Skessuhorn


Skessuhorn - 24.03.2021, Blaðsíða 23

Skessuhorn - 24.03.2021, Blaðsíða 23
MIÐVIKUDAGUR 24. MARs 2021 23 Olga Björt Þórðardóttir, eigandi og ritstjóri bæjarblaðsins Hafn- firðings, hefur ákveðið að hætta rekstri blaðsins, að minnsta kosti um tíma. Í tilkynningu sem hún rit- aði á vef sinn kemur fram að hún hafi ákveðið eftir miklar vangavelt- ur að gera hlé á rekstri og útgáfu Hafnfirðings. „Rekstrarforsendur eins og þær eru í dag eru því miður afar slæmar og koma þar inn fjöl- margar ástæður. samkeppni við netrisa og óafgreitt fjölmiðlafrum- varp hafa mikið með þetta að gera, sem og hár prentunar- og dreifing- arkostnaður. síðasta blaðið verður páskablaðið 31. mars,“ skrifar Olga Björt. „Bæjarmiðlar eru í raunveru- legri útrýmingarhættu nema grip- ið verði inn í á einhvern hátt. stóru miðlarnir eru mjög mikilvægir en munu aldrei koma í stað staðbund- inna,“ skrifar Olga Björt. mm Eldgos hófst á Reykjanesi á níunda tímanum síðastliðið föstudagskvöld í kjölfar öflugrar jarðskjálftahrinu sem staðið hafði í rúman mánuð. Eldgosið er í svokölluðum Geld- ingadölum í austanverðu Fagra- dalsfjalli. Þar sem gosið var á stað sem ekki var sýnilegur frá byggð eða vegum og skyggni var takmark- að var til að byrja með óljóst hvort gos væri í raun hafið. Lítill sem enginn gosórói hafði mælst dagana fyrir gos. Viðbragð við gosinu fór því frekar hægt af stað. Þegar sér- fræðingar komust í nánd við gosið kom í ljós að það var frekar lítið, raunar svo lítið að þeir höfðu sumir á orði að þetta væri eitt minnsta gos sem sögur færu af „Gísli Einars- son fréttamaður í Borgarnesi not- aði orðið „kveldgos“). Ekki var tal- in hætta á að hraunrennsli ógnaði byggð, vegum né mannvirkjum, að minnsta kosti ekki í bráð. Þar sem gosið var lítið var ekki talin ástæða til þess að loka gossvæðið sérstak- lega af en þó var fólk varað við því að fara of nálægt en af myndbönd- um sem birtust á samfélagsmiðl- um að dæma virtist þeim tilmælum lítið fylgt og dæmi um að fólk hafi sýnt afar gáleysislega hegðun, svo sem að stíga upp á hraunstorku þó hraunbráð væri undir og elda sér mat á hrauninu. Helsta hættan sem talin er stafa af gosinu er hið mikla magn af ým- iskonar gastegundumi sem upp kom með hrauninu. Í því leynast ýmsar lofttegundir sem geta reynst banvænar, sérstaklega þar sem þær safnast fyrir í lægðum og hvilftum því þær eru sumar þyngri en and- rúmsloftið og ryðja því súrefni burt. Þá vöruðu yfirvöld jafnframt við því að gossprungan gæti stækk- að og fært sig um set með því að nýjar sprungur mynduðust í stefnu kvikugangsins sem myndast hefur undir Fagradalsfjalli. Þúsundir Íslendinga lögðu leið sína á gosstöðvarnar allt frá því fljótlega eftir að byrjaði að gjósa á föstudagskvöldið. Flestir nutu þess stórfengleika sem við blasti, vel búnir, með nesti og í góðum klæðnaði. Á laugardag og sunnu- dag var stöðugur straumur fólks að gosstöðvunum og um tíma var talið að um þrjú þúsund manns hafi verið á svæðinu. Einhver hafði á orði að; „það vantaði bara Ingó og Tuborgtjaldið til að fullkomna þjóðhátíðarstemninguna.“ Allir heim! Veður tók að versna á gosstöðvun- um á sunnudagskvöld og fram eft- ir nóttu, eins og hafði reyndar ver- ið spáð. Fjöldi fólks var þá enn á svæðinu og sá lögregla og Lands- björg ástæðu til að senda út smá- skilaboð í alla síma á svæðinu þar sem sagði einfaldlega; „Allir heim!“ Björgunar- og eftirlitsaðilar sáu að fjöldi fólks var í greinilegri hættu og sýnt að ekki kæmust allir til byggða fyrir nóttina. Björgunar- sveitarfólk með sex- og fjórhjól af öllu sunnan,- suðvestan- og vest- anverðu landinu var kallað út laust fyrir miðnætti til leitar og björg- unar á fólki. Þá hafði veður versn- að á svæðinu í kringum gosstöðv- arnar í Geldingadal og veðurspá gerði ráð fyrir versnandi veðri um nóttina með hvassviðri, slyddu eða snjókomu. Rauði krossinn opn- aði fjöldahjálparstöð aðfararnótt mánudags og þangað var farið með um fjörutíu manns sem hafði ör- magnast víðsvegar á svæðinu og björgunarsveitir „slætt upp,“ eins og það var orðað. „Fjöldarhjálpar- stöðin var opnuð rétt fyrir klukkan eitt í nótt að beðni aðgerðarstjórn- ar. Tæplega 40 manns í mismun- andi ástandi fengu aðstoð í stöð- inni. Enginn var í lífshættu. Einn var fluttur með sjúkrabíl úr stöð- inni vegna meiðsla. Allir voru farn- ir rétt fyrir klukkan 6 í morgun,“ sagði í tilkynning Rauða krossi Ís- lands á mánudagsmorgun. Gönguleiðin sem yfirvöld höfðu lagt til að fólk notaði til þess að komast að gosstöðvunum í upp- hafi var af mörgum talin óhentug. Hún var löng og illa afmörkuð og eins og áður sagði komust ýmsir í ógöngur við að fylgja þeirri leið. Þá áttu viðbragðsaðilar afar erfitt með að finna göngufólk í erfiðleikum sakir þess hve víðfeðmt svæðið var. Á mánudag var hafist handa við að stika mun styttri leið eða frá suð- urstrandarvegi í stað Bláa lónsins. styttist gangan því úr um 20 kíló- metrum í u.þ.b. þrjá kílómetra. Sennilega dyngjugos sérfræðingar á ýmsum sviðum jarðvísinda hafa velt upp ýmsum sviðsmyndum varðandi framhald þessa eldgoss. Margir telja að haf- ið sé tímabil eldsumbrota á Reykja- nesskaga sem staðið gæti í allt frá 30 árum að 300 árum en ekki hefur gosið á skaganum í tæp 800 ár. Þegar þetta er ritað hallast sér- fræðingar helst að því að um svo- kallað dyngjugos sé að ræða en dyngjugos eru svo kölluð flæði- gos þar sem hraunið er þunnfljót- andi og flæðir langar leiðir. Rann- sóknir sýna að slík dyngjugos geta staðið áratugum saman og jafn- vel árhundruð. Þau geta líka logn- ast út af á skömmum tíma eða eft- ir nokkra daga eða vikur. Eldstöð- in Kīlauea á Hawaii er dæmi um eldvirka dyngju en hún byrjaði að gjósa árið 1983 og gaus nánast sam- fleytt til ársins 2018. Það verður því athyglisvert að fylgjast með hvernig gosinu vindur fram og hversu lengi það varir. frg Nýlega lét Elkem Ísland útbúa kynningarmyndband um starf- semi fyrirtækisins fyrir erlenda gesti. Tómas Freyr Kristjánsson ljósmyndari og drónaflugstjóri í Grundarfirði tók verkefnið að sér og úr varð tæplega fimm mínútna mynd. Myndirnar tók og vann Tómas Freyr sjálfur, en auk þess gefur að líta fjórar ljósmyndir sem voru fengnar úr myndasafni El- kem og ein starfsmannamynd sem Gunnar Viðarsson tók. Hægt er að skoða myndband- ið á vefslóðinni: https://vimeo. com/524318515 mm Meðfylgjandi mynd, af hraunstraumnum og gígmyndun þar sem hraun vall upp, tók Þórarinn Jónsson hjá Thor Photography fyrir Skessuhorn að kvöldi síðasta laugardag. Eldgosið í Fagradalsfjalli: Gæti staðið öldum saman eða hætt á morgun Björgunarsveitir og lögregla að störfum við eldgosið á Fagradalsfjalli. Ljósm. Landsbjörg. Kynningarmynd- band um starfsemi Elkem Ísland Bæjarblöðum landsins fækkar um eitt Olga Björt Þórðardóttir.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.