Skessuhorn


Skessuhorn - 24.03.2021, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 24.03.2021, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 24. MARs 20214 Garðabraut 2a - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá- auglýsinga er til kl. 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 3.877 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 3.348. Rafræn áskrift kostar 3.040 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.800 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 950 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Anna Rósa Guðmundsdóttir arg@skessuhorn.is Gunnhildur Lind Hansdóttir glh@skessuhorn.is Finnbogi Rafn Guðmundsson frg@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Hrafnhildur Harðardóttir auglysingar@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Ómar Örn Sigurðsson umbrot@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Leiðari Að hlæja að óförum annarra skopskyn fólks getur verið afar mismunandi að magni og vissulega að gæð- um einnig. Að vísu er þetta með gæðin einstaklingsbundið mat, því það sem sumum kann að finnast bráðfyndið, finnst öðrum alls ekki og jafnvel hallærislegt, kannski í besta fallið hallærislega fyndið. Ég er ekki frá því að mér hafi t.d. fundist sumt sem gerist í þáttum Gísla Marteins á ríkisrásinni á föstudagskvöldum falla undir það að vera hallærislega fyndið. Kannski er það drepfyndið í hópi þeirra sem skilja veröld Gísla og gesta hans af stór- Tjarnarsvæðinu. Kannski finnst mér það ekki fyndið af því ég lifi hvorki né hrærist í þeirra kreds. svo er auðvitað ekki loku fyrir þann möguleika skot- ið að ég sé einfaldlega svo leiðinlegur að ég hafi skertan húmor. Ég er hins vegar ekki svo illa gerður að ég hlæi af því þegar eldri kona dettur á rass- inn, eða þegar karl prumpar svo hátt í fjölmenni að það sé vandræðalegt. Er meira sú týpan sem reyni þá að gera gott úr aðstæðum; hjálpa konunni á fætur og fer strax að tala um eitthvað annað eftir að prumpið hefur glumið við. En það eru raunverulega til fullt af manneskjum sem stekkur aldrei bros þegar aðrir hlæja en hlæja svo að því þegar eldri konur detta á rassinn. Kannski þýðir þetta að við skiptum hlutum í tvö hólf: Annars vegar eru þeir hlutir eða atburðir sem má kalla fyndna og hins vegar það sem ekki er viðeigandi að kalla fyndið. Það hvort eitthvað úr fyrri flokknum er fynd- ið eða ekki er háð smekk hvers og eins og þótt okkur beri ekki saman um það nákvæmlega hvað sé fyndið þá lítum við ekki svo á að neinn hafi rangt fyrir sér í þeim efnum. Ef einhverjum finnst hins vegar eitthvað úr seinni flokknum fyndið hlýtur honum að skjátlast. Til dæmis segjum við stundum að eitthvað sé grátbroslegt og tölum um skoplegu hliðarnar á því sem ann- ars er sorglegt og raunar hundfúlt fyrir viðkomandi. Kannski þýðir það að gráa svæðið milli flokkanna tveggja sé nokkuð stórt enda eigum við þetta sérstaka lýsingarorð; grátbroslegt. Almennt hef ég mest gaman af fólki sem getur gert grín að sjálfu sér. Þarf ekki að hefja sig upp á kostnað annarra. Af handahófi get ég vel rifj- að upp tvær klaufalegar sögur af sjálfum mér. Þegar ég hafði nýlega lokið háskólanámi og farinn að starfa hjá atvinnuráðgjöfinni í Borgarnesi barst mér fyrirspurn í síma. Kona ein vildi vita allt sem ég vissi um fjarnám, sem þá var að byrja sem valmöguleiki í skólakerfinu. Þar sem ég heyri afar illa, löngu hættur að heyra t.d. í lóunni eða uppþvottavélinni á heimilinu, taldi ég konuna hafa verið að spyrja hvað fjárnám væri? Hélt svo í framhaldinu langa ræðu um allt sem ég hafði lært á Bifröst um fjárnám og hversu slæmar afleiðingar það gæti haft fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Ég hugsa að konan hafi rekið upp stór augu og enn stærri eyru, enda er fátt sameiginlegt með fjarnámi og fjárnámi, þótt orðin séu svipuð. seinna dæmið um eigin ófarir átti sér stað sumarið 1994. Þá var ég ný- fluttur til Danmerkur og ótalandi á danska tungu, þótt ég státaði af nýlegu stúdentsprófi í dönsku. Nokkrum vikum síðar þurfti ég að leggjast inn á spítala og láta fjarlægja svokallaðan tvíburabróðir miðsvæðis af bakhlut- anum. Þar sem Danir eru reglumenn var ég látinn fylla út þrjú A4 blöð um morgunmatinn. Eitthvað hafði ég ekki skilið spurninguna efst á blaðinu, en þar var spurt hvað ég vildi í morgunmat daginn eftir aðgerðina. Ég taldi hins vegar að spurt væri hvað ég gæti borðað og hvað ekki. Þar sem ég hafði hlotið afar gott mataruppeldi hjá móður minni sálugu, er ég líklega ekki í hópi minnst matvanda fólksins á mínum aldri. samviskusamlega kross- aði ég því við ALLT á listanum. Morguninn eftir skildi ég svo ekkert í því þegar starfsfólkið á sjúkrahúsinu kom hvert á eftir öðru með allskonar mat á diskum, bökkum og körfum og bókstaflega fylltu rúmið af brauði, ávöxt- um, grautum, drykkjum og – öllu sem var í boði á morgunverðarseðli þessu þriðja stærsta sjúkrahúss í Danmörku. Hjúkkurnar, sjúkraliðarnir og lækn- arnir hlógu svo hrossahlátri þegar ástæðan fyrir þessum misskilningi mál- lausa Íslendingsins kom í ljós. Ja, ekki fór ég svangur þaðan. Magnús Magnússon Eyja- og Miklaholtshreppur, Grundarfjarðarbær, Helgafellssveit og stykkishólmsbær hafa ákveð- ið að sameinast um embætti skipu- lags- og byggingafulltrúa og hafa auglýst starfið laust til umsóknar, meðal annars í skessuhorni í dag. Nýr skipulags- og byggingafulltrúi sveitarfélaganna mun hafa yfir- umsjón með eignasjóði, verkleg- um framkvæmdum og fasteignum. Í fundargerð bæjarráðs Grundar- fjarðar kemur fram að hvert sveit- arfélag muni áfram vera með sína skipulagsnefnd. Þá verða gjald- skrár byggingarmála og tengdrar þjónustu samræmdar milli sveitar- félaganna. skipulags- og bygginga- fulltrúi mun hafa fasta viðveru á bæjarskrifstofum í Grundarfirði og stykkishólmi. arg snævar Jón Andrjesson hefur verið ráðinn sóknarprestur í Dalapresta- kalli en frá því er greint á vefsíðu Þjóðkirkjunnar. snævar Jón er 36 ára, fæddur og uppalinn á siglu- firði. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri árið 2005 og BA gráðu í heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði frá Háskólanum á Bifröst árið 2012. Þá útskrifaðist hann með mag. theol.- gráðu í guðfræði frá Háskóla Ís- lands síðastliðið sumar. Hann hef- ur með námi unnið við sunnudaga- skóla Langholtskirkju og við Út- farastofu kirkjugarðanna. Nú síð- ast var snævar Jón kirkjuhaldari í Garðasókn. snævar Jón er giftur sólrúnu Ýr Guðbjartsdóttur kenn- ara, og eiga þau þrjár dætur. arg Brúin yfir Kolgrafafjörð. Ljósm. úr safni/tfk. Sameinast um skipulags- og byggingarfulltrúa Snævar Jón Andrjesson er ný sóknarprestur í Dölum. Ljósm. kirkjan.is Snævar Jón verður nýr sóknarprestur í Dölum Verkefnishópur á vegum Dala- byggðar lagði það til við sveitar- stjórn Dalabyggðar að annars veg- ar sveitarstjórn Húnaþings vestra og hins vegar sveitarstjórnum stykkishólmsbæjar og Helgafells- sveitar verði boðið til fundar til að ræða hvort hefja skuli viðræð- ur um mögulega sameiningu við Dalabyggð. sveitarfélag með sam- eingu Dalabyggðar, stykkishólms- bæjar og Helgafellssveitar hefði 1.936 íbúa en í sameinuðu sveitar- félagi Dalabyggðar og Húnaþings vestra yrði íbúafjöldinn 1.854. Alls voru sex ólíkir sameiningarvalkost- ir metnir í vinnu verkefnishópsins og skoruðu fyrrgreindar leiðir hæst í könnun sem gerð var meðal íbúa. Í verkefnishópnum sátu Eyjólf- ur Ingvi Bjarnason oddviti, Krist- ján sturluson sveitarstjóri og skúli Hreinn Guðbjörnsson formaður byggðaráðs en starfsmaður hópsins var Jóhanna María sigmundsdóttir verkefnisstjóri. Farið var í þessa vinnu vegna þingsályktunar um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga sem meðal annars felur í sér stefnu um að lágmarksíbúafjöldi verði settur í lög og stuðningur við sam- einingar stóraukinn. Nýverið boð- aði svo sigurður Ingi Jóhannsson ráðherra sveitarstjórnarmála að lík- lega muni hann falla frá fyrirætl- unum um skilyrtan lágmarks íbúa- fjölda í sveitarfélögum. Því verður ekki krafist að sveitarfélög nái þús- und íbúa marki 2026. sveitarstjórn Dalabyggðar sam- þykkti á fundi sínum 11. mars síð- astliðinn að leiði fundir með stykk- ishólmi og Helgafellssveit annars vegar og Húnaþingi vestra hins vegar í ljós að vilji sé til samein- ingarviðræðna verði tekin afstaða til þess hvort hafnar verði form- legar eða óformlegar sameiningar- viðræður. Þá verði ákveðinn tíma- rammi fyrir þær viðræður og ósk- að eftir framlagi úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga til að styðja við verk- efnið. sveitarstjórn samþykkti sam- hljóða þessa afgreiðslu. Í kjölfarið var fyrrgreindum sveitarfélögum send bréf með beiðni um viðræður. mm/ Ljósm. sm. Ræða sameiningarmál við nágranna í vestri og austri

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.