Skessuhorn - 24.03.2021, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 10. MARs 2021 11
stefán Vagn stefánsson á sauðár-
króki og Lilja Rannveig sigurgeirs-
dóttir í Borgarfirði eru sigurvegar-
ar í póstkosningu Framsóknar um
skipan fimm efstu sæta á framboðs-
lista flokksins fyrir alþingiskosning-
arnar í haust. Tíu manns gáfu kost á
sér og var því fyrirfram vitað að tví-
sýnt yrði um úrslit. Á kjörskrá voru
1995 og var kosningaþátttaka 58%.
Eins og fram hefur komið býður
núverandi oddviti flokksins í kjör-
dæminu, Ásmundur Einar Daða-
son, fram í Reykjavíkurkjördæmi
norður. Halla signý Kristjánsdótt-
ir alþ.m. hafnaði í þriðja sæti í próf-
kjörinu, en hún gaf kost á sér í 1.-2.
sæti. Í yfirlýsingu sem Halla signý
skrifaði í kjölfar úrslitanna þakk-
aði hún stuðninginn og kvaðst ætla
að berjast fyrir því að halda þing-
sæti sínu.
Þau sem hlutu kosningu voru:
stefán Vagn stefánsson hlaut 580
atkvæði í fyrsta sæti.
Lilja Rannveig sigurgeirsdóttir
hlaut 439 atkvæði í fyrsta og ann-
að sæti.
Halla signý Kristjánsdóttir hlaut
418 atkvæði í fyrsta til þriðja sæti.
Friðrik Már sigurðsson hlaut 526
atkvæði í fyrsta til fjórða sæti.
Iða Marsibil Jónsdóttir hlaut 563
atkvæði í fyrsta til fimmta sæti.
mm
Stefán Vagn Stefánsson og Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir.
Framsóknarfólk valdi
nýtt fólk til forystu
VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | 510 1700 | WWW.VR.IS
VR óskar eftir vönduðum sumarhúsum eða orlofs-
íbúðum á leigu til framleigu fyrir félagsmenn sína.
Við leitum að húsnæði á landsbyggðinni fyrir
næsta sumar.
Áhugasöm sendi upplýsingar á vr@vr.is fyrir 15. apríl 2021.
Nauðsynlegt er að góðar ljósmyndir og lýsing á umhverfi fylgi með.
Öllum tilboðum verður svarað.
Eftirfarandi upplýsingar þurfa að fylgja tilboði:
– Lýsing á eign og því sem henni fylgir
– Ástand eignar og staðsetning
– Stærð, öldi svefnplássa og byggingarár
– Lýsing á möguleikum til útivistar og
afþreyingar í næsta nágrenni
SKÍRDAGUR;
Stafholtskirkja
Fermingarmessa kl. 11:00
Hvammskirkja í Norðurárdal
Hátíðarmessa kl. 14:00
PÁSKADAGUR;
Hvanneyrarkirkja
Hátíðarmessa kl. 11:00
Reykholtskirkja
Hátíðarmessa kl. 13:00
(ath. breyttan messutíma)
Stafholtskirkja
Hátíðarmessa kl. 15:00
ANNAR Í PÁSKUM;
Norðtungukirkja
Hátíðarmessa kl. 14:00
Njótum helgra hátíðarstunda um páskana
Virðum gildandi sóttvarnareglur, fjarlægðarmörk
og fjöldatakmarkanir.
Kirkjugestir þurfa að skrá nöfn sín, kennitölur
og farsímanúmer við kirkjudyr.
Upplýsingunum verður eytt eftir fjórtán daga.
Reykholtsprestakall/Stafholtsprestakall
Hátíðarmessur um páska í Reykholts- og Stafholtsprestaköllum
Prestar í athöfnum eru sr. Anna Eiríksdóttir og sr. Jón Ragnarsson
Kórar Stafholtssóknar og Reykholtskirkju leiða söng unidr stjórn Dóru Ernu Ásbjörnsdóttur organista
Fréttaveita Vesturlands
www.skessuhorn.is