Skessuhorn


Skessuhorn - 24.03.2021, Blaðsíða 19

Skessuhorn - 24.03.2021, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 24. MARs 2021 19 Hátíðinni samanstendur af ýmsum viðburðum fyrir börn á öllum aldri en dagskrá verður auglýst þegar nær dregur. Við viljum gjarnan heyra frá aðilum sem vilja taka þátt í hátíðinni og standa að viðburði sem fellur að þema hátíðarinnar. Sendið okkur tölvupóst á mannlif@akranes.is. Ljósmyndakeppni Í samstarfi við Skessuhorn verður efnt til ljósmyndakeppni. Keppnin er fyrir börn á öllum aldri og er yfirskrift keppninar ,,Náttúran að vori“ Myndir skulu sendar á skessuhorn@skessuhorn.is fyrir 20. apríl næstkomandi. Dómnefnd er skipuð ritstjórn Skessuhorns sem mun velja myndir í 1., 2. og 3. sæti. Skessuhorn veitir verðlaun fyrir þessi sæti: 15, 10 og 5 þúsund krónur. Síðan verður tekið viðtal við þau börn sem vinna og viðtal ásamt myndunum birt í Skessuhorni miðvikudaginn 28. apríl 2021. Barnamenningarhátíð á Akranesi 28.-30. apríl SK ES SU H O R N 2 02 1 Akaneskaupstaður í samstarfi við Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi kynnir Barnamenningarhátíð á Akranesi daganna 28.-30. apríl. Leikskólinn Ugluklettur í Borgar- nesi hefur frá opnun árið 2007 ver- ið þriggja deilda leikskóli. Nú hef- ur orðið breyting þar á og bættist fjórða deildin við núna í mars þeg- ar ný deild var opnuð. Börnum hef- ur fjölgað jafnt og þétt í sveitarfé- laginu frá haustinu 2020, það mikið að leikskólinn þurfti að setja börn á biðlista. Til þess að mæta þessari auknu þörf fyrir leikskólapláss var ákveðið að ráðast í að opna fjórðu deildina í Uglukletti. Við leikskól- ann hafa verið sett niður fjögur smáhýsi og fluttist aðstaða starfs- fólks þar inn. Nýja deildin var opnuð 22. mars sl. þar sem starfs- mannaaðstaðan var til húsa áður og var þannig hægt að bjóða öllum þeim börnum sem voru á biðlistan- um leikskólapláss. Þegar Ugluklettur opnaði 2007 var tekin sú stefna að nefna rými leikskólans eftir örnefnum í kring- um leikskólann. Deildarnar sem fyrir voru heita skessuhorn, Baula og Grábrók, allar eftir fjöllum í sveitarfélaginu svo ekki kom annað til greina en að nýja deildin fengi að heita eftir fjalli líka. Eftir heilmikl- ar vangaveltur og margar góðar hugmyndir stóðu starfsmenn skól- ans frammi fyrir því að velja á milli nafnanna Tungukollur og Eldborg. Þar sem starfsmönnum er mikið í mun að börnin fái tækifæri til að láta sína rödd heyrast og þau hafi með því eitthvað um nám sitt og líf að segja, vinnur skólinn mikið með lýðræði og nýtir sér barnasáttmála sameinuðu þjóðanna í þeirri vinnu. Ákveðið var að nýta tækifærið og kynna börnunum hvernig lýðræð- islegar kosningar virka og því var gengið til kosninga miðvikudag- inn 17. mars um nöfnin Eldborg og Tungukoll. Börnunum voru sýnd- ar myndir af fjöllunum og nöfn- in þeirra rædd. Í upphafi var tekin umræða um hvað kosningar væru, hvernig þær færu fram, til hvers þær væru og mikilvægi þeirra. Á kjörskrá voru börnin á Grábrók, fædd 2015 og 2016, en þau eru 30. Á kjörstað mættu 26 kjósendur og tvö atkvæði bárust utan kjörfund- ar. Kosningin fór þannig fram að börnin fengu eitt í einu aðgang að kjörklefa og þar beið þeirra kjörseð- ill en á honum voru myndir af fjöll- unum tveimur, nöfnin og reitur til að merkja í. Þegar þau höfðu nýtt kosningarétt sinn settu þau atkvæð- ið sitt í kjörkassa, sem var svo inn- siglaður. Á fimmtudaginn var hald- in kosningavaka þar sem atkvæðin voru talin og úrslit kosninganna kynnt. Þetta var vægast sagt gríð- arlega spennandi þar sem atkvæðin skiptust frekar jafnt. En þau skipt- ust þannig: Tungukollur fékk 13 at- kvæði og Eldborg 15 atkvæði. Nýja deildin í Uglukletti heitir því Eld- borg. Kristín Gísladóttir Kjörseðill. Nýja deildin fær nafn eftir lýðræðislega kosningu barna í Uglukletti Leikskólinn Ugluklettur. Kynning á nöfnunum, en börnin kusu að endingu um hvort nafnið yrði fyrir valinu.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.