Skessuhorn


Skessuhorn - 24.03.2021, Page 18

Skessuhorn - 24.03.2021, Page 18
MIÐVIKUDAGUR 24. MARs 202118 ingar gefa ekki mikinn fyrirvara. Ég get ekki verið að lofa mér í fæðingu og svo kannski er ég úti á landi að mynda þegar fæðing fer af stað,“ segir Aldís. Líður vel á Akranesi Árið 2011 fluttu Aldís og sindri á Akranes þar sem þau búa enn í dag. spurð hvernig það hafi kom- ið til hlær Aldís og svarar því að í grunninn hafi það einfaldlega verið ódýrara húsnæði. „Ég ætlaði aldrei að flytja hingað. sindri ólst upp hér sem unglingur og foreldrar hans búa hér. síðan við fórum að vera saman hefur hann í gegnum árin verið að sýna mér hús, eða íbúðir hér á Akranesi sem vinir hans hafa verið að kaupa. Ég tók ekki í mál að flytja á Akranesi og sagði honum alltaf að hætta að sýna mér þetta því við myndum ekki flytja á Akranes. Hann sagði við mig að við gætum verið í flottu húsi með heitum potti fyrir sama verð og kjallaraíbúð í Reykjavík, en mér var alveg sama,“ segir Aldís. „Þegar ég svo leyfði mér að þroskast, og börnin orðin tvö, varð það ég sem stakk upp á því að flytja á Akranes. Fiðrildið í mér, langaði að prófa rómantíkina sem fylgdi því að búa aðeins fyrir utan stór- borgina. Ég hafði ekki haft þörf fyrir að festa rætur, eða að hugsa of langt fram í tímann. En á þess- um tímapunkti var eldra barnið að byrja í skóla og ég orðin þreytt á þessu rótleysi. Okkur líður mjög vel á Akranesi. Hér er gott að vera og eiga heima, stutt í náttúruna og þvílík forréttindi að hafa Guðlaugu og Langasand í bakgarðinum,“ seg- ir Aldís og brosir. Starfaði hjá Birtíngi Árið 2014 fékk Aldís starf sem ljós- myndari fyrir Birtíng útgáfufélag og starfaði þar í fimm ár. „Það er enn eitt dæmið um það hvernig hlutirn- ir gerast af sjálfu sér. Ég var þá búin að tala um það í nokkurn tíma að ég væri þreytt á að vinna sjálfstætt og langaði í níu til fimm vinnu. Þá var haft samband við mig frá Birt- íngi og mér boðin vinna. Þetta var æðislegur tími,“ segir Aldís og bæt- ir við að hún hafi lengst af verið yf- irmaður ljósmyndadeildar Birtíngs. „Þetta var fjölbreytt og skemmti- legt. Þetta var samt mikil keyrsla og maður fór úr einu verkefni í ann- að og var alltaf á haus. Mér leið vel þarna og lærði mikið en svo leið mér eins og kominn væri tími fyr- ir mig að gera eitthvað annað svo ég gæti haldið áfram að vaxa,“ segir Aldís sem hætti hjá Birtíngi og fór að vinna sjálfstætt aftur árið 2019. Aðspurð segist hún taka að sér alls- konar myndatökur. „Ég elska tísku, og þesslags ljósmyndun, en það er erfiður bransi hér á Íslandi. Mér finnst líka gaman að taka auglýsing- ar og pæla í markaðssetningu á bak- við herferðir. Ég hef myndað mik- ið fyrir hana Andreu Magnúsdótt- ur fatahönnuð, við höfum hjálpast að síðan við byrjuðum báðar í okk- ar bransa. Við spáum mikið í sam- félagsmiðlum og reynum að fylgjast með því sem er að gerast þar. Ég hef myndað fyrir smáralindina, Gallerý sautján, Cintamani, Nike, speedo og fleiri. Ég mynda líka reglulega vörur og lífstílsmyndir fyrir Bio Effect og mynda lokaverkefni fyr- ir MakeUp studio Hörpu Kára,“ segir Aldís. „Ég kenndi einn kúrs í Ljósmyndaskólanum í fyrra og er að hanna geisladisk fyrir pabba. Ég elska að gera allskonar. Fjölbreytn- in heldur mér gangandi. Ég myndi bara hætta, ef ég væri alltaf að gera það sama,“ bætir hún við. Konur eru konum bestar Verkefnið Konur eru konum best- ar byrjaði árið 2017 og er nú orð- ið að árlegum viðburði. „Þetta er verkefni sem ég stend að með Andreu Magnúsdóttur, Elísabetu Gunnarsdóttur og Nönnu Kristínu Tryggvadóttur. Við eigum ungar dætur og vildum gera eitthvað með boðskap til ungra stelpna og kvenna yfir höfuð, hvetja þær til að standa frekar saman en að draga hvor aðra niður,“ útskýrir Aldís. Úr varð að þær framleiddu stuttermaboli sem á stóð „Konur eru konum best- ar“ og ágóði sölunnar fyrsta árið var ein milljón sem rann óskipt til Kvennaathvarfsins. „Okkur fannst þetta ganga svo vel og fljótlega ákváðum við að gera þetta aftur ári seinna,“ segir Aldís. Næst styrktu þær Menntunarsjóð Mæðrastyrks- nefndar. „Þetta var málefni sem við vissum ekki einu sinni af fyrr en við fórum að leita,“ segir Aldís. Eftir að hafa gert þetta tvisvar voru þær ákveðnar í að gera þetta að ár- legum viðburði. Árið 2019 styrktu þær KRAFT, stuðningsfélag fyrir ungt fólk með krabbamein og að- standendur, um 3,7 milljónir og á síðasta ári söfnuðu þær 6,8 milljón- um króna fyrir Bjarkarhlíð, þjón- ustumiðstöð fyrir þolendur ofbeld- is af öllum kynjum. „Þetta er búið að vera ótrúlega skemmtilegt og við munum halda þessu áfram. Það er gefandi að geta tekið þátt í svona verkefni og fá að gefa af sér með þessum hætti,“ segir Aldís. Langar í eigið stúdíó Eins og hjá mörgum hefur Co- vid-19 sett strik í reikninginn hjá Aldísi en þegar veiran kom til lands- ins í mars á síðasta ári datt starfsem- in hjá henni niður fyrst um sinn. „Það var bara hætt við allar tökur á einu bretti og maður varð bara pínu hræddur. Hvað má, og hvað má ekki, og hvernig á maður samt að redda sér. Hægt og rólega lær- ir maður og núna loksins eru hjól- in farin að snúast aftur. Mér finnst verkefnin koma í törnum, allir fara varlega og eru að gera sitt besta. Ég hef ekki haft fast stúdíópláss síðasta árið, hef leigt mig inn í Reykjavík ef þess þarf. En mig langar mik- ið að geta verið með starfsstöð hér á Akranesi,“ segir Aldís. „Það er draumurinn að geta verið með mína eigin yfirbyggingu, stúdíó sem ég get verið stolt af. Ef ég leyfi mér að dreyma lengra, sé ég fyrir mér um- boðsskrifstofu eða deilistúdíó fyrir fleiri í mínum bransa. Jafnvel boðið uppá námskeið, eða skóla einhvern tímann í framtíðinni,“ segir Aldís. „Ég hef velt því fyrir mér, hvort slík starfsemi væri ekki skemmtileg hér á Akranesi. Ég gæti þá fengið mín verkefni hingað. Ég er ennþá að spá og spekúlera í þessu. Leyfi mér að dreyma stórt! Kannski, núna þegar ég er búin að henda þessu út í kos- mósið kemur þetta til mín, og ger- ist að sjálfu sér,“ segir Aldís Páls- dóttir ljósmyndari að endingu. arg/ Ljósm. Aldís Pálsdóttir Úr tískuljósmyndun. Aldís hefur ásamt öðrum konum staðað fyrir verkefninu „Konur eru konum bestar síðan“ síðan árið 2017. „Ég elska tísku, og þesslags ljósmyndun.“ Úr myndatöku fyrir Cintamani. Aldís tekur m.a. myndir fyrir Nike.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.