Skessuhorn


Skessuhorn - 13.01.2021, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 13.01.2021, Blaðsíða 10
MIÐVIKUDAGUR 13. jAnúAR 202110 „Sementsverksmiðjan harmar óþægindi sem nágrannar fyrir- tækisins urðu fyrir þegar sem- entsryk þyrlaðist upp frá sílói og lagðist yfir nágrenni verk- smiðjunnar,“ segir í tilkynningu sem Gunnar Sigurðsson fram- kvæmdastjóri sendi frá sér 6. janúar sl. „Mannleg mistök urðu til þess að sementssíló við Sem- entsverksmiðjuna á Akranesi yf- irfylltist við uppskipun aðfarar- nótt 5. janúar svo sementsryk þyrlaðist upp og settist á göt- ur, hús og bíla í nágrenni verk- smiðjunnar. Sement sem fyrir- tækið flytur inn er náttúrulegt efni án eiturefna. Rykið sem barst út í umhverfi verksmiðj- unnar ógnaði ekki heilsu fólks en getur ef ekkert er að gert valdið skemmdum á munum og byggingum. Starfsfólk Sementsverksmiðj- unnar hefur unnið í samvinnu við íbúa, slökkviliðið, Veitur og aðra aðila að því að hreinsa fljótt og vel upp vettvang og eign- ir fólks til að varna skemmdum og forða frekari óþægindum. Sú vinna gekk vel og fyrirtækið vill koma á framfæri þökkum til allra sem að komu fyrir ötult starf og skjót viðbrögð.“ Þá segir að Sementsverk- smiðjan sé mikilvægur hlekkur í uppbyggingu um allt land og leggur mikla áherslu á að starfa í góðri sátt við umhverfi sitt og samfélag, nær og fjær. „Fyrir- tækið starfar samkvæmt alþjóð- lega viðurkenndum öryggis- og gæðastöðlum og var atvikið að- fararnótt 5. janúar óhapp sem ekki samræmist stefnu og vilja fyrirtækisins eða eigenda þess. Fyrirtækið biður því alla þá sem fyrir óþægindum urðu velvirð- ingar og mun gera það sem í valdi þess stendur til að tryggja að óhapp af þessu tagi endurtaki sig ekki,“ skrifar Gunnar Sig- urðsson framkvæmdastjóri. mm Harma óhappið Síðdegis á mánudaginn héldu bæjar- ráð Akraneskaupstaðar og umhverfis- og skipulagssvið sameiginlegan fund. Til hans voru kvaddir forsvarsmenn Sementsverksmiðjunnar, þeir Gunn- ar Sigurðsson framkvæmdastjóri og Þorsteinn Víglundsson stjórnarfor- maður. Gerðu þeir grein fyrir mála- vöxtum, ástæðum óhappsins þegar sement fór úr einu sílóanna við höfn- ina á Akranesi og yfir hluta byggð- arinnar aðfararnótt 5. janúar, við- brögð fyrirtækisins, úrvinnslu og að- gerðum verksmiðjunnar í framhald- inu. Fram kom á fundinum að rekja megi mengunina til mannlegra mis- taka sem Sementsverksmiðjan harm- ar og lítur alvarlegum augum. For- svarsmenn verksmiðjunnar vildu sér- staklega koma á framfæri þökkum til Slökkviliðs Akraness og Hvalfjarðar- sveitar fyrir þeirra viðbrögð og veitta aðstoð í kjölfar óhappsins sem og til þeirra fyrirtækja á Akranesi sem kom- ið hafa að úrvinnslu málsins í fram- haldinu. jafnframt þökkuðu þeir fyr- ir að eiga kost á að koma á fund með bæjarfulltrúum til að gera grein fyr- ir sjónarmiðum fyrirtækisins og þeim ráðstöfunum sem ráðist hefur verið í sem og þeim aðgerðum sem fyrir- hugaðar eru á næstunni. Brugðist við Í kjölfar óhappsins hefur Sements- verksmiðjan gripið til nokkurra ráð- stafanna og undirbýr frekari aðgerðir sem eru m.a. þær að viðbragðsáætlun Sementsverksmiðjunnar vegna ryk- mengunar hefur verið uppfærð svo bregðast megi fyrr við ef slíkt óhapp kæmi fyrir að nýju. Stofnað hefur ver- ið verkefni í vottuðu gæðakerfi Sem- entsverksmiðjunnar til að tryggja að mengunaróhappið geti ekki endur- tekið sig og felur það m.a. í sér að sett- ar verða upp nýjar eftirlitsmyndavél- ar svo starfsmenn sem vakta móttöku sementsins fái betri yfirsýn yfir hvern- ig dæling fer fram. Þá verður hljóð- viðvörun bætt við viðvörunarljós sem lætur vita þegar stöðva ber dælingu þegar fylling hefur náð tiltekinni hæð í sílóunum. Lok á mælistútum hefur nú verið boltað niður svo það haldist niðri við yfirþrýsting en upp um þetta lok fór sementið og þaðan út í and- rúmsloftið. Búnaður verður yfirfarinn af forvarnafulltrúa hjá tryggingafélagi Sementsverksmiðunnar. Hreinsunarstarf að hluta eftir Á fundi bæjaryfirvalda og Sements- verksmiðjunnar á mánudaginn var óskað eftir nánari upplýsingum um hvernig þrif á húsum verður hátt- að þegar veður leyfir, en trygging- arfélag Sementsverksmiðjunnar fer með yfirstjórn á hreinsunaraðgerð- um sem hófust sama dag og óhapp- ið varð. Mikilvægt þykir að fá skýra mynd af því hvaða hús verða þrifin til að afstýra mögulegum skemmd- um en einnig hefur komið fram að á annað hundrað bílar hafi verið þrifn- ir. Ennfremur kom fram á fundinum að Sementsverksmiðjan hefur fundað með Umhverfisstofnun sem fer með eftirlit með starfseminni og stofnun- inni verið afhent gögn vegna óhapps- ins en á næstu vikum mun eftirlitið færast til Heilbrigðiseftirlits Vestur- lands. Bæjarráð ályktar Bæjarráð Akraneskaupstaðar hefur samþykkt eftirfarandi bókun vegna óhappsins: „Bæjarráð lítur óhappið alvarleg- um augum en telur viðbrögð for- svarsmanna Sementsverksmiðjunnar til marks um að fyrirtækið líti mál- ið sömu augum. Bæjarráð leggur áherslu á að þeir aðilar, íbúar og for- svarsmenn fyrirtækja, sem telja sig hafa orðið fyrir tjóni vegna óhapps- ins, fái viðunandi úrlausn sinna mála sem og að fyrirtækið upplýsi sem best og sem víðast þær ráðstafanir sem gripið hefur verið til í framhaldinu til að lágmarka sem mest áhættuna af því að svona nokkuð geti endur- tekið sig.“ Mikið tjón á húsum og bílum Strax í kjölfar mengunaróhappsins var m.a. ráðist í hreinsun á bílum og húsum. Samið var við verkstæði og tækjaleigu um hreinsun á bílum og þegar að kvöldi þriðjudags var búið að hreinsa sement af á annað hundr- að bílum. Á bifreiðaverkstæði Hjalta voru bílar sýru- og sápuþvegnir og í kjölfarið bónaðir. Hjá Gísla jónssyni við Ægisbraut fengu bílar sömuleiðis þvottameðferð. Ráðist var í hreinsun af húsum dagana á eftir óhappið en sökum veðurskilyrða síðustu viku var sú vinna stopul og hefur flesta dag- ana verið frost og því ekki hægt að háþrýstiþvo þök og veggi. Fjölmargir óttast að sementið nái að greypa sig fast við harða fleti og valdi þannig varanlegu tjóni. Lögreglan á Vesturlandi sendi á miðvikudaginn í liðinni viku frá sér tilkynningu til íbúa á Akranesi. Þar er þeim sem telja sig hafa orðið fyr- ir tjóni vegna sementsryksins bent á að tilkynna um tjón á heimasíðu vis. is eða hafa samband við trygginga- félagið VÍS, en Sementsverksmiðjan er vátryggð hjá félaginu. Stærra svæði en talið var í fyrstu Ljóst er að sementsrykið sem fór yfir byggðina á Akranesi þessa nótt fór yfir mun stærra svæði en í fyrstu var talið. Magn sements er án vafa í tonnum talið, fremur en hundruðum kílóa, og áhrif mengunarinnar gæt- ir því víða eins og glögglega má sjá í gamla bæjarhlutanum. Ef marka má búsetu nokkurra þeirra bíleigenda sem létu þrífa bíla sína daginn eftir óhappið, er svæðið sem rykið fór yfir töluvert stórt. Á meðfylgjandi loft- mynd sem Skessuhorns vann er það skyggt. Innan þess er vitað um hús- og bíleigendur sem urðu fyrir tjóni af sementsmengum. Gerður er fyrir- vari um að svæðið getur verið minna - eða stærra. Opnaði spjallsíðu um áhrifin Kristinn jónsson íbúi neðst við Kirkjubraut á Akranesi hefur opnað síðu á Facebook undir nafninu Sem- entsslys á Akranesi, umræðuhópur. Þar hvetur hann samborgara sína til að tjá sig um tjón sem þeir telja sig hafa orðið fyrir á húsum og bílum. „Við þurfum að vera virk í að upplýsa hvert annað um gang mála með þrif, hvernig samskipti ganga við trygg- ingarnar og svo framvegis og ekki skemmir það neitt að pósta myndum af aðstæðum hjá ykkur ef það á við,“ skrifar Kristinn. mm Sementsverksmiðjan upplýsir um viðbrögð við mengunaróhappinu í síðustu viku Hér er verið að hreinsa framan af Lesbókinni við Kirkjubraut. Ljósm. hs. Kort sem sýnir svæðið þar sem áhrifa mengunarinnar gætti. Unnið var af kappi á bifreiðaverkstæði Hjalta á miðvikudagskvöldið við hreinsun bíla og bón á nokkrum þeirra. Unnið var sleitulaust allan síðasta miðvikudag að hreinsun húsa og bíla sem urðu fyrir sementi. Slökkvilið, starfsmenn Gísla Jónssonar ehf og fleiri komu að hreinsistarfinu en vinna þurfti hratt enda erfiðara að ná sementinu af eftir því sem lengra líður frá atvikinu.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.