Skessuhorn


Skessuhorn - 24.03.2021, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 24.03.2021, Blaðsíða 22
MIÐVIKUDAGUR 24. MARs 202122 Unnið er að undirbúningi Barna- menningarhátíðar sem hald- in verður á Akranesi nú á vordög- um. Frumkvæði að hátíðinn er hjá Hönnu Þóru Guðbrandsdóttur og Köru sól samúelsdóttur en þær eru verknámsnemar í Viðburðarstjór- nun í Háskólanum á Hólum. Það er Akraneskaupstaður í samstarfi við samtök sveitarfélaga á Vestur- landi sem standa fyrir barnamenn- ingarhátíð fyrir börn og ungmenni á Akranesi dagana 28.-30. apríl. Vettvangur hátíðarinnar er bær- inn allur og leitast er við að nýta spennandi og áhugaverð rými þar sem fjölbreyttir viðburðir fara fram um allan bæ. „Markmið barnamenningarhá- tíðar er að efla menningarstarf fyrir börn og ungmenni. Og að gera hana aðgengilega fyrir öll börn. Barna- menningarhátíð er vettvangur þar sem þátttaka barna og ungmenna er lykilatriðið og lögð er áhersla á menningu barna, með börnum og fyrir börn. Menning getur verið svo margt og eru börn sérstaklega hug- myndarík og svo gaman að sjá hvað þau geta búið til margt skemmtileg með hugmyndarfluginu. Menn- ing er ekki bara eitthvað sem við tengjum við myndlist eða tónlist. Hún getur einnig tengst íþróttum barna. Og er það einn vinkillinn á þessa hátið en við viljum hvetja íþróttafélögin að taka við sér og gera eitthvað skemmtilegt þessa daga. Akranes hefur oft verið kall- aður íþróttabærinn Akranes og er það því ákveðin menning sem börn fá að njóta hér,“ segja þær Hanna Þóra og Kara sól. „Barnamenningarhátíðin verður skemmtileg hátíð með fjölbreyttri afþreyingu og skemmtilegri dag- skrá fyrir öll börn og ungmenni,“ segja þær Hanna Þóra og Kara sól en þær eru verkefnastjórar hátíðar- innar í ár en undirbúningur að há- tíðinni er hluti af þeirra námi og vinnu í nánu samstarfi við Akranes- kaupstað. „Við hvetjum alla sem starfa með börnum að virkja þau til að taka þátt hvort sem það er að búa til einhvern viðburð, listsýningu eða einfaldlega að koma og vera áheyrandi/horfandi. Við viljum að lokum vekja athygli á ljósmynda- keppni sem skessuhorn ætlar að standa fyrir í samstarfi við hátíðina. Keppnin er fyrir börn á öllum aldri og er yfirskrift keppninnar ,,Nátt- úran að vori.“ Myndunum skal skila inn á .jpg formati á skessuhorn@ skessuhorn.is fyrir 20. apríl næst- komandi. Dómnefnd á ritstjórn skessuhorns mun velja myndir í 1., 2. og 3. sæti og eru peningarverð- laun 15, 10 og 5 þúsund krónur. Þá verða einnig tekin viðtal við þau börn sem vinna og myndirnar og viðtalið birt í skessuhorni miðviku- daginn 28. apríl 2021. „Full mótuð dagskrá verður svo kynnt síðar þar sem við vinnum hörðum höndum við að móta hana. Það er mjög spennandi að fá að taka þátt í þessu verkefni og erum við vongóðar um að bæjarfélagið taki við sér og geri þessa daga skemmti- lega og áhugaverða fyrir börnin þrátt fyrir stuttan fyrirvara. Ef ein- hvern tímann er þörf á að brjóta upp dagana hjá börnunum þá er það á þessum fordæmalausu tím- um Covids. Ef það eru einhverja spurningar eða ef ykkur langar að taka þátt í hátíðinni með einhvern viðburð sendið þá tölvupóst á net- fangið mannlif@akranes.is“ segja þær Hanna Þóra og Kara sól. mm Allt frá því Covid-19 veiran kom upp hér á landi hefur starfsemi Fornbílafjelags Borgarfjarðar í Brákarey verið í lágmarki. Núver- andi reglur um samkomutakmark- anir gilda til 9. apríl en í þeim segir m.a. að hámarksfjöldi einstaklinga í sama rými sé 50 með ákveðnum takmörkunum, bæði í opinberu rými og í einkarými. Þetta gerir það að verkum að hátíðarhöldum vegna tíu ára afmælis félagsins hefur verið slegið á frest, en afmælisdagurinn er í dag, 24. mars. Félagsmenn eru rúmlega 200 í dag og reiknar skúli G. Ingvarsson formaður félagsins með því að fleiri en 50 hefðu vilj- að koma saman og samgleðjast á þessum tímamótum. „stjórnin hef- ur því ákveðið að ekki verði boðað til fagnaðar á afmælisdaginn sjálfan. Við tökum ákvörðun um dagsetn- ingu þegar fyrir liggur með þær reglur sem taka gildi eftir 9. apríl,“ segir skúli. Eins og mörgum er kunnugt var öllu húsnæði Borgarbyggðar að Brákarbraut 25 og 27 lokað í febrú- ar með skömmum fyrirvara. Fram kemur í bréfi skúla til félagsmanna að úttekt frá Húsnæðis- og mann- virkjastofnun liggi fyrir og í fram- haldi af því hafi sveitarfélagið sam- ið við Verkís um úttekt á húsnæð- inu og kostnaðarmat á þeim lag- færingum sem þarf að fara í til að það uppfylli þær kröfur sem byggja á lögum um brunavarnir og skil- mála byggingareglugerðar. Vinnu við úttekt á að ljúka föstudaginn 26. mars. „Í kjölfar þess getur sveitarfé- lagið, í samráði við leigjendur, tek- ið ákvörðun um hvort og þá með hvaða hætti húsnæðið verði lag- fært. Þegar skýrslurnar liggja fyrir mun verða boðað til fundar með leigjendum í húsnæðinu og fara yfir möguleikana í stöðunni,“ seg- ir skúli. Hann bætir við að komið hafi upp sú hugmynd af sameina afmælisfagnað félagsins og aðal- fund sem halda skal fyrir lok apríl ár hvert. samkomutakmarkanir þá munu segja til um hvort það verður framkvæmanlegt. mm Vinna við mótun menningarstefnu Vesturlands 2021-2025 er nú í full- um gangi. Verkefnið er á vegum samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi (ssV) en sérstakt fagráð, samsett af aðilum tilnefndum af sveitarfélög- unum á Vesturlandi, auk fjögurra fagaðila úr menningartengdum at- vinnugreinum hefur verið skipað til að stýra stefnumótuninni. Til við- bótar við þann hóp hefur öflug- um aðilum sem starfa á sviði list- og menningargreina á Vesturlandi verið boðið að taka þátt í pallborðs- umræðum á opnum fundum sem sendir verða út rafrænt á Facebo- oksíðu ssV. Menningarstefnan skiptist í fimm kafla/hluta og því verða haldnir fimm opnir fundir rafrænt: Menningaruppeldi mánudaginn 29. mars, kl 20:00-21:00 Listir miðvikudaginn 31. mars, kl 20:00-21:00 Nýsköpun þriðjudaginn 6. apríl, kl 20:00-21:00 Menningararfur fimmtudaginn 8. apríl, kl 20:00-21:00 Samvinna þriðjudaginn 13. apríl, kl 20:00-21:00 Allir fundir fara fram með fjar- fundabúnaði og verður streymt í gegnum Facebooksíðu ssV. Á hverjum fundi munu 3-4 sitja í pallborði en sigursteinn sigurðs- son verkefnastjóri, mun stýra fund- unum. Allir þátttakendur munu geta tekið þátt í umræðum með því að senda inn spurningar/ábend- ingar á skriflegu formi á meðan fundi stendur. Afrakstur fundanna mun fagráð nota til grundvallar við stefnumótunina. Menningarstefna Vesturlands var fyrst samþykkt árið 2016 var í gildi til 2019. stefnan er aðgerðarmiðuð áætlun í að efla menningarlíf lands- hlutans á breiðu sviði, t.d. er varðar menningaruppeldi, nýsköpun í listum og samvinnu. Eldri menningarstefna verður nú tekin til endurskoðunar, breytt og bætt þannig að hún sé í samræmi við aðrar gildandi stefnur og áætlanir svo sem byggðaáætlun ríkisstjórnarinnar og sóknaráætlunar, en verkefnið er áhersluverkefni sóknaráætlunar Vest- urlands. Fagráðið skipa: Ása Líndal Hinriks- dóttir, Bjarnheiður Jóhannesdóttir, Dagbjört Dúna Rúnarsdóttir, Eygló Bára Jónsdóttir, Heiðar Mar Björns- son, Jóhannes Eyberg, Kári Viðars- son, María Neves, Ólafur Páll Gunn- arsson, Ragnheiður Valdimarsdóttir, sigrún Þormar, sigþóra Óðinsdóttir og Þorgrímur Einar Guðbjartsson. „Við hvetjum alla áhugasama til að fylgjast með og taka þátt í um- ræðunni. slóð inn á fundina verður auglýst þegar nær dregur,“ segir í til- kynningu. mm Barnamenningarhátíð á Akranesi í lok apríl Fresta hátíðarhöldum vegna tíu ára afmælis Fornbílafjelags Menningarstefna Vesturlands 2021-2025 í mótun Sigursteinn Sigurðsson menningarfulltrúi Vesturlands mun stýra opnum fundum um stefnumótun í menningarmálum.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.