ekki verið virt. Raunar hafa slík mál komið í auknu mæli upp í fleiri lög- sagnarumdæmum. Í einu tilviki mættu erlendir að- ilar til vinnu daginn eftir að þeir komu til landsins. Þeim var vísað frá af verkstjóra en skömmu síðar barst ábending um að sömu menn hefðu farið í ónefnda verslun í sama bæjarfélagi. Að sögn lögreglu er því yfirleitt haldið fram að um mis- skilning sé að ræða og að aðilar hafi hreinlega ekki áttað sig á alvarleika málsins fyrr en lögreglan hafði af því afskipti. Lögreglan á Vestur- landi brýnir fyrir fólki mikilvægi þess að sóttkví sé virt. jafnframt að þeir sem gerast brotlegir við sótt- varnalög verði sóttir til saka, sekt- aðir eða hljóti jafnvel þyngri refs- ingar. frg Á gamlársdag myndaðist óvenjulega fallega kringlótt röst ofan við hinn þriggja metra djúpa Beitistaða hyl í Leirá í Borgarfirði. Ólafur Ósk- arsson frá Beitistöðum á sumarhús þar skammt frá og tók meðfylgj- andi mynd. Hylurinn er þrír metr- ar á dýpt og einn fengsælasti veiði- staður árinnar. Eins og oft sjá má af þjóðveginum ofan við hylinn standa veiðimenn þar tímunum saman frá vori og til hausts og renna fyrir sjó- birting, en þar er einnig laxavon. mm/ Ljósm. óó. Á síðasta ári hófst bygging nýs hótels í innanverðum Lundar- reykjadal í Borgarfirði. Á jörðinni Iðunnarstöðum byggja þau Þórar- inn Svavarsson og Hjördís Geir- dal, skógarbændur á Tungufelli, nýtt 13 herbergja heilsárshót- el með veitingastað. Opnað verð- ur síðar á þessu ári. Hótelið hef- ur nú fengið nafnið Hótel Basalt. Eigendurnir hafa opnað Facebo- ok síðu þar sem hægt er að fylgj- ast með framkvæmdum við bygg- inguna. Ellefu af þrettán herbergjum á hótelinu verða tveggja manna en tvö aðeins stærri, sem gætu hent- að fjölskyldum á ferð um landið. Í viðtali í Skessuhorni við þau hjón síðasta haust kom fram að á teikni- borðinu er auk þess stækkun hót- elsins um jafn stóra gistiálmu til viðbótar þeirri sem nú er risin. Ákvörðun um stækkun ræðst hins vegar af viðtökum og fjölda ferða- manna til landsins. mm Ítrekuð brot á sóttkví tilkynnt til lögreglu Náttúran að leika sér Nýtt hótel á Iðunnarstöðum hefur fengið nafnið Basalt Ár án hefðbundinna þorrablóta

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.