Skessuhorn


Skessuhorn - 13.01.2021, Blaðsíða 29

Skessuhorn - 13.01.2021, Blaðsíða 29
MIÐVIKUDAGUR 13. jAnúAR 2021 29 LEIGUMARKAÐUR Nýfæddir Vestlendingar Borgarbyggð – föstudagur 15. janúar Föstudagurinn DIMMi verður hald- inn í fimmta sinn í Borgarbyggð. Viðburðurinn verður rafrænn í ár sem er heldur óhefðbundið því alla jafnan eru íbúar hvattir til að hvíla sig á raftækjunum þennan dag. Foreldrar eru þó hvattir til halda upp á daginn með óhefðbundinni samveru í hæfilegum hópum. Í ár voru allir hvattir til að senda inn sögu í samkeppni og verða sögurn- ar birtar á nokkrum miðlum, þar af eru fimm sögur birtar hér í Skessu- horni í dag. Stykkishólmur – miðvikudagur 13. janúar Snæfell tekur á móti KR í körfu- knattleik kvenna kl 19:15. Á döfinni 30. september Stúlka. Þyngd: 4.044 gr. Lengd: 50 cm. Foreldrar: Sonja Maggý Magnúsdóttir og Baldvin Örn Ólafsson, Hafnarfirði. Ljósmóðir: Elísabet Harles. 2. janúar. Drengur. Þyngd: 3.064 gr. Lengd: 48 cm. For- eldrar: Sædís Ösp Valdemarsdóttir og Jakob Örn Guð- laugsson, Höfn í Hornafirði. Ljósmóðir: Unnur Berglind Friðriksdóttir. 6. janúar. Stúlka. Þyngd: 3.764 gr. Lengd: 52 cm. For- eldrar: Una Rakel Hafliðadóttir og Aron Daníelsson, Akranesi. Ljósmóðir: Hafdís Rúnarsdóttir. 10. janúar. Drengur. Þyngd: 3.778. Lengd: 49 cm. For- eldrar: Guðlaug Rún Sigurjónsdóttir og Frans Jós- ef Ingólfsson, Reykjavík. Ljósmóðir: Inga María Hlíðar Thorsteinson. Smáauglýsingar Hús til leigu Nýlegt 95 fm hús í uppsveitum Borgarfjarðar til leigu. Nánari upp- lýsingar í tölvupósti, agust.jons- son@centrum.is. Um áramótin tóku þær reglur gildi sem banna afhendingu plastburð- arpoka í verslunum. Bannið tek- ur jafnt til þunnu, glæru græn- metispokanna og innkaupaburð- arpokanna, en nær ekki yfir plast- poka sem eru seldir í rúllum í hill- um verslana. „Til þess að koma í veg fyrir að einnota neysla færist yfir á aðra eru einnota burðarpok- ar úr öðrum efniviði en plasti gjald- skyldir,“ segir í tilkynningu frá um- hverfis- og auðlindaráðuneytinu. Samkvæmt því er verslun óheimilt að gefa viðskiptavinum sínum inn- kaupapoka t.d. úr pappír, maíspoka eða öðrum lífrænum afurðum. Plastpokabannið hér á landi er í samræmi við Evróputilskipun sem lýtur að því að draga úr notkun á plastpokum. Bannið var einnig meðal þeirra tillagna sem samráðs- vettvangur um aðgerðir í plast- málefnum afhenti Guðmundi Inga Guðbrandssyni, umhverfis- og auðlindaráðherra, í loks árs 2018. Í samráðsvettvangnum áttu sæti m.a. fulltrúar atvinnulífsins, sveitar- félaga, umhverfisverndarsamtaka, félagasamtaka, opinberra stofn- ana, Alþingis og ráðuneyta. „Plast- pokabannið er ein af fjölmörgum aðgerðum sem stjórnvöld ráðast í til þess að draga úr notkun á plasti, auka endurvinnslu á því og koma í veg fyrir plastmengun sjávar. nánar má lesa um aðgerðirnar í aðgerða- áætlun í plastmálefnum; úr viðjum plastsins, sem kom út síðastliðið haust,“ segir í tilkynningu. mm Innkaupapokar úr plasti nú bannaðir með lögum nú þegar fólk er að koma fyrrum jólatrjám úr húsum sínum er vert að minna á að barrtré má nýta þrátt fyrir að hlutverki þeirra sé lokið innandyra. jóhanna Þorvaldsdóttir geitabóndi á Háafelli í Hvítársíðu biðlar til nágranna sinna um að fá trén fyrir geitur sínar, sem njóta þess mjög að éta nálarnar, eins og sjá má á þessari mynd frá henni. mm Geiturnar þiggja barrtrén með þökkum Ágætu lesendur! Hún var ömurleg jólagjöf Haf- rannsóknastofnunar. Eftir 6% nið- urskurð í sumar, er niðurstaðan úr haustralli sú að sýna þorskstofn- inn mælast minni þriðja árið í röð. Þetta er mikill áfellisdómur yfir nú- verandi kvótakerfi. Veiðistjórnunin er ekki að ganga upp. Þorskaflinn er um helmingur af því sem hann var fyrir daga kvótakerfisins. Það versta er að meðvirkni stjórnmálamanna, bæjarfulltrúa og annarra kjörinna fulltrúa kemur í veg fyrir málefna- lega líffræðilega gagnrýni á kerfið. Þingmenn, ráðherrar og Samtök sveitarfélaga vaknið til lífsins! Á meðan fiskveiðiheimildir sog- ast úr fjórðungnum sitja kjörnir fulltrúar með hendur í skauti. nú er mál að linni. Ekki veitir af störf- um og fjárhagslegri innspýtingu á fordæmalausum tímum. Baráttukveðjur, Stefán Skafti Steinólfsson. Ömurleg jólagjöf Hafró og með- virkni stjórnvalda Pennagrein

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.