Skessuhorn


Skessuhorn - 24.03.2021, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 24.03.2021, Blaðsíða 14
MIÐVIKUDAGUR 24. MARs 202114 Fulltrúar frá Vestfjarðastofu, sam- tökum sveitarfélaga á Vestur- landi (ssV) og sveitarfélögum við Breiðafjörð áttu í liðinni viku fundi með samgöngu- og sveitarstjórnar- ráðherra, vegamálastjóra og þing- mönnum Norðvesturkjördæmis um stöðuna sem upp er komin vegna bilunar sem varð í Breiðafjarðaferj- unni Baldri 11. mars síðastliðinn. Eins og mörgum er kunnugt varð bilun í aðalvél Baldurs sem varð til þess að ferjan varð vélarvana á miðjum Breiðafirði og tók rúman sólarhring að draga ferjuna í land í stykkishólmi. Mikil mildi var að allt fór vel, en ekki mátti mikið út af bregða til þess að hlutir hefðu get- að farið til verri vegar. Fram kom í máli samgönguráðherra að bil- unin yrði skoðuð af rannsóknar- nefnd samgönguslysa og telja full- trúar sveitarfélaganna brýnt að það verði gert. Í ályktun landshlutasamtakanna segir: „Ferjan Baldur gengur afar mikilvægu hlutverki sem tenging á milli sunnanverðra Vestfjarða og snæfellsness og er oftar en ekki eina greiðfæra leiðin fyrir íbúa á sunn- anverðum Vestfjörðum yfir vetrar- tímann þar sem vegur yfir Klett- sháls lokast mjög oft og gegnir ferj- an lykilhlutverki í að tryggja flutn- ing fólks sem og vaxandi magns sjávarafurða og aðfanga. Þá gegn- ir ferjan mikilvægu hlutverki fyrir byggðina í Fletey og þá íbúa sem þar eiga fasta búsetu allt árið um kring og þá stólar Flatey á afhend- ingu vatns í eyjuna með Baldri. Það öryggisleysi sem íbúar og atvinnulíf á sunnanverðum Vestfjörðum búa nú við í samgöngum í kjölfar bilun- ar Baldurs er óásættanlegt.“ Ferjusiglingar verði öruggur valkostur Á fundum ofantalinn aðila lögðu fulltrúar sveitarfélaganna þunga áherslu á að endurreisa þarf öryggi og traust íbúa og atvinnulífs á ferju- siglingu á Breiðafirði. „Þar sem langt er í land um úrbætur á vegsam- göngum skiptir verulegu máli fyrir mannlíf og atvinnulíf á Vestfjörð- um og Vesturlandi að ferjusiglingar séu öruggur valkostur. Á fundun- um var jafnframt ítrekað mikilvægi þess að unnin verði viðbragðsáætl- un ef bilun eða slys verða, til að tryggja með öllum ráðum að atvik síðustu viku endurtaki sig ekki og öryggi farþega verði tryggt. Einn- ig að tryggðar verði viðunandi við- brögð ef ferjuslys verður á friðuð- um Breiðafirði til að lágmarka um- hverfisáhrif. Einnig er mikilvægt að yfirfarinn verði gildandi samningur um reksturs Baldurs. Auk þess er forgangsmál að fá fram kostnað og niðurstöðu um mögulega notkun á Herjólfi 3 til reksturs á Breiðafirði til skemmri tíma.“ Loks segir í ályktun landshluta- samtakanna að ljóst sé að framtíð ferjusiglinga sé grundvallarþáttur fyrir Vestfirði og Vesturland. „Því var mjög jákvætt að á þessum fund- um hefur komið fram að stjórnvöld og þingmenn eru sammála þessu sjónarmiði og að bætt vegakerfi mun ekki þýða að rekstri ferju verði hætt. Þar vega hagsmunir byggð- ar, ekki síst í Flatey - og beggja vegna Breiðafjarðar þungt. Því er afar brýnt að nú þegar verði hafist handa við að endurskoða þarfir og forsendur ferjusiglinga til framtíð- ar. Að okkar mati er eina lausnin til lengri tíma er að ný og öflug ferja sem uppfylli allar nútíma öryggis- kröfur hefji siglingar eins fljótt og verð má.“ mm síðastliðið miðvikudagskvöld var haldinn kynningarfundur um skýrslu Verkís um úttekt á hús- næði Grundaskóla á Akranesi sem unnin var vegna grunsemda um ónóg loftgæði í skólanum. Helstu niðurstöður úttektarinnar eru að rakaskemmdir hafa fundist víða í húsnæði skólans og sums staðar hafa þær leitt til myglu. Nú verð- ur brugðist við af festu og ljóst að ráðast verður í viðamiklar fram- kvæmdir. sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri hélt framsögu og stýrði fundinum. Þá tók sigurður Arnar sigurðsson skólastjóri Grundaskóla við og fór yfir ástæður þess að óskað var eft- ir úttektinni og rakti í ítarlegu máli viðbrögð skólans. sigurður fór yfir tímalínu málsins en grundsemdir vöknuðu fyrst á haustdögum vegna ítrekaðra athugasemda frá starfs- mönnum og nemendum. Í nóvem- ber og desember var úttektin und- irbúin og hún fór svo fram dagana 10. til 16. febrúar. Það er svo í byrj- un mars að aðgerðaáætlun skólans er virkjuð og tekin ákvörðun um að loka stórum hlutum skólans og stokka upp skólastarfið með tilliti til þess. sigurður Arnar fór yfir hvaða áhrif uppstokkunin hefði á hin mismundandi stig skólans en flytja þurfti stóran hluta nemenda í hús- næði utan skólans, svo sem í Þorp- ið og Arnardal, frístundamiðstöð- ina við Garðavöll, tónlistarskólann og fjölbrautaskólann. Alls hefur skólinn þurft að loka 22 skólastof- um eða um tveimur þriðju af því rými sem hann hefur yfir að ráða. Hefur starfsemi skólans farið fram á sjö starfsstöðvum undanfarið. Þá fjallaði sigurður um hvernig skól- inn hefði brugðist við hvað varðar búnað og fleira, hvernig hægt væri að hreinsa og varðveita sumt en að sumu þyrfti hreinlega að farga. Jafnframt færði sigurður þakk- ir til fyrirtækja og stofnana vegna veittrar aðstoðar og hrósaði starfs- fólki, nemendum og foreldrum fyrir þeirra viðbrögð og aðkomu auk þess sem hann hrósaði bæjar- yfirvöldum fyrir mikinn vilja til að finna góðar lausnir fljótt og vel. Mygla stórskaðleg heilsu Indriði Níelsson, byggingarverk- fræðingur hjá Verkís fór yfir fram- kvæmd úttektarinnar og niðurstöð- ur. Hann rakti tímalínu úttektar- innar og hvernig hún var fram- kvæmd. Þá útskýrði hann hvernig rakaskemmdir verða til og hvern- ig þær geta leitt til myglu en mygla getur verið stórskaðleg heilsu fólks og jafnvel verið krabbameinsvald- andi. Indriði fór ítarlega yfir hvar og hvernig sýnatökur fóru fram og hvað kom út úr sýnum á hverjum stað. Miðað við þann fjölda af sýn- um sem tekin voru þá kom fram í máli Indriða að hlutfall hækkaðra gilda í teknum sýnum var ekki hátt, eða um 17%. Hann fór jafnframt yfir niðurstöður rannsóknar Nátt- úrufræðistofnunar Íslands á myglu- sveppum í sýnum sem tekin voru í úttekt Verkís. Niðurstöður: Raka- skemmdir og mygla Helstu niðurstöður úttektarinnar eru að rakaskemmdir fundust víða í húsnæði skólans og sums stað- ar höfðu þær leitt til myglu. Þá er gömul glerull ásamt ágöllum á raka- varnarlagi stór orsakavaldur að lé- legri loftgæðum en rykagnir berast frá glerullinni þar sem húsnæðið er óþétt. Framundan er viðamikið verk við endurbætur á húsnæði Grundaskóla og er það þegar hafið undir stjórn Akraneskaupstaðar og ráðgjafa Verkís. Fjarlægja þarf byggingar- efni víða og endurnýja. sérstaklega er það í C-álmu skólans (elsti hluti byggingarinnar), þar sem kennslu- rými yngstu nemenda skólans er, en einnig eru tvö rými í B-álmu, kennslurými unglingadeildar, lokuð vegna rakaskemmda og viðamiklar viðgerðir þegar hafnar. Bæjaryfirvöld munu á næstu dögum og vikum fjalla um og taka ákvarðanir um þær framkvæmdir sem ljóst er að ráðast þarf í á hús- næðinu til að skapa fullnægjandi að- stæður til kennslu. Hægt er að finna allar niður- stöður úttektarinnar, niðurstöður Náttúrufræðistofnunar, upptökur af fundinum og aðra umfjöllun á vef Akraneskaupstaðar. frg /Ljósmyndir af Youtube Grundaskóla og úr skýrslu Náttúru- fræðistofnunar Íslands. Viðamiklar umbætur framundan á húsnæði Grundaskóla Rakaskemmdir í kyndiklefa. Grundaskóli á Akranesi. Ljósmynd úr safni. Gömul glerull ásamt ágöllum á rakavarnarlagi stór orsakavaldur að lélegri loftgæðum. Svokölluð gryfja í Grundaskóla en þar fannst mygla. Baldri ýtt að bryggju eftir síðustu bilun. Ljósm. sá. Hafist verði handa við að endurskoða þarfir og forsendur ferjusiglinga

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.