Skessuhorn


Skessuhorn - 24.03.2021, Blaðsíða 21

Skessuhorn - 24.03.2021, Blaðsíða 21
MIÐVIKUDAGUR 24. MARs 2021 21 Garða- og Saurbæjarprestakall Helgihald í kyrruviku og á páskum 27. mars, laugardagur – Hallgrímskirkja í Saurbæ Smurningin í Betaníu kl. 18.00 Kvöldbænir með minningu smurningar Jesú í Betaníu 28. mars – Pálmasunnudagur Fermingar í Akraneskirkju kl. 10.30 og 13.30 Ferming í Leirárkirkju kl. 11.00 Tónleikar í Hallgrímskirkju kl. 16.00 ,,Diddú og drengirnir “, Sigrún Hjálmtýs- dóttir og blásarasveit ásamt kór og organista Saurbæjarprestakalls Aðgangseyrir er 2.500 kr 29. mars – Mánudagur í kyrruviku Guðsþjónusta með íhugun um iðrun og fyrirgefningu í Hallgríms kirkju kl. 18.00 30. mars – Þriðjudagur í kyrruviku Íhugun um vatnið og um skírnina í Hallgrímskirkju kl. 18.00 Gengið að Hallgrímslind 31. mars – Miðvikudagur í kyrruviku Fjórtán stöðvar kross ferilsins í Hallgrímskirkju kl. 18.00 Íhuganir um krossferilsmyndir Önnu G. Torfadóttur 1. apríl – Skírdagur Íhugun um kvöldmáltíðina í Hallgrímskirkju kl. 18.00 Kvöldmessa í Akraneskirkju kl. 20.00 Boðið til heilagrar kvöldmáltíðar Katrín Halldóra Sigurðardóttir syngur ásamt félögum úr Kór Akraneskirkju 2. apríl – Föstudagurinn langi Biskup Íslands afhjúpar skilti um Hallgrím Pétursson og Guðríði konu hans við Hallgríms kirkju í Saurbæ kl. 12.30 Lestur Passíusálma og tónlist kl. 13.00 Safnaðarfólk annast lesturinn. Benedikt Kristjánsson og Margrét Bóasdóttir sjá um tónlist 3. apríl – Hinn helgi laugardagur Börnum boðið að mála páska egg í Saurbæ kl. 15.00 Kvöldbænir með lestri 50. Passíusálmsins í Hallgrímskirkju í Saurbæ kl. 18.00 Páskanæturmessa í Hallgrímskirkju í Saurbæ kl. 23.00 4. apríl – Páskadagur Hátíðarmessa í Hallgríms kirkju í Saurbæ kl. 08.00 Morgunverður í boði eftir messu Hátíðarmessa í Akranes kirkju kl. 11.00 Sóknarnefnd býður í heitt súkkulaði í Vinaminni eftir messuna 5. apríl – Annar páskadagur Emmausmessa Ferming í Hallgrímskirkju í Saurbæ kl. 11.00 Göngumessa kl. 16.00 (ef veður leyfir) Messa hefst við Hallgrímsstein. Gengið þaðan yfir Saurbæjará og staðnæmst á brúnni. Þaðan í gegnum kirkjugarðinn að gamla kirkjugrunninum og leiði Hall- gríms Péturssonar og staðnæmst þar. Endað í kirkjunni með heilagri kvöldmáltíð. Lestrar og söngvar á leiðinni Rafbylgjumælingar- og varnir hér á Akranesi Einkenni rafbylgja eru: Höfuðverkur Síþreyta Svefntuflanir Myglusveppir Vöðvabölga Og margt fleira Hafið samband í síma 892-3341 – Garðar Bergendal eða í síma 776-7605 - Rósa Björk fyrir meiri upplýsingar. Kristján Þór Júlíusson, sjávarút- vegs- og landbúnaðarráðherra, hef- ur undirritað og gefið út reglugerð um hrognkelsaveiðar árið 2021. Reglugerðin er að mestu óbreytt frá fyrri reglugerð að undaskildum ákvæðum um svæðalokanir. Leyfi er gefið út til veiða í 25 samfellda daga. Leyfi eru bundin við ákveðið veiðisvæði og veiðitímabil. Veiði- svæði verða sjö, A-G. Veiðitíma- bilið verður frá 23. mars til 30. júní nema í innanverðum Breiðafirði þar sem veiða má frá 20. maí til 12. ágúst. Grásleppuveiðum lauk sem kunnugt er mun fyrr en ætlað var á síðasta ári þar sem bátar á norð- an- og austanverðu landinu veiddu lungann af grásleppukvótanum á mun styttri tíma en ráð hafði verið fyrir gert. Það varð til þess að bátar annarsstaðar á landinu þurftu að hætta veiðum eftir örfáa veiðidaga nema hvað bátum á Breiðafirði var úthlutað auka dögum til veiða sem sárabót. Nýja reglugerðin bregst að hluta við þessu með því að skylda Fiski- stofu sem fylgist með lönduðum grásleppuafla til þess að fella úr gildi leyfi á öllum svæðum A og C til G, ef fyrirséð er að veiðar gætu orðið skaðlegar með tilliti til sjálf- bærrar nýtingar grásleppustofns- ins. Fiskistofa skal miða við að afli á framangreindum svæðum fari ekki yfir 78% af ráðlögðum hámarksafla tímabilsins. Þá skal Fiskistofa fella úr gildi öll leyfi á svæði B, ef fyrirséð er að veiðar gætu orðið skaðlegar með tilliti til sjálfbærrar nýtingar grá- sleppustofnsins. Fiskistofa skal miða við að afli á B svæði fari ekki yfir 22% af ráðlögðum hámarksafla tímabilsins fyrir 30. júní. Gert er ráð fyrir að sjómönnum verði heimilt að skera gráslepp- una úti á sjó enda eftirspurn eftir hveljum afar lítil um þessar mund- ir. Þetta þýðir í raun að sjómönn- um er heimilt að fleygja grásleppu- hveljunni í sjóinn eftir að hafa hirt hrognin ef ekki finnst kaupandi að henni. frg „Ég tel að það sé alveg nægur mark- aður fyrir nýtt bifreiðaverkstæði á Akranesi og er bjartsýnn á fram- haldið,” segir Viktor sigurgeirsson bifvélavirki sem er að opna nú eft- ir páska nýtt bifreiðaverkstæði að Dalbraut 16 á Akranesi. Nefnist það HÁ bílar. Verður starfsemin í hluta þess húsnæðis sem áður hýsti bif- reiðaverkstæðið Brautina. Viktor var að koma sér fyrir á nýja staðnum þegar skessuhorn leit við hjá hon- um í gær. „Þetta verður verkstæði fyrir al- mennar viðgerðir fyrir allar teg- undir bifreiða. Ég er núna að vinna í því að auka við tækjakostinn og fæ nýja og fullkomna tölvu til viðgerð- anna á næstunni og auk þess er ég að bæta við verkfærakostinn. Þannig að verkstæðið verður af fullkomn- ustu gerð. Auk þess er ég að koma mér upp viðskiptasamböndum við umboð og varahlutasala sem fylgir slíkum rekstri.“ Viktor er enginn nýgræðingur í bifreiðaviðgerðum. Hann lærði iðnina hjá föður sínum, sigurgeiri sveinssyni, sem rak um árabil bif- reiðaverkstæðið Brautina ásamt konu sinni Erlu Karlsdóttur. Hann starfaði þar ásamt bræðrum sínum Jónasi og Karli um árabil. Eftir að Brautin hætti starfsemi hélt Vikt- or áfram að vinna við viðgerðir hjá bílaverkstæði Hjalta. „Ég var hjá Hjalta í um tvö ár og þar var mjög gott að starfa, en það blundar alltaf í manni að fara í sjálfstæðan rekstur þar sem ég átti sjálfur húsnæði undir starfsemina var þetta næsta skref hjá mér,” sagði Viktor. se/ Ljósm. mm. Grásleppuveiðar heimilar frá 23. mars Heimilt verður að hirða grásleppuhrognin og henda hveljunni Grásleppulöndun í Stykkishólmi. Lósmynd úr safni/sá. HÁ bílar er nýtt bifreiða- verkstæði á Akranesi

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.