Skessuhorn


Skessuhorn - 24.03.2021, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 24.03.2021, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 24. MARs 20212 Pálmasunnudagur er framundan sem markar upphaf dymbilviku. Í þeirri viku kemur Skessuhorn út á þriðjudegi í stað miðvikudags. Nú virðast margir vera að hópast sam- an á Reykjanesinu og þá viljum við minna alla Vestlendinga á að gæta sín bæði á gasmengun og Covid því veiran fer ekki þó gjósi úr jörðinni (en hversu frábært væri það samt?). Á morgun, fimmtudag, er útlit fyr- ir vaxandi norðaustanátt 8-15 m/s seinni partinn og snjókomu eða slyddu með köflum, en 15-23 m/s um landið norðvestanvert eða með norðurströndinni. Hiti í kringum frostmark. Á föstudag er spáð norð- austan 13-20 m/s og snjókomu, en þurrt að kalla sunnan heiða. Dregur úr vindi og ofankomu eftir hádeg- ið. Frost 0-6 stig. Á laugardag er útlit fyrir austan- og norðaustan 8-15 m/s og dálitla snjókomu með köflum, en hvessir síðdegis. Hiti um eða und- ir frostmarki. Á sunnudag á að vera ákveðin norðaustanátt og snjókoma eða rigning með köflum, en úrkomu- lítið suðvestantil á landinu. Heldur hlýnandi veður. Á mánudag er spáð norðaustlægri átt og snjókomu eða éljum, en þurrt sunnan heiða. Kóln- ar í veðri. Í síðustu viku voru lesendur á vef Skessuhorns spurðir hvort þeim væri boðið í fermingarveislur í ár. 56% svarenda hefur ekki verið boð- ið veislu, 28% hafa fengið boð í eina veislu og 16% hafa fengið boð í fleiri en eina. Í næstu viku er spurt: Hvort þykir þér betra að lesa eða hlusta á bækur? Ungt íþróttafólk á Akranesi gerði það gott um liðna helgi. Keppend- ur frá Akranesi röðuðu sér á verð- launapalla bæði á fyrsta móti af fjór- um í Íslandsmeistaramótaröðinni í klifri og í fjórðu umferð á Íslands- móti ungmenna í keilu. Þetta flotta íþróttafólk eru Vestlendingar vik- unnar. Spurning vikunnar Til minnis Vestlendingur vikunnar Veðurhorfur Degi fyrr í dymbilviku SKESSUHORN: Í næstu viku verður skessuhorn gefið út degi fyrr en venju- lega, þ.e. á þriðjudegi. Það er gert til að blaðið skili sér til áskrifenda í tæka tíð fyrir páska. Minnt er á að frest- ur til að skila inn efni og auglýsingum er til hádegis á mánudaginn, en gjarnan fyrr ef kostur er. -mm Komu áhöfn á lekum báti til bjargar SNÆF: Klukkan 12:53 í gær var björgunarskip- ið Björg í Rifi kallað út á hæsta forgangi til aðstoðar við smábát eftir að áhöfnin varð vör við leka um borð. Báturinn var þá staddur rétt utan við höfnina í Rifi. Átta mínútum síðar var Björgin komin á staðinn mönnuð sjö sjálfboðaliðum frá björgunarsveitum frá snæfellsnesi. Vel gekk að koma bátnum aftur upp að bryggju þar sem böndum var komið á lekann. Bát- urinn sem var aðstoðaður er tæplega níu metra lang- ur línu- og handfærabát- ur smíðaður úr plasti sem sigla átti til Reykjavíkur. Fram kemur í tilkynningu frá Landsbjörgu að þetta hafi verið fimmta útkallið sem björgunarskipið Björg sinnir í marsmánuði þar sem sjófarendur hafa verið aðstoðir á einn eða annan máta. -mm ALLT AÐ 80% AFSLÁTTUR ALLT AÐ 80% AFSLÁTTUR NET LAGERSALA SMÁRATORGI | KRINGLAN | GLERÁRTORGI | LINDESIGN.IS Á upplýsingafundi almannavarna- deildar ríkislögreglustjóra á mánu- daginn fóru Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, Alma Möller land- læknir og Rögnvaldur Ólafsson að- stoðaryfirlögregluþjónn yfir stöðu Covid-19 hér á landi. Þau sögðu öll Mjög góð aflabrögð hafa verið síð- ustu daga hjá bátum sem gera út frá Akranesi. Ebbi AK-37 réri fimm daga í síðustu viku og var aflinn í fimm túrum orðinn yfir 36 tonn, að uppistöðu þorskur, þegar rætt var við skipstjórann á föstudaginn. Í samtali við skessuhorn sagði Eym- ar Einarsson, eigandi og skipstjóri Ebba, að það væri þorskur um all- an sjó. Þorskurinn væri vænn og meðalvigtin yfir tíu kíló. stærsti þorskurinn í þessum túrum var um 38 kíló. Eymar hefur ekki þurft að sækja langt því þorskinn hefur hann mest veitt í um fjögurra til fimm mílna siglingu frá Akranesi. Að sögn Eymars eru verðin hins vegar alltof lág og dæmi um að leiga á kvótakílói sé jafnvel hærri en verð sem fæst á markaði. Ástæðuna fyrir lágum verðum segir Eymar að megi rekja til Covid því erfiðlega gengur að selja fiskinn, veitingahús erlend- is eru víða lokuð og því lítill áhugi á því að kaupa fiskinn okkar. Mikið af þorskinum hefur farið í saltfisk á Portúgal en þar er það sama uppi á teningnum, allt meira og minna lokað. Eymar hefur undanfarin ár stundað veiðar á sæbjúgum en þar er sama sagan. Verðið lágt og eft- irspurnin sömuleiðis lítil. Hann hefur því ekki veitt sæbjúgu síðan snemma síðasta vetur. frg Blikur á lofti hvað Covid-19 varðar að nú væru blikur á lofti hvað far- aldurinn varðar en alls greindust sex með Covid-19 hér á landi á laugar- dag og sunnudag og þrír voru ekki í sóttkví. Allir sem greindust utan sóttkvíar voru einstaklingar innan sömu fjölskyldu en uppruni smit- anna er ekki þekktur. Um helgina greindust 19 á landamærunum og voru 15 þeirra með virk smit. Þór- ólfur sagðist hafa áhyggjur af þess- ari fjölgun smita á landamærunum. Af þessum 19 voru tíu manns sem tilheyrðu áhöfn skips sem kom til Reyðarfjarðar um helgina. Þar voru 19 í áhöfn og þó aðeins tíu hafi greinst með smit telur Þórólfur lík- legt að allir séu smitaðir um borð. Áhöfnin er nú í einangrun í skipinu og verður það næstu daga. Þórólfur sagði að nú væri um að ræða samfélagslegt smit sem líklega sé mun útbreiddara en talið hafði verið. Ef aukning verður á sam- félagslegum smitum telur Þórólfur mikilvægt að hann leggi til harð- ari aðgerðir en hann segist þó ekki vera búinn að ákveða það að svo stöddu. Þá sagðist hann hafa sér- stakar áhyggjur af auknum smitum á landamærum og að líkur væru á að uppruni smita í landinu komi frá þeim. Hann sagði okkur standa á krítískum tíma núna hvað Covid-19 varðar hér innanlands. Ákveðin óróamerki væru sem benda til út- breiðslu og að frekari útbreiðsla gæti verið í uppsiglingu. Þá biðlaði hann til fólks að gæta að persónu- legum sóttvörnum, að forðast hóp- amyndanir, að huga að fjarlægðar- mörkum og að fara í sýnatöku sé fólk með einkenni og haldi sig svo til hlés þar til niðurstaða berst. Leggur til að herða ráð- stafanir á landamærum Í gærmörgun sendi Þórólfur svan- dísi svavarsdóttur heilbrigðisráð- herra tillögur að hertari sóttvarnar- áðstöfunum við landamærin. Heil- brigðisráðherra hefur ákveðið að herða ráðstafanir í samræmi við þær tillögur og taka þær gildi á skír- dag, 1. apríl næstkomandi og gilda út aprílmánuð. Helstu breytingarn- ar eru þær að börn fædd 2005 eða síðar skulu fara í sýnatöku á landa- mærum og fimm daga sóttkví við komuna til landsins ef þau eru á ferð með einhverjum öðrum sem er skylt að fara í sóttkví. Allir sem koma frá löndum þar sem nýgengi smita á hverja 100.000 íbúa er yfir 500 skulu dvelja í sóttvarnarhúsi á meðan fimm daga sóttkví stendur. sama gildir um einstaklinga sem eru að koma frá löndum þar sem ekki eru upplýsingar um nýgengi smita. Þetta á þó ekki við ef fólk getur framvísað gildu bólusetning- arvottorði eða vottorði um fyrra smit. Í minnisblaði sínu lagði Þórólf- ur einnig til að tímabundið verði aðeins tekin gild vottorð um fyrri sýkingu eða bólusetningu frá lönd- um innan Evrópska efnahagssvæð- isins, Bandaríkjunum, Bretlandi eða Kanada. Hann lagði einnig til að allir sem koma til landsins skuli sæta einni sýnatöku við komuna, óháð því hvort þeir séu með gild vottorð um fyrri sýkingu eða bólu- setningu. Heilbrigðisráðherra tók ekki afstöðu til þessara tillagna en þær verða ræddar í ráðherranefnd og ríkisstjórn í vikunni. Ekki byrjuð að bólusetja aftur með Astra Zeneca Alma Möller tók undir orð Þór- ólfs á upplýsingafundinum á mánu- daginn og fór yfir stöðu á bóluefni Astra Zeneca. Hún sagði mat Lyfja- stofnunar Evrópu vera að heilt yfir sé ávinningurinn af efninu meiri en áhættan þar sem um sé að ræða sjaldgæfar aukaverkanir. Hún sagði að þessar aukaverkanir kunni þó að vera algengari hjá yngra fólki og kannski konum. Alma sagði að þó hafi margar þjóðir ákveðið að hefja notkun á bóluefninu að nýju þar sem staða kórónuveirufaraldursins sé mjög slæm í þeim löndum. Þá sé ávinningurinn mun meiri en áhætt- an. Norðurlandaþjóðirnar ákváðu þó allar í sameiningu að rannsaka málið betur og verður því bóluefn- ið ekki notað hér á landi strax. Í lok fundar minnti Rögnvaldur á að eitt smit gæti komið af stað nýrri bylgju, það hafi sýnt sig áður. arg Skjáskot af upplýsingafundinum síðastliðinn mánudag. Eymar Einarsson við bát sinn Ebba AK-37. Ljósm. úr safni. Þorskur um allan sjó við Akranes

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.