Skessuhorn - 13.01.2021, Blaðsíða 26
MIÐVIKUDAGUR 13. jAnúAR 202126
Barnahælið
Einu sinni fyrir langa langa löngu var lítil stelpa sem hét Lísa
sem átti heima á sveitabæ sem var við hliðina á barnahæli.
Á þessu barnahæli fóru börn inn en komu aldrei út aftur.
Barnahælið var umkringt stórum trjám og fyrir aftan barna-
hælið var stórt fjall sem skyggði á það. Fyrir framan barna-
hælið var stór og djúp á og það var ótraust brú yfir ánna. Á
sveitabænum sem Lísa átti heima á ásamt foreldrum sínum
og dýrum var kirkja og kirkjugarður sem enginn þorði að
fara inn í. Það var alltaf sagt að ef maður labbaði inn í kirkju-
garðinn þá gripu hendur í fæturna á manni og þær myndu
draga mann ofan í gröf.
Lísa fer í kirkjugarðinn
Dag einn vaknar Lísa og ákveður að fara út að leika sér með
bolta. Hún æfir sig á hægri fætinum og það gengur mjög vel
og svo ákveður hún að æfa sig með vinstri og það gengur
mjög vel þangað til að boltinn skoppast yfir í kirkjugarðinn.
Hún hefur heyrt margar hræðilegar sögur um kirkjugarð-
inn en ákveður að labba inn í hann. Hún gengur inn í kirkju-
garðinn og sækir boltann sinn og það gerist ekkert. Hún
hugsar með sér að allar þessar sögur væru bara lygi þannig
að hún labbar stolt af stað til baka og þá byrjaði hana að kitla
í fæturna þannig að hún klóraði sér og þá sér hún hendi sem
er að fara að grípa utan um ökklann á henni og hún öskr-
ar og hleypur af stað en þá er höndin búin að grípa utan um
ökklann á henni. Hún öskrar á hjálp en enginn kemur þann-
ig að hún öskrar enn hærra en ekkert gerist nema að hönd-
in er að grípa utan um ökklann á henni. Hún byrjar á því að
sparka í höndina en það er eins og höndin finni ekki fyrir
sparkinu þannig að Lísa sparkar ennþá fastar og það fast að
hún var alveg að verða kraftlaus og höndin losar ökklann á
Lísu þannig að hún stekkur upp, grípur boltann með sér og
hleypur heim til sín og ætlar að segja mömmu sinni og pabba
frá því sem hefði gerst en þau eru ekki inni í íbúðarhúsi
þannig að hún gáir út í fjós og fjárhús en enginn er þar þann-
ig að hún fer inn í íbúðarhús og heldur áfram að leita.
Mamma og Pabbi eru týnd
Lísa leitar og leitar en hún finnur hvergi foreldra sína þann-
ig að hún ákveður að fá sér að borða og þá sér hún allt í einu
eitthvað rautt á gólfinu og sér beittasta hnífinn í húsinu og
það er blóð á honum og það eru fullt af litlum blóðpollum
sem liggja í áttina að útidyrunum. Hún eltir blóðpollana út
um útidyrnar og þá sér hún blóðpollana liggja í átt að barna-
hælinu og þá var komið að því. Hún elti blóðpollaslóðina en
hún þorði ekki að fara þangað þannig að hún fór aftur heim
og hugsaði vel hvað hún gæti gert. Það voru bara tveir val-
möguleikar sem henni datt í hug. Annað hvort að fara inn á
barnahælið sem myndi enda með skelfilegum dauðdaga, eða
skrifa bréf til lögreglunnar en það var tvær vikur á leiðinni
þangað. Henni fannst skárri valmöguleiki að skrifa lögregl-
unni bréf frekar en að deyja. Hún skrifaði bréf:
„Kæri lögregluþjónn!
Ég á heima á sveitabæ í Hvalfirði. Það er kirkjugarður á
sveitabænum og þá hlýtur þú að rata.
Mamma mín og pabbi hurfu í morgun þegar ég var í
kirkjugarðinum. Svo þegar ég kom heim þá voru mamma og
pabbi horfin og beittasti hnífurinn í eldhúsinu var með blóði
og lá á eldhúsborðinu. Það voru blóðdropar út um útidyrn-
ar og að barnahælinu sem er rétt við hliðina á þar sem ég á
heima.
Ég þorði ekki að fara ein þangað svo þess vegna skrifaði ég
þér bréf.
Ef ég verð ekki í húsinu mínu þegar þú kemur, þá hef ég
gefist upp á biðinni og farið þangað ein.
Kær kveðja, Lísa, 10 ára.“
Biðin langa
Lísa beið og beið eftir póstberanum sem kom einu sinni í
viku. Eftir tveggja daga bið kom póstberinn loksins með eitt
bréf sem var handa Lísu. Lísa gaf póstberanum bréfið til lög-
reglunnar og tók bréfið sitt og fór inn í herbergið sitt að lesa
bréfið sitt. Þegar hún settist á rúmið sitt og opnaði bréfið sá
hún rauða stafi:
„Hæ Lísa ég er að fylgjast með þér , komdu í barnahælið í
kvöld og þá færð þú foreldra þína aftur en ef þú kemur ekki
þá sérðu þá aldrei aftur.“
Lísa vissi ekkert hver var að skrifa henni þetta bréf en hún
vissi samt að hún þyrfti að fara í barnahælið í kvöld. Hún
vonaði að það væri allt í lagi með foreldra hennar. Hún varð
að gera plan.
Planið
Læðast inn á barnahælið, hlusta eftir hljóðum, fylgja hljóð-
unum, ef ekki fela sig á góðum felustað, bjarga foreldrum,
flýja heim með foreldrum.
Barnahælið
Klukkan er hálf sjö og sólin var að setjast. Hún var kom-
in hálfa leiðina að barnahælinu og var strax orðin hrædd en
hún hélt áfram dauðhrædd og fimm mínútum seinna var hún
komin. Hún kíkti á listann og uppgötvaði að planið var öm-
urlegt en það var of seint að hætta við núna þannig hún hélt
áfram að hurðinni. Hún opnaði hana og gekk inn. Það var
dimmt inni þannig að hún sá varla neitt og leit á listann sinn
og sá að hún var búin með skref eitt þá þurfti hún að gera
skref númer tvö og það var að hlusta eftir hljóðum. Hún
heyrði ekki neitt þannig hún faldi sig og þá heyrði hún eitt-
hvað. Það var einhver að koma og þá sá hún það.
Börnin
Það sem Lísa sá var kona í hvítum kjól með blóði á. Lísa varð
svo hrædd að hún öskraði næstum því en þá mundi hún eftir
planinu og dró andann djúpt til að jafna sig. Konan var farin
svo að Lísa fór úr felustaðnum sínum. Lísa var búin að venj-
ast myrkrinu og sá að það var blóð út um allt. Þá varð Lísa
smeyk en hún sá stiga og fór upp hann og sá langan gang
með fullt af dyrum hún opnaði fyrstu dyrina og það kom
ógeðsleg lykt.
Framhald síðar.
Höfundar: Adda Karen, Kristín Eir, Sesselja og Sigvaldi Þór.
Draugarnir í Hvítá
Einu sinni voru stelpa og strákur kölluð Mía og Aron. Þau
eru systkini. Mía er 12 ára og Aron er 13. Þau búa á sveitabæ
nálægt Hvítá. Á sumrin finnst þeim oft skemmtilegt að koma
og hafa litla lautarferð hjá Hvítá. En á veturna er oft rosalega
dimmt og hræðilegt. Trúðu mér. Einu sinni á Þorláksmessu
fóru Mía og Aron þangað sem þau fara alltaf í lautarferð á
sumrin. En það var svo dimmt að þau ætluðu að snúa við, en
þau fundu ekki leiðina heim í myrkrinu. Mía var svo hrædd,
en hún vissi að þau myndu komast heim. Eða hún hélt það.
Aron var ekkert hræddur. Hann vildi bara komast heim fyr-
ir jólin.
Þau héldu bara áfram þangað til Mía datt um eitthvað, hún
vissi ekkert hvað það var. Hún tók utan um það og það var
mjög hrufótt. Hún leyfði Aroni að finna og hann vissi strax
hvað það var. Aron sagði: „Þetta eru gamlar rústir af gamla
húsinu sem brann fyrir 15 árum. Manstu ekki það sem pabbi
sagði okkur frá?“ „Ó, já nú man ég.“ Allt í einu straukst eitt-
hvað utan í Aron, hann sagði: „Æi Mía láttu mig vera.“ Þá
Sagnasamkeppni Föstudagsins DIMMA
Föstudagurinn DIMMI verður nú haldinn í fimmta
sinn í Borgarbyggð næsta föstudag. Viðburðurinn verð-
ur með nokkuð breyttu sniði í ár í ljósi aðstæðna en alla
jafnan eru íbúar hvattir til að taka hvíld frá raftækjum
og njóta samverunnar þennan dag. Í ár er Föstudag-
urinn DIMMI hins vegar að mestu rafrænn en foreldr-
ar eru samt hvattir til að halda upp á daginn með óhefð-
bundinni samveru, fari út í kuldagalla, spili, segi sög-
ur og njóti þess að vera með sínum nánustu, í hæfilega
stórum hópum.
Þema viðburðarins í ár er sagnaarfurinn og var
óskað eftir frumsömdum og/eða áður óbirtum sög-
um í samkeppni; flökkusögum, lygasögum, þjóðsög-
um, hamfarasögum, hetjusögum, hræðilegum sög-
um eða sönnum sögum. Alls bárust 39 sögur og sá
dómnefnd um að velja úr frambærilegustu sögurnar
sem tengdust Vesturlandi. Sögurnar máttu vera á
hvaða formi sem var, skrifaðar, lesnar eða leiknar.
Fimm af þeim sögum sem sendar voru inn eru birt-
ar hér í Skessuhorni. Þá verða 24 sögur lesnar í út-
varpi á FM Óðal 101,3 á föstudaginn. Ein saga og
eitt útvarpsleikrit verður hægt að hlusta á í hlað-
varpsþættinum Myrka Íslandi sem kemur út á föstu-
daginn og verður í kjölfarið aðgengilegt á Spotify.
Fjórar sögur verða birtar í Borgfirðingabók. Aðrar
sögur þóttu of hræðilegar fyrir almenna birtingu.
Nokkrar af sögunum verða svo birtar á Facebook
og Instagram síðum Föstudagsins DIMMA næsta
föstudag.
F.v.: Sesselja Narfadóttir,10 ára, Kristín Eir Hauksdóttir Holaker,11
ára, Sigvaldi Þór Bjarnason,10 ára og Adda Karen Harðardóttir, 11
ára.
Þóra Kolbrún Ólafsdóttir.