Skessuhorn


Skessuhorn - 24.03.2021, Blaðsíða 20

Skessuhorn - 24.03.2021, Blaðsíða 20
MIÐVIKUDAGUR 24. MARs 202120 Græna kompaníið var opnað við Hrannarstíg 5 í Grundarfirði á laugardaginn. Græna kompaníið er kaffihús og verslun sem þær Guð- rún Lilja Magnúsdóttir, Karitas Eiðsdóttir og signý Gunnarsdóttir reka. Þar eru seldar bækur og hann- yrðavörur auk þess sem hægt er að kaupa kaffi og bakkelsi. Karitas er mikil hannyrðakona, Lilja er bóka- kona og signý er blanda af þessu báðu. Lilja starfaði hjá Bókakaffinu á selfossi og mætti með þann draum í Grundarfjörð að opna slíkt þar. Nafnið Græna kompaníið vísar í að um er að ræða kompaní bóka, hannyrðavara og kaffiveitinga. „Við vildum ekki einskorða okkur við eitt af þessu þrennu en orðið kompaní nær vel yfir samspil þess- ara þriggja hluta og okkur stelp- urnar þrjár,“ segir Lilja og bætir við að þetta græna vísi til þess að hjá þeim verði lögð áhersla á um- hverfisvæntar vörur og lífrænt og fair trade kaffi. Græna kompaníið verður fyrst um sinn opið frá miðvikudögum til sunnudaga á milli kl. 12:00-18:00. „Við vitum ekki hvernig opnunar- tímar henta best en ætlum að byrja á að prófa þetta. Þetta gæti svo breyst þegar við erum komnar með að- eins betri tilfinningu fyrir þessu - og auðvitað stefnum við á að hafa opið alla daga vikunnar,“ segir Lilja. arg Grunnskóli snæfellsbæjar tekur þátt í verkefninu skólar á grænni grein. Verkefnið er alþjóðlegt og menntar milljónir nemenda í 67 löndum í sjálfbærni og umhverf- isvernd. skólarnir fylgja ákveðnu ferli til að efla vitund nemenda, kennara og annarra starfsmanna um umhverfismál. Nái skólinn mark- miðum sínum fær hann að flagga Grænfánanum og er sú viðurkenn- ing endurnýjuð á tveggja ára fresti að uppfylltum ákveðnum skilyrð- um. Hluti af þessu verkefni skól- ans er umhverfissáttmáli Grunn- skóla snæfellsbæjar og var í síðustu viku opnuð sýning á verkum nem- enda í 4. og 6. bekk sem þau unnu í myndmennt hjá Ingu Harðardóttur myndmenntakennara. Verkin sem sýnd eru á sýningunni eru mynd- ræn útfærsla nemenda á umhverf- issáttmálanum. sýningin er í Út- gerðinni í Ólafsvík og var hún opn- uð með viðhöfn í síðustu viku. Það var Hilmar Már Arason, skólastjóri sem opnaði sýninguna að viðstödd- um nemendum 6. bekkjar, Kristni Jónassyni bæjarstjóra og bæjar- stjórnarfulltrúum. sýningin verður opin á opnun- artíma Útgerðarinnar til 6. apríl næstkomandi og eru allir velkomn- ir. Útgerðin er opin þriðjudaga til föstudaga frá klukkan 13 til 17 og á laugardögum frá klukkan 11 til 15. Að þessum tíma loknum verð verkin sett upp á starfsstöðvum skólans Í Ólafsvík og á Hellissandi. Aðspurð sagði Inga að það væri frá- bært að geta fengið að setja upp sýningu á verkunum í Útgerðinni og vildi hún fá að koma á framfæri þakklæti til Rutar fyrir það. Einnig sagðist hún vonast til að sem flest- ir kíktu á sýninguna þar sem þetta væri afrakstur mjög skemmtilegrar vinnu með nemendum. þa Meðfylgjandi mynd tók Margrét Jónsdóttir á Akranesi fyrr í vet- ur. Engu líkara en tunglið hafi ákveðið að hvíla sig og tylla sér á topp Heiðarhornsins í skarðs- heiði. GSNB er skóli á grænni grein Máninn í hvíld Fyrsti viðskiptavinur Græna Kompaníisins með bók sem hann fjárfesti í á opnuninni. Ljósm. tfk Græna kompaníið var opnað í Grundarfirði um helgina F.v. Lilja Magnúsdóttir, Karítas Eiðsdóttir og Signý Gunnarsdóttir sem reka kaffihúsið Græna Kompaníið. Ljósm. tfk Agnes Sif Eyþórsdóttir og Karitas Eiðsdóttir og á milli þeirra er Heiða Rós, dóttir Karítasar. Ljósm. tfk

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.