Skessuhorn - 24.03.2021, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 24. MARs 2021 13
LANDSBANKINN. IS
Við leggjum til allt að 12.000 króna
mótframlag þegar fermingarbörn leggja
inn á Framtíðargrunn og í verðbréfasjóð.
Það borgar sig að spara til framtíðar.
Velkomin í Landsbankann.
Við stækkum
fermingar-
gjöfina þína
ÚTBOÐÚTBOÐ
Borgartúni 7c, 105 Reykjavík
Sími 530 1400
www.rikiskaup.is
81x120 mm
TIL SÖLU
Borgartúni 7c, 105 Reykjavík
Sími 530 1400
www.rikiskaup.is
Afmörkun verkefnis
Íslenska ríkið áformar að leita eftir húsnæði
til langtímaleigu (25 ár auk mögulegrar
framlengingar) á Akranesi fyrir stofnanir ríkisins.
Gerð er krafa um nútímalegt, verkefnamiðað
og sveigjanlegt húsnæði sem yrði aðlagað fyrir
ríkisstofnanir á Akranesi.
Markmið
Markmiðið er að kanna hvort á Akranesi sé
mögulega heppilegt húsnæði sem gæti hentað
stofnunum ríkisins. Miðað er við að taka á leigu
ef heppilegt húsnæði finnst, eitt rými (eitt hús,
samliggjandi rými og eða nokkrar samliggjandi
hæðir/svæði) um 1.300 fermetra nettó (um
1.7700 m² brúttó) fyrir fimm stofnanir ríkisins.
Gerð er krafa um góða staðsetningu á Akranesi
í nálægð við helstu aðalgötur/tengibrautir og
almenningssamgöngur.
Ef sýnileg tækifæri verða í boði hyggst ríkið
auglýsa eftir húsnæði til leigu eða aðila sem
getur annast byggingu og hönnun viðkomandi
húsnæðis og séð um rekstur þess.
Viðkomandi skal geta afhent húsnæði fullbúið,
a.m.k. að hluta, eigi síðar en á árinu 2023.
Nánari upplýsingar um þær kröfur sem
húsnæðið verður að uppfylla verða
aðgengilegar í hinu rafræna útboðskerfi
TendSign, laugardaginn 20. mars 2021 undir
heitinu: 21361 RFI: Markaðskönnun vegna
húsnæðis stofnana ríkisins á Akranesi.
Fyrirspurnir varðandi verkefni 21361 skulu einnig
berast rafrænt í gegnum Tendsign í síðasta lagi
12. apríl 2021 og verða svör birt þar.
Skilafrestur er til og með 16. apríl 2021
kl. 12:00 í gegnum TendSign.
Leiðbeiningar varðandi útboðskerfið er að finna
á heimasíðu Ríkiskaupa.
Sjá frekari upplýsingar á vefsíðunni:
www.utbodsvefur.is
21361 Markaðskönnun vegna
húsnæðis stofnana ríkisins á Akranesi
ÚTBOÐÚTBOÐ
Borgartúni 7c, 105 Reykjavík
Sími 530 1400
www.rikiskaup.is
81x120 mm
TIL SÖLU
Borgartúni 7c, 105 Reykjavík
Sími 530 1400
www.rikiskaup.is
Fréttaveita Vesturlands
www.skessuhorn.is
U3A, eða háskóli þriðja æviskeiðs-
ins, eru alþjóðleg samtök fólks sem
komið er yfir miðjan aldur eða 50+
og vill afla sér þekkingar og/eða
miðla henni. samtökin eru aðili að
alþjóðlegri hreyfingu U3A sem er
til í 30-40 löndum víða um heim
með hundruðum þúsunda meðlima.
Áhersla er lögð á virkni og fræðslu til
að viðhalda og efla andlega og líkam-
lega heilsu. Engin skilyrði eru fyrir
þátttöku og engin próf eru tekin.
Starfsemi U3A
Reykjavík
starfið fer fram með námskeiðum,
fyrirlestrum, hópastarfi, kynnisferð-
um og ferðalögum innan lands og
utan. sem dæmi má nefna að hald-
ið var námskeið um Indland og síð-
an fór hópur U3A félaga í ferðalag
þangað. Einnig fór hópur félags-
manna í heimsókn til Prag vorið
2019 og tók síðan á móti hópi það-
an um haustið. Árið 2019 var farið í
ferð um Breiðafjörðinn og sl. haust í
heimsókn í Reykholt. Ferðalög hafa
annars legið niðri árið 2020 vegna
faraldurs. Þrjú viðamikil Evrópusam-
starfsverkefni hafa verið unnin í sam-
starfi við önnur Evrópulönd, Vöru-
hús tækifæranna og Leiðir að menn-
ingararfinum eru dæmi um verkefni
sprottin af þeim.
Fræðslufyrirlestrar í
streymi
Kjarni starfsemi U3A eru vikuleg-
ir fræðslufyrirlestrar um fjölbreytt
efni og síðan í haust er þeim streymt
til félagsmanna. Þetta var í upphafi
gert vegna samkomutakmarkana í
heimsfaraldrinum en fyrirhugað er
að halda áfram að streyma fyrirlestr-
um jafnframt því sem gestir geta ver-
ið í sal. Þetta gefur fólki utan höf-
uðborgarsvæðisins tækifæri til að
gerast félagar og taka þátt í starf-
inu óháð búsetu. Nýlega var Krist-
inn R. Ólafsson, fréttaritari með fyr-
irlestur um sögu spánar og Ragnar
Axelsson með fyrirlestur um Hetjur
norðurslóða. Einnig má nefna fyrir-
lestur um mikilvægi svefns, um jafn-
vægisþjálfun og um Boris, Bretland
og Brexit.
Á heimasíðu U3A Reykjavík u3a.is
er auðvelt að skrá sig og gerast félagi.
Félagsgjöldum er stillt í hóf og eru
þau nú 2.000.- kr. á ári. Fræðslufund-
ir og aðrir viðburðir eru auglýstir á
heimasíðunni og með tölvupósti til
félagsmanna. Félagsmenn þurfa ekki
þarf að skrá sig á streymisfundi, þeir
fá senda vefslóð á fundinn með nokk-
urra daga fyrirvara.
mm
Háskóli þriðja æviskeiðsins
einnig opinn fólki
á landsbyggðinni
Á meðfylgjandi mynd er Sumarliði
Ísleifsson, lektor við HÍ, að flytja
fyrirlestur um bók sína; Í fjarska norð-
ursins.