Skessuhorn


Skessuhorn - 24.03.2021, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 24.03.2021, Blaðsíða 16
MIÐVIKUDAGUR 24. MARs 202116 Aldís Pálsdóttir ljósmyndari býr á Akranesi ásamt sindra Birgis- syni og börnunum þeirra tveimur. Aldís ólst að mestu upp í Reykja- vík en dvaldi mikið á spáni sem barn. Eftir stúdentspróf flutti hún til Danmerkur þar sem hún fór í Medieskolerne í Viborg á Jótlandi og lærði ljósmyndun. Hún starf- aði fyrir einn virtasta ljósmynd- ara Danmerkur, sem meðal ann- ars var konunglegur hirðljósmynd- ari. Aldís og sindri kynntust í Dan- mörku og saman fluttu þau til Ís- lands árið 2009. Þá starfaði Al- dís sjálfstætt um tíma, þar til hún fékk vinnu sem ljósmyndari fyr- ir Birtíng útgáfufélag. Þar starfaði hún í fimm ár eða til ársins 2019 þegar hún ákvað að fara aftur að vinna sjálfstætt. Aldís hefur komið að fjölbreyttum verkefnum í gegn- um árin og meðal annars tók hún allar myndir fyrir bókina Kviknar, en bókin er það sem kveikti áhuga blaðamanns á Aldísi og því sem hún er að fást við. Tilviljun að ljósmynd- unin varð fyrir valinu „Foreldrar mínir eignast mig ung og ég fylgi þeim í því brasi sem þau voru í á þeim tíma. Pabbi er klass- ískur gítarleikari og fór í fram- haldsnám til spánar. Við bjuggum því þar frá því ég var eins til fjög- urra ára,“ segir Aldís. Þegar hún var átta ára fara foreldrar hennar að vinna sem fararstjórar á spáni. Til 13 ára aldurs var Aldís því mik- ið á spáni yfir sumrin. „Ég held að þarna hafi ég mótast sem þessi flökkukind sem ég hef leyft mér að vera,“ segir Aldís og hlær. Aldís flutti til Danmerkur eftir stúdents- próf til að læra ljósmyndun. Hún segir það tilviljun að ljósmyndun hafi orðið fyrir valinu. „Ég vissi ekkert hvað ég vildi verða, og hafði í raun ekkert endilega spáð í því að verða atvinnuljósmyndari, frekar en eitthvað annað,“ segir hún. Vinir Aldísar voru á leið í Me- dieskolerne í Viborg á Jótlandi að læra kvikmyndun og hún ákvað að fara með þeim. „Þarna má segja að hlutirnir hafi eiginlega farið að gerast af sjálfu sér fyrir mig. Ég fór bara til að prófa en eftir grunnnám- ið þarf maður að komast á samning til að komast á næstu önn,“ segir Aldís. „Ég var ekki bjartsýn um að finna samning en kennararnir sáu eitthvað í mér og hvöttu mig til að reyna. Þeir vildu endilega að ég færi á samning og kæmi svo strax aftur að klára námið. Það gekk svo allt upp hjá mér og hlutirnir bara gerð- ust,“ segir hún. samhliða náminu vann Aldís á Íslandi hjá ljósmynd- ara sem sérhæfði sig í auglýsinga- ljósmyndun. Sótti um hjá virtasta ljósmyndara Danmerkur Einu ári áður en Aldís útskrifast úr náminu, árið 2014, heyrði hún af tilviljun að ljósmyndarinn steen Evald væri að leita að aðstoðar- manni. steen Evald er einn virtasti ljósmyndari Danmörku. „Ég hafði séð myndir eftir hann, en aldrei spáð í því, að það gæti verið mögu- leiki fyrir mig að vinna með hon- um. Þegar ég spurðist fyrir um hvar ætti að sækja um, var litið frekar niður á mig. Mér sagt að þetta væri erfitt starf, þyrfti kraftmikinn aðila sem gæti borið þungan búnað, sett hann upp og tekið saman. Og að stelpa væri ekki það sem væri ver- ið að leita að. Ég tvíelfdist bara við þetta svar, og spurði aftur hvar ég ætti að sækja um. Var mér þá bent á að hafa bara samband við steen sjálfan í síma og ég fékk símanúm- erið. Ég hafði nokkra daga, sem hentaði mér vel, því ég var á leið á Hróarskeldu.“ Aldís hringdi í steen Evald sem vildi fá að hitta hana samdægurs. „Þarna var ég bara daginn eftir Hró- arskeldu, með viskírödd eftir partý- lætin,“ segir hún og hlær. Hann hafði fengið fullt af umsóknum. Ég hafði bara brugðist svo skjótt við þessu, að ég var ekkert með neitt formlegt þannig, jú heimasíðuna mína. Ef ég hefði spáð of mikið í þessu hefði ég líklega misst kjark- inn og ekki sótt um,“ segir Aldís. steen var á leið í sumarfrí og spyr hvort hún geti ekki bara mætt 2. ágúst klukkan átta. Aldís brosti bara og sagði já. Fór aftur til Steen Þegar Aldís útskrifast úr skólanum var hún nýlega orðin ófrísk af fyrsta barni þeirra sindra. „Þegar dóttir mín var svo að komast á þann ald- ur að ég þurfti að fara að huga að næstu skrefum var ég stödd á spáni með foreldrum mínum. Þau voru svolítið að spyrja mig hvað myndi taka við núna. Fólki fannst svona tími á að við færum að fullorðnast,“ segir Aldís og hlær. Á sama tíma- punkti fékk hún tölvupóst frá steen þar sem hann spyr hvort hún geti komið aftur. „Hann var í vandræð- um og vantaði aðstoð. Nafnið mitt var einhverra hluta vegna alltaf að koma upp í bæði huganum og tölv- unni hjá honum svo hann ákvað að hafa samband. Þetta er bara enn eitt dæmið um hvernig hlutirn- ir hafa gerst af sjálfu sér. Ég held að ég hafi lesið þennan tölvupóst á föstudegi og var mætti til hans á mánudeginum eftir. Og vann hjá honum þar til við svo fluttum heim 2009,“ segir Aldís. Konungsfjölskyldan sem aðstoðarmaður steen Evald hitti Aldís konungsfjölskylduna í Danmörku og kom í nokkur skipti í höllina. Aðspurð segir hún að á þeim tíma hafi henni þótt þetta mjög eðlilegt en þegar hún horfir til baka þykir henni þessi tími frek- ar súrealískur. „Ég man þegar ég hitti Friðrik krónprins í fyrsta sinn. Það kom mér á óvart hversu al- mennilegur hann var. Hann fór að spjalla við mig, spyrja mig um Ís- land og mig sjálfa. Mér þótti það mjög sérstakt, en um leið mjög al- mennilegt og skemmtilegt. Ég vissi kannski ekki alveg hvað maður ætti að segja við prins, nema svara því sem ég væri spurð að,“ segir Aldís og hlær. Fluttu heim Árið 2009 fékk sindri fastráðningu í Þjóðleikhúsinu svo þau ákváðu að flytja heim til Íslands og Aldís fór strax að vinna sjálfstætt. skömmu áður en þau fluttu frá Danmörku hafði Andrea Eyland, vinkona Aldís- ar, haft samband við hana með hug- mynd að bók sem hún vildi skrifa. „Andrea var ófrísk af sínu öðru barni og hún hafði lesið allt sem hún komst í til að finna upplýsingar tengdar meðgöngunni. Við rædd- um þetta svolítið og sáum strax að það vantar betra aðgengi að ýmsum upplýsingum um meðgöngu. Hún kom með þessa hugmynd að bók og ég hvatti hana áfram og bauðst til að aðstoða hana, bæði með að safna sögum, hafa skoðun og að mynda,“ segir Aldís. Þegar Aldís var flutt til Íslands fóru þær af fullum krafti í að undirbúa bókina sem upphaflega átti að vera meðgöngubók. „Hug- myndin var að fjalla bara um með- göngu og ég byrjaði að taka myndir af ófrískum konum í náttúrunni og Andrea skrifar sína sögu og pæling- ar og svo förum við að spyrja vin- konur okkar og að lokum förum við að fá sögur frá allskonar kon- um. Bókin spannar í raun sögur frá íslenskum konum yfir þrjár kyn- slóðir. Okkur langaði að opna um- ræðu um þá hluti sem margir þora ekki að tala um en eru svo eðlileg- ir,“ segir Aldís. Tíu ára meðganga Meðganga bókarinnar tók tíu ár og fljótlega var Hafdís Rúnars- dóttir, ljósmóðir á Akranesi, farin að aðstoða þær við skrifin á bók- inni. „Við fengum inn margar fjöl- breyttar sögur og sáum þá að það var margt sem við vissum ekki sem þyrfti að koma fram. Var því ljóst að við þyrftum fagmanneskju til að aðstoða okkur. Hafdís var því kom- in á fullt í þetta með okkur,“ seg- ir Aldís. Bókin óx hratt og eftir að hafa fjallað um meðgöngur og fæðingar sagði Hafdís að sængur- legan eigi það til að gleymast en það sé tímabil sem reynist oft erf- itt. Hún vilji endilega tala um það líka. Þarna vorum við komnar með meðgöngu, fæðingu og sængurlegu og þá lá beinast við að hafa getnað- „Að sjá þennan kraft sem býr innra með konum er það merkilegasta sem ég hef upplifað“ segir Aldís Pálsdóttir ljósmyndari um þá upplifun að mynda fæðingar Aldís Pálsdóttir ljósmyndari. Ófrísk kona í íslenskri náttúru. Kápan af bókinni Kviknar. Aldís tók allar myndir í bókinni.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.