Skessuhorn


Skessuhorn - 24.03.2021, Blaðsíða 17

Skessuhorn - 24.03.2021, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 24. MARs 2021 17 Pálmasunnudagur 28. mars á Smiðjuloftinu, Akranesi Fjölskyldutími kl. 11.00-14.00 Klifur í öryggislínu, opinn hljóðnemi, leiktæki, spil, leikföng, litir ofl. Frábær byrjun á páskafríinu Hljóðfæri, söngur og fjör tónlistarsamvera fyrir börn á öllum aldri (í fylgd fullorðinna) kl. 10.15-10.50. Skráning og upplýsingar á facebook og smidjuloftid@smidjuloftid.is • Bílasprautun • Bílaréttingar • Framrúðuskipti BÍLASPRAUTUN VESTURLANDS S: 860-0708 • Smiðjuvellir 7, Akranesi • bv.sprautun@gmail.com Vinnum fyrir öll tryggingafélög inn inni líka. Þá kom ekki annað til greina en að taka líka myndir af öllu ferlinu,“ segir Aldís. Var svartsýn að ná fæðingunni Fyrsta fæðingin sem Aldís myndaði var þegar Andrea fæddi sitt þriðja barn. Þá fékk hún að vera viðstödd fæðingu hjá Ernu Hrund, vinkonu hennar og í kjölfarið auglýstu þær eftir foreldrum sem vildu leyfa Al- dísi að vera með í fæðingu. „Við vorum svo heppnar að Erna Hrund var tilbúin að leyfa mér að vera við- stödd og svo bloggaði hún um fæð- inguna og birti myndirnar. Þá gát- um við notað það til að sýna verð- andi foreldrum hvernig myndir við værum að tala um,“ segir Al- dís. „Þegar Erna var að komast á tíma var ég að hafa áhyggjur af því að bóka mig í önnur verkefni því ég varð að vera tilbúin hvenær sem var. svo kom vikan sem barnið ætti að fæðast og ég sagði við Ernu að ég væri laus alla daga nema á laug- ardeginum, þá var ég bókuð í brúð- kaup frá morgni til kvölds. Hún hringdi svo í mig þennan laugar- dagsmorgun og var þá farin af stað, og ég á leið í brúðkaup að mynda fram að miðnætti. Ég var eiginlega búin að sætta mig við að ég myndi ekki ná þessu svo ég leyfði mér ekk- ert að skoða símann eða fá fréttir af fæðingunni fyrr en klukkan átta um kvöldið. Þá var barnið ekki komið en Erna komin með átta í útvíkkun. Það hafði allt gerst mjög hægt fram að því en ég var ekki bjartsýn að ná þessu,“ segir Aldís. Náði fæðingunni Þegar leið að miðnætti og Aldís er að klára að mynda brúðkaupið var barnið enn ekki komið í heiminn. Hún brunaði því beint á Land- spítalann. „Þetta var 29. desemb- er og það var hálka og myrkur. Ég var þarna í sparidressinu og með myndavélina um hálsinn, ég gaf mér ekki tíma til að pakka henni niður. Ég kom svo hlaupandi upp á deild og hitti ljósmæðurnar sem segja mér að barnið sé ekki komið og foreldrarnir séu bara sofandi. Þá hægðist á púlsinum hjá mér,“ seg- ir Aldís og bætir við að hún hafi beðið á sjúkrahúsinu alla nóttina og barnið fæddist svo klukkan tíu morguninn eftir. „Það var því ekk- ert stress,“ segir hún og hlær. „En ég náði fæðingunni og fékk frábær- ar myndir af öllu, líka þegar barn- ið kom út. Þetta var magnað og ég svo þakklát að fá að vera með,“ seg- ir Aldís. Magnað að sjá barn fæðast Aðspurð segir Aldís það hafa verið ótrúlega magnað að sjá barn fæð- ast. „Að sjá þennan kraft sem býr innra með konum er það merki- legasta sem ég hef upplifað. Ég hef sjálf eignast tvö börn en þetta er allt öðruvísi sem svona áhorf- andi,“ segir hún. Aldís fékk að vera viðstödd allskonar fæðingar, bæði á sjúkrahúsum og heimahús- um og segir hún þær allar hafa ver- ið jafn dásamlegar. „Ég var heppin að lenda aldrei í neinu hræðilegu,“ segir hún og bætir við að þetta hafi þó verið erfitt tímabil. „Ég hef ver- ið beðin um svona mynatökur, en alltaf neitað því. Þetta er ótrúlega erfitt og bindandi, maður þarf að vera tilbúin hvenær sem er því fæð- Safnahús Borgarfjarðar Mánudagurinn 29. mars er upphafsdagur nýrrar sýningar sem nefnist Ný verk Þar má sjá verk eftir listakonuna Sigríði Ásgeirsdóttur sem á sterk tengsl við Borgarfjörð og heldur nú sína fyrstu einkasýningu á heimaslóð. Sýningin er í Hallsteinssal. Ekki verður um formlega opnun að ræða vegna aðstæðna en stefnt er að því að auglýsa viðveru listamannsins síðar. Verið velkomin Hallsteinssalur er í Safnahúsinu að Bjarnarbr. 4-6 í Borgarnesi. Opið er 13.00-18.00 virka daga. Ókeypis aðgangur en söfnunarbaukur á staðnum. 433 7200 - www.safnahus.is Sýning á verkum Sigríðar Ásgeirsdóttur 29.03. - 7.5. 2021 Ný verk Barn að koma í heiminn. Hér er Rúrik Gíslason í myndatöku hjá Aldísi. Framhald á næstu síðu

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.