Skessuhorn


Skessuhorn - 24.03.2021, Blaðsíða 9

Skessuhorn - 24.03.2021, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 24. MARs 2021 9 skipulags- og umhverfisráð Akra- neskaupstaðar hefur falið bæjar- stjóra ásamt skipulagsfulltrúa bæj- arins að hafa samráð við nokkra að- ila varðandi þróun og framtíðar- hugmyndir um iðnaðarsvæðið Flóa- hverfi á Akranesi. Að sögn sævars Freys Þráinssonar bæjarstjóra hef- ur bærinn nýlega sett af stað vefinn www.300akranes.is sem ætlaður er til markaðssetningar á atvinnu- og íbúðarhúsnæði í bæjarfélaginu. Til- ganginn með vefnum 300akranes.is segir sævar Freyr vera annars vegar að gefa fyrirtækjum sem þegar hafa starfsemi á Akranesi möguleika á að færa sig um set í nýtt hverfi og hins vegar að laða að fyrirtæki annars staðar frá. Hann bendir á að þeg- ar sé verið að deiliskipuleggja stór íbúðarhverfi á höfuðborgarsvæðinu sem í dag eru iðnaðarhverfi og fyr- irtæki þar þurfi því að finna sér nýja staðsetningu. Þar komi Flóahverfi mjög sterkt inn sem valkostur. Þegar hefur eitt fyrirtæki, Efna- greining ehf. hafið starfsemi í Flóa- hverfi og bygging starfsstöðvar Veitna ohf. á næstu lóð við hliðina er vel á veg komin. Að sögn sæv- ars er talsverður áhugi á iðnaðar- svæðinu, margir hafa sótt um lóð- ir og fengið úthlutað. Þar á meðal eru fyrirtæki sem ætla sér að byggja atvinnuhúsnæði bæði til sölu og til þess að leigja út. Þessi fyrirtæki eru Merkjaklöpp ehf., Votaberg ehf., G.J.B. ehf., og sjammi ehf. Verið sé að skoða hvernig megi útfæra sam- starf við þessi fyrirtæki. Flóahverfið verði vistvænn iðngarður sævar Freyr segir að aðferðafræðin sem bæjaryfirvöld vilja innleiða sé að þróa Flóahverfið sem vistvæna iðngarða (e. Eco Industrial Park). Hugmyndafræðin um vistvæna iðn- garða byggir á heildrænni nálgun á uppbyggingu iðnaðarsvæða, með sjálfbærni að leiðarljósi. Mótaður er ákveðinn rammi um uppbygg- ingu svæðisins og lagður grunnur að víðtæku samstarfi fyrirtækja og ýmissa hagaðila sem samnýta inn- viði, aðföng og hráefnastrauma sína til að draga úr umhverfisáhrifum framleiðslu og styðja við nýsköpun. Uppbygging vistvænna iðngarða er í mikilli sókn á heimsvísu sem að- ferð framleiðslufyrirtækja til að stuðla að aukinni sjálfbærni og til að ýta undir getu þeirra til að starfa eftir hugmyndafræði hringrásar- hagkerfisins. Í því felst meðal annars að við þróun svæðisins sé sjálfbærni höfð að leiðarljósi og að hún styðji við jákvæða samfélagslega og efnahags- lega þróun svæðisins og að iðn- garðar byggist upp í góðri sátt. Það geti til að mynda falið í sér að mat- vælafyrirtæki geti treyst því að ekki komi mengandi iðnaður í næsta nágrenni. Regluverkið um vist- væna iðngarða er afurð samvinnu Iðnþróunarstofnunar sameinuðu þjóðanna, UNIDO, Alþjóðabank- ans og Þýsku Þróunarsamvinnu- stofnunarinnar GIZ. Gatnagerðargjöldum frestað í tvö ár Regluverk sem nýlega hefur verið samþykkt í bæjarstjórn Akranes- kaupstaðar varðandi úthlutanir og greiðslu gatnagerðargjalda í Flóa- hverfi segir sævar Freyr vera afar hvetjandi fyrir fyrirtæki. Í því felst að þeir sem tryggja sér lóð geta gert sérstakan samning við bæj- arfélagið sem gerir þeim kleift að fresta greiðslu gatnagerðargjalda í tvö ár. samningurinn gerir svo kröfu um að framkvæmdir hefj- ist strax, verkhlutum verið lok- ið miðað við fyrirfram ákveðn- ar, tímasettar vörður og að hús- næði sé tilbúið og starfsemi hafin innan tveggja ára. Annars gjald- falla gjöldin og verða innheimt með álagi. Þetta fyrirkomulag er meðal annars hugsað til þess að koma í veg fyrir að fyrirtæki sem fá úthlutað lóð geti ekki dregið úr hömlu að hefja og eða ljúka fram- kvæmdum við bygginguna. frg Í Flóahverfi á Akranesi verða vistvænir iðngarðar Greiðslu gatnagerðargjalda frestað í tvö ár gegn því að menn hefji strax framkvæmdir Flóahverfi á Akranesi. Ljósmynd og möguleg atvinnuhúsabyggð, tekin af vef Akraneskaupstaðar. MENNINGARSTEFNA VESTURLANDS 2021-2025 PALLBORÐSUMRÆÐUR Á OPNUM FUNDUM Áslaug Arna sigurbjörnsdótt- ir dómsmálaráðherra hefur skip- að Gunnar Örn Jónsson, lögreglu- stjóra á Norðurlandi vestra, í emb- ætti lögreglustjórans á Vesturlandi frá 7. apríl næstkomandi. Gunnar Örn var frá árinu 2015 yfirmaður ákærusviðs við embætti lögreglu- stjórans á suðurlandi og staðgeng- ill lögreglustjóra, þar til að hann tók við embætti lögreglustjóra á Norð- urlandi vestra árið 2017. Hann út- skrifaðist með embættispróf í lög- fræði frá Háskóla Íslands árið 2003 og öðlaðist málflutningsréttindi 2005. Gunnar Örn hefur sótt ýmis námskeið hjá Lögregluskóla ríkis- ins og lokið námskeiði í aðgerða- stjórnun Almannavarna. Gunnar hefur m.a. starfað hjá sýslumanns- og lögreglustjóra- embættinu á selfossi og síðar lög- reglustjóranum á suðurlandi frá 2004 til 2014, þar af sem staðgeng- ill sýslumanns og síðar lögreglu- stjóra frá árinu 2008 og sem yfir- maður ákærusviðs embættisins frá 2015. Hann starfaði sem löglærð- ur fulltrúi sýslumannsins á selfossi frá 2004 til ársins 2014, þar af sem staðgengill sýslumanns frá 2008. Í samtali við skessuhorn segir Gunnar Örn að hið nýja starf legg- ist afar vel í hann og kveðst hann hlakka mikið til þess að kynnast góðu samstarfsfólki. Hjá embætti lögreglustjórans á Norðurlandi vestra segir Gunnar Örn að mikil áhersla hafi verið lögð á umferðar- mál og skaðaminnkandi aðgerðir í tengslum við þau enda hafi náðst mikill árangur við fækkun slysa á undanförnum árum. Gunnar Örn segir að eðli málsins samkvæmt séu embættin ólík með ýmislegt, til að mynda séu lögreglustöðvarnar sex á Vesturlandi en tvær á Norðurlandi vestra, embættið á Vesturlandi víð- feðmt og mannmargt og segist hann ætla að gefa sér góðan tíma til þess að setja sig inn í málin í nýju embætti. frg Gunnar Örn Jónsson er nýr lögreglustjóri á Vesturlandi. Ljósm. af vef Stjórnarráðsins. Gunnar Örn Jónsson er nýr lögreglustjóri á Vesturlandi

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.