Skessuhorn


Skessuhorn - 24.03.2021, Blaðsíða 31

Skessuhorn - 24.03.2021, Blaðsíða 31
MIÐVIKUDAGUR 24. MARs 2021 31 skallagrímur lagði sindra, 82-73, þegar liðin mættust í 1. deild karla í körfuknattleik. Leikið var í Borgar- nesi á föstudaginn. Bæði lið mættu sterk til leiks og skiptust á um að leiða fyrstu fimm mínútur. Þá náðu Borgnesingar að skríða fram úr gestunum en komust ekki lengra en fimm stigum frá þeim í fyrsta leik- hluta, 22-17. Þeir héldu áfram að auka forystuna í öðrum leikhluta og tólf stig skildu liðin að þegar flaut- að var til hálfleiks, 45-33. sindramenn komu öflugir til leiks eftir hléið. Þeir minnkuðu muninn hratt fyrstu mínúturnar og kom- ust einu stigi frá Borgnesingum en nær fóru þeir ekki. Borgnesingar leiddu með fimm stigum eftir þriðja leikhluta, 60-55. Gestirnir byrj- uðu lokaleikhlutann á þriggja stiga körfu eftir aðeins átta sekúndur. Það dugði ekki til að ná Borgnesingum sem spiluðu vel síðustu mínúturn- ar. Þeir sigruðu að endingu með níu stigum, 82-73. Atkvæðamestur í liði skallagríms var Nebojsa Knezevic með 24 stig og sex fráköst. Eyjólfur Ásberg Halldórsson skoraði 16 stig, gaf átta stoðsendingar og tók sex fráköst, Davíð Guðmundsson var með tólf stig, Kristófer Gíslason var með ell- efu stig og sjö fráköst, Marques Oli- ver skoraði sjö stig og tók tíu frá- köst, Marinó Þór Pálmason skoraði fimm stig, Almar Orn Björnsson átti fjögur stig og Benedikt Lárusson átti þrjú stig. Hjá sindra var Dallas O‘Brien Morgan stigahæstur með 25 stig og fimm fráköst. skallagrímur er nú í fjórða sæti deildarinnar með 16 stig, eins og sindri og Hamar í sætunum fyrir ofan og Álftanes í sætinu fyrir neð- an. Næsti leikur liðsins verður á Ísa- firði á föstudaginn, 26. mars, þegar liðið mætir Vestra. arg snæfell spilaði tvo leiki í Dom- ino’s deild kvenna í körfuknattleik síðastliðna viku. Fyrst mættu þær Fjölni í Grafarvoginum miðviku- daginn 17. mars, þar sem Hólmarar urðu að sætta sig við svekkjandi tap 79-71 Fjölni í vil. Á laugardaginn sótti snæfell Hauka heim í Hafnarfjörð þar sem Hólmarar töpuðu stórt, 98-68. Bæði lið mættu sterk til leiks og skiptust á um að leiða fyrstu mín- úturnar og heimakonur með 20 stig gegn 19 eftir fyrsta leikhluta. Allt var í járnum í öðrum leikhluta. Liðin skiptust á um að leiða þar til tvær mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Þá náðu Haukakonur yfir- höndinni og leiddu með tíu stigum í hléinu, 49-39. Hólmarar fundu ekki taktinn eftir hléið og Hauka- konur héldu áfram að auka foryst- una jafnt og þétt og unnu örugg- lega með 98 stigum gegn 68 stigum snæfellinga. Haiden Denise Palmer var at- kvæðamest í liði snæfells með 20 stig, 15 fráköst og átta stoðsend- ingar. Tinna Guðrún Alexanders- dóttir skoraði 17 stig og tók ellefu fráköst, Anna soffía Lárusdóttir skoraði ellefu stig en aðrar skoruðu minna. Í liði Hauka var Þóra Krist- ín Jónsdóttir atkvæðamest með 25 stig, ellefu stoðsendingar og átta fráköst. snæfell situr nú í sjöunda og næst- neðsta sæti deildarinnar með fjögur stig, sex stigum minna en Breiða- blik í sætinu fyrir ofan en jafn mörg stig og KR í botnsætinu. snæfell hefur ekki unnið leik síðan liðið mætti Breiðabliki í janúar. Næsti leikur snæfells er í kvöld, 24. mars, þegar liðið mætir Haukum aftur en þá í stykkishólmi kl. 19:15. arg skallagrímur spilaði tvo leiki í Domino‘s deild kvenna í körfu- knattleik í vikunni sem leið. Fyrst mætti liðið Haukum á Ásvöllum miðvikudaginn 17. mars þar sem Borgnesingar töpuðu naumlega, 73-69. Þá heimsóttu skallagrímskon- ur Keflvíkinga á laugardaginn. Þar náðu Borgnesingar sér ekki á strik í síðari hálfleik og töpuðu fyr- ir heimakonum, 74-51. Eftir fyrsta leikhluta leiddu Keflvíkingar með 19 stig gegn 16 stigum Borgnes- inga. skallagrímskonur komust tveimur stigum yfir þegar fjórar mínútur voru búnar af öðrum leik- hluta. Þá voru Keflvíkingar fljótir að svara og skoruðu 13 stig gegn engu á fjögurra mínútna kafla. Þeg- ar gengið var til búningsklefa í hálf- leik var staðan 38-33 heimakonum í vil. Eftir hléið voru heimakonur sterkara liðið á vellinum og Borg- nesingar virtust ekki finna taktinn. Illa gekk hjá gestunum að koma boltanum í körfuna og komu lang- ir stigalausir kaflar hjá þeim. Þegar lokaleikhlutinn hófst munaði níu stigum á liðunum, 55-46. Borg- nesingar náðu lítið að skora síðustu mínútur leiksins og komu boltan- um aðeins tvisvar í körfuna í síðast leikhlutanum og Keflavík sigraði örugglega 74-51. Keira Robinson var atkvæðamest í liði skallagríms með 21 stig og sjö fráköst. sanja Orozovic var með tíu stig og fimm fráköst, Nikita Teles- ford skoraði sex stig og tók sex fráköst en aðrar skoruðu minna. Í liði Keflavíkur var Daniela Wallen Morillo atkvæðamest með 34 stig og 19 fráköst. skallagrímur er enn í fimmta sæti deildarinnar með tólf stig, átta stigum á eftir Fjölni í sætinu fyr- ir ofan og tveimur stigum á und- an Breiðabliki í sætinu fyrir neð- an. Í næsta leik mætir skallagrímur Keflvíkingum aftur en liðin leika í Borgarnesi í kvöld, 24. mars, kl 20:15. arg Fyrsta mótið af fjórum í Íslands- meistarmótaröðinni 2021 í klifri fór fram á laugardaginn í Klifurhúsinu í Reykjavík. ÍA mætti með stóran hóp klifrara í yngri flokkum (B-og C-flokki) og hefur keppnishópur- inn aldrei verið stærri. „Leiðasmið- ir lögðu upp með fjölbreyttar leiðir, sem einkenndust af erfiðum sam- hæfingar hreyfingum og jafnvægi. Leiðirnar voru allar í erfiðari kant- inum og máttu klifrarar hafa sig alla við, lítið mátti út af bregða og því voru taugar og vöðvar þandir til hins ítrasta,“ segir í frétt frá Klifur- félagi Akraness. Í C-flokki stúlkna hreinsuðu ÍA stúlkur borðið og röðuðu sér í þrjú efstu sætin. Þórkatla Þyrí sigraði með sex toppa og sjö bónusa, Ester Guðrún hafnaði í öðru með fimm toppa og sex bónusa, og Beníta Líf stal því þriðja með þrjá toppa og fimm bónusa. Í B-flokki stúlkna hafnaði sylvía Þórðardóttir í öðru sæti á eftir Ásthildi Elfu en báðar hlutu þær fjóra toppa og sex bónusa en sylvía þurfti þremur tilraunum fleiri til að ná bónus, ellefu tilraunir á mót átta frá Ásthildi. Í þriðja sæti hafnaði Hekla Petronella með fjóra toppa og fimm bónusa. skagastrákarnir náðu sér ekki almennilega á flug á þessu fyrsta móti ársins en bestu árangri þeirra náði Rúnar sigurðsson en hann tók sjötta sæti í B-flokki drengja. mm/ Ljósm. Ben Mokry. Frá leik Skallagríms og Sindra í síðasta mánuði. Ljósm. Sindri. Skallagrímur sigraði Sindra Úr leik Snæfells og Fjölnis í Stykkishólmi í janúar. Ljósm. sá Snæfell tapaði tveimur leikjum í vikunni Sylvía Þórðardóttir ÍA varð í öðru sæti í B-flokki. Hér ásamt Ásthildi Elfu og Heklu Petronellu. ÍA með fjóra klifrara á verðlaunapalli Í C-flokki stúlkna röðuðu Skagastúlkur sér í þrjú efstu sætin. F.v. Ester Guðrún, Þórkatla Þyrí og Beníta Líf. Töpuðu báðum leikjum sínum

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.