Skessuhorn


Skessuhorn - 24.03.2021, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 24.03.2021, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 24. MARs 20218 Ekið á sólpall AKRANES: Á fimmtudag barst Neyðarlínu tilkynning um að ekið hefði verið á sól- pall við Heiðargerði á Akra- nesi. Að sögn tilkynnanda var ákoma og gat á sólpallin- um ofarlega og sagðist hann hafa orðið var við talsverða umferð sendi- og flutninga- bíla. Engin vitni að atburð- inum hafa gefið sig fram frekar en sá sem ók á pallinn. Ekki hefur verið lögð fram kæra vegna þessa. -frg Aflatölur fyrir Vesturland 13. til 19. mars. Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu Akranes: 10 bátar. Heildarlöndun: 49.853 kg. Mestur afli: Ebbi AK-37: 36.350 kg. í fimm löndun- um. Arnarstapi: 1 bátur. Heildarlöndun: 86 kg. Mestur afli: Inga P sH-423: 86 kg. í einni löndun. Grundarfjörður: 5 bátar. Heildarlöndun: 364.668 kg. Mestur afli: sigurborg sH-12: 81.691 kg. í einni löndun. Ólafsvík: 14 bátar. Heildarlöndun: 233.224 kg. Mestur afli: Ólafur Bjarna- son sH-137: 55.153 kg. í fjórum löndunum. Rif: 10 bátar. Heildarlöndun: 503.265 kg. Mestur afli: Bárður sH-81: 148.5055 kg. í sex löndun- um. Stykkishólmur: 4 bátar. Heildarlöndun: 149.515 kg. Mestur afli: Þórsnes sH-109: 140.541 kg. í tveim- ur löndunum. Topp fimm landanir á tímabilinu: 1. sigurborg sH-12 GRU: 81.691 kg. 15. mars 2. Þórsnes sH-109 sTY: 75.217 kg. 16. mars 3. Farsæll sH-30 GRU: 70.722 kg. 15. mars 4. Hringur sH-153 GRU: 68.945 kg. 17. mars 5. Þórsnes sH-109 sTY: 65.324 kg. 13. mars. -frg snemma næsta sumar er gert ráð fyrir að komin verði svokölluð gagnvirk hraðahindrun við Ennis- braut í Ólafsvík. Frá þessu er greint á heimasíðu snæfellsbæjar. sveitar- félagið ætlar í samvinnu við Vega- gerðina að setja hraðahindranir sem eru þannig að hleri er settur í veg- inn og ef bíl er ekið yfir leyfilegum hámkarkshraða fellur hlerinn nið- ur um nokkra sentímetra. Þetta eru hraðahindranir sem þekkjast víða erlendis en hafa ekki sést áður hér á landi. Þessi hraðahindruð verður því fyrsta sinnar tegundar á land- inu. arg/ Ljósm. Vegagerðin Kristján Þór Harðarson hef- ur verið ráðinn framkvæmda- stjóri slysavarnafélagsins Lands- bjargar frá og með 1. apríl næst- komandi. „Kristján hefur víðtæka reynslu úr fjármálageiranum þar sem hann sat í framkvæmdastjórn Valitors á árunum 2008 til árs- ins 2019, fyrst sem framkvæmda- stjóri markaðs- og viðskiptaþró- unar og síðar alþjóðasviðs félags- ins eða þar til hann tók við sem framkvæmdastjóri Valitor á Ís- landi árið 2017. Kristján sat einn- ig í framkvæmdastjórn spron á ár- unum 2001 til ársins 2008. Hann hefur einnig víðtæka reynslu inn- an íþróttahreyfingarinnar þar sem hann hefur gegnt ýmsum trúnað- arstörfum í gegnum árin,“ segir í tilkynningu. Þór Þorsteinsson, formaður slysavarnafélagsins Landsbjargar, segir félagið standa frammi fyr- ir mörgum áskorunum, nú sem endranær, og að sumar þeirra snúi að fjármögnun félagsins og ein- inga þess til skemmri og lengri tíma. Verkefnum félagsins fjölgar sífellt og ábyrgð þess á almanna- heill eykst stöðugt. Hann segist hlakka til að vinna með Kristjáni að þessum málum. mm Lögreglan á Vesturlandi hefur fengið bráðabirgðaleyfi frá sveitar- félaginu Borgarbyggð til að stunda skotæfingar og skotpróf á Öldu- hrygg við snæfellsnesveg. sam- kvæmt viðbúnaðarskipulagi lög- reglu gerir ríkislögreglustjóri kröfu um að lögreglumenn fái reglulega þjálfun í skotfimi og standist árleg skotvopnapróf. Aðstaða til æfinga lögreglu hefur á liðnum árum far- ið fram í sal skotfélags Vesturlands í Brákarey í Borgarnesi. Æfingar og próf í salnum lágu hins vegar niðri vegna sóttvarnaráðstafana vegna Covid-19 en frá því í febrúar hef- ur salurinn verið lokaður og verður svo um ótilgreindan tíma. Æfing- ar lögreglu á Ölduhrygg munu fara fram þrisvar sinnum í viku, tvær klukkustundir í senn. mm síðastliðinn fimmtudag kom upp atvik við flutning á riðusmituðum úrgangi sem flytja átti til brennslu í Kölku á suðurnesjum. Í tilkynningu frá Matvælastofnun segir að mik- ill þrýstingur af völdum gasmynd- unar úr úrganginum hafi myndast í einum gámnum á meðan á flutn- ingi stóð. Þetta hafi orðið til þess að hleri á ofanverðum gámnum gaf sig og uppgötvaðist atvikið áður en komið var að Hvalfjarðargöngum. Fram kemur að bílstjórinn stöðvaði tvisvar á leiðinni áður en atvikið átti sér stað til að kanna ástand gáma sem þá hafði reynst vera í lagi. Ekki var meira magn af hræjum í gámn- um en tíðkast við flutning á riðus- mituðum úrgangi. „Atvikið var strax tilkynnt til Mat- vælastofnunar sem ákvað að stöðva flutning. Í kjölfarið var ástand gám- anna kannað á gámaþjónustusvæði á Akranesi og hluta farmsins um- hlaðið í annan gám áður en flutn- ingur hófst að nýju. Við umhleðslu heltist niður blóð og annar vökvi úr farminum. Þrif og sótthreinsun svæðisins á Akranesi þar sem um- hleðsla átti sér stað er lokið,“ seg- ir í tilkynningu frá MAsT: „Jarð- vegsskipti munu fara fram í þeim tilgangi að fjarlægja smitefnið eins og kostur er. svæðið verður í fram- haldinu girt af í varúðarskyni til að fyrirbyggja smit í sauðfé.“ mm Gagnvirkri hraðahindrun komið fyrir í Ólafsvík Ljósmynd úr safni Skessuhorns frá 2015. Hér eru lögreglumenn af Vesturlandi við æfingar í Kolgrafafirði á Snæfellsnesi. Ljósm. tfk. Lögreglan æfir skotfimi á Ölduhrygg Kristján Þór ráðinn framkvæmdastjóri Landsbjargar Óhapp við flutning hræja til brennslu

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.