Skessuhorn


Skessuhorn - 24.03.2021, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 24.03.2021, Blaðsíða 12
MIÐVIKUDAGUR 24. MARs 202112 Landsnet hefur hafið undirbúning að mati á umhverfisáhrifum Holta- vörðulínu 1 sem mun liggja frá tengivirkinu á Klafastöðum í Hval- fjarðarsveit að nýju tengivirki sem rísa mun á Holtavörðuheiði. Lagn- ing þessarar línu er mikilvægur hlekkur í endurnýjun á núverandi byggðalínu og verður línan 220 kV raflína, hluti af nýrri kynslóð bygg- ðalínu sem liggja mun allt frá Hval- firði til Austurlands. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um legu lín- unnar, en núverandi línur; Hrúta- tungulína 1 og Vatnshamralína 1, liggja um Hvalfjarðarsveit, skorra- dalshrepp, Borgarbyggð og Húna- þing vestra. Markmiðið er að auka afhendingaröryggi raforku og af- hendingargetu á landinu og tryggja að flutningskerfið standi ekki í vegi fyrir atvinnuuppbyggingu og eðli- legri þróun byggðar. Lögð er í und- irbúningsferlinu áhersla á opið og gegnsætt samtal við hagsmunaaðila og stendur Landsnet fyrir opn- um fundi um verkefnið á Facebo- ok síðu fyrirtækisins fimmtudags- kvöldið 25. mars. „Við hvetjum íbúa á svæðinu, sem og aðra sem áhuga hafa, að taka þátt í samráðinu, senda inn ábendingar, mæta á opna fundi sem haldnir verða og taka þátt í sam- tali og samráði með okkur. Það skiptir máli fyrir samfélagið að sem best sátt náist um uppbyggingu lín- unnar sem er ætlað að vera hluti af nýrri kynslóð byggðalínu sem fleyt- ir okkur inn í framtíðina,“ skrifaði Elín sigríður Óladóttir samskipta- tjóri Landsnets í aðsendri grein í skessuhorni í síðustu viku. Fundurinn verður fimmtudaginn 25. mars klukkan 20-22 og verður streymt á Facebook síðu Lands- nets. mm Íbúar á 14 bæjum í Norðurár- dal, Þverárhlíð og stafholtstung- um komu saman á íbúafundi að skarðshömrum í Norðurár- dal síðastliðinn föstudag. Tilefn- ið var að að ræða og bregðast við auglýsingu Borgarbyggðar um skipulags- og matslýsingu vegna aðalskipulagsbreytingar í landi jarðanna Hafþórsstaða í Norður- árdal og sigmundarstaða í Þver- árhlíð. samþykkt var ályktun þar sem lýst er eindreginni andstöðu við vindmyllugarð á Grjóthálsi. samkvæmt heimildum skessu- horns kom fram á fundinum að íbúar lýstu þungum áhyggjum af fyrirhugðum framkvæmdum sem óumdeilanlega komi til með að hafa áhrif á dýralíf, valda sjón- og hljóðmengun ásamt því að hafa áhrif á verð fasteigna. Þá segja þeir mikla hagsmuni í húfi í ljósi þess að tvær af perlum Borgar- fjarðar, veiðiárnar Norðurá og Þverá, renna í nágrenninu. Kom fram á fundinum að framkvæmd af þessu tagi kæmi til með að skerða möguleika íbúa til atvinnu- tækifæra á öðrum sviðum, svo sem við ferðaþjónustu eða land- búnað, því rannsóknir hafa sýnt fram á að hljóðbylgjur vindmyll- anna hafa raunveruleg áhrif á dýr og kannanir sýna að fólk finnur fyrir neikvæðum áhrifum af þeim. Þá kom fram að mögulegar tekjur sveitarfélagsins af framkvæmdun- um koma til með að verða óveru- legar og í því samhengi var bent á að þær koma til með að jafnast á við útsvar þriggja til fimm fjöl- dskyldna. Loks var á það bent að vindmyllurnar munu koma til með að sjást meira og minna um allt Borgarfjarðarhérað frá Arnar- vatnsheiði í austri og út á Mýrar og í Borgarnes í vestri. Því snertir málefnið marga. Ályktun send sveitarstjórn Á íbúafundinum á skarðshömrum var samþykkt svohljóðandi álykt- un sem send var sveitarstjórn, undir fyrirsögninni „Er ekki ver- ið að fórna meiri hagsmunum fyr- ir minni?“ „Fundur íbúa og jarðaeigenda í Norðurárdal, Þverárhlíð og staf- holtstungum ályktar svohljóðandi: Við lýsum yfir eindreginni and- stöðu við skipulagningu og upp- byggingu vindmyllusvæðis í bak- garði Norðdælinga, Þverhlíðinga og stafholtstungna, þeim hraða og þeim skorti á kynningu fyrir íbúa sem einkennt hefur vinnslu þessa máls í sveitarstjórn. Þetta er afar gagnrýnisvert með hliðsjón af umfangi þeirra framkvæmda sem hér um ræðir. Augljóst er að umhverfisáhrif og ónæði verður gríðarlegt, bæði sjónmengun og hljóðmengun. Nú þegar eru á svæðinu hverfis- verndaðar tjarnir og mólendi sem liggur fyrir að virða eigi að vett- ugi. Óumdeilanlegt er að fugla- stofnum á svæðinu stafar hætta af tilætluðum mögulegum fram- kvæmdum, einkum stórfuglum líkt og haferni og álft. Þá eru ótal- in þau neikvæðu áhrif sem fram- kvæmdir af þessu tagi myndu óhjákvæmilega hafa á eignaverð á svæðinu. Fundurinn fer fram á að sveit- arstjórn Borgarbyggðar fresti frekari ákvörðunum og boði til fundar með íbúum svæðisins um fyrirhugaðar framkvæmdir. Farið er fram á að allir kjörnir fulltrúar sveitastjórnar sitji fundinn.“ mm Á fundi sínum 11. febrúar síðastlið- inn samþykkti sveitarstjórn Borg- arbyggðar skipulags- og matslýs- ingu fyrir aðalskipulagsbreytingu í landi jarðanna Hafþórsstaða í Norðurárdal og sigmundarstaða í Þverárhlíð. Í breytingunni er gert ráð fyrir að skilgreina iðnaðarsvæði í stað landbúnaðarnota á Grjót- hálsi, milli fyrrgreindra jarða, þar sem landeigendur hafa uppi áform um að reisa allt að sex vindmyllur sem hver um sig gætu orðið allt að 150 háar með spaða í hæstu stöðu. skipulags- og matslýsing vegna framkvæmdarinnar er nú aðgengi- leg á vef Borgarbyggðar. „Hverj- um þeim aðila sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemd við auglýsta skipulags- og matslýsingu og er frestur til að skila inn athugasemd- um til og með 25. mars 2021,“ seg- ir í auglýsingu frá Borgarbyggð sem birtist í skessuhorni 10. mars síðastliðinn. Í skipulags- og matslýsingu fyr- ir verkefnið kemur m.a. fram að þetta sé fyrsta skrefið í undirbún- ingi skipulagsvinnu og er ætlað að upplýsa almenning, hagaðila og umsagnaraðila um fyrirkomulag vinnunnar, helstu viðfangsefni og áherslur hennar og hvernig staðið verði að kynningum og samráði. „Fyrirhugað er að nýta vindorku á Grjóthálsi í landi Hafþórsstaða og sigmundarstaða. Forsendur fyrir staðsetningu vindmylla á Grjót- hálsi byggja m.a. á niðurstöðum veðurmælinga, sem benda til þess að Grjótháls sé ákjósanlegur staður til nýtingar vindorku og mjög stutt er í meginflutningskerfi raforku, þar sem Hrútatungulína 1 liggur um Grjótháls. Þá nýtist umrætt landsvæði ekki til landbúnaðar og þar eru ekki náttúruverndarsvæði. Loks er hluti af forsendum gott aðgengi um núverandi Grjótháls- veg,“ segir í matslýsingu sem VsÓ ráðgjöf gerði. Áformin um virkjun vindorku á Grjóthálsi eru umfangsmeiri en gildandi aðalskipulag fyrir Borg- arbyggð gerir ráð fyrir og því er breyting á því forsenda þess ef koma á til framkvæmdarinnar. „Þá þarf auk þess að breyta landnotk- un úr landbúnaðarsvæði í orku- vinnslusvæði. samkvæmt skipu- lagsreglugerð skulu svæði fyr- ir virkjanir, þ.m.t. vindmyllur, og tengivirki skilgreind sem iðnað- arsvæði í aðalskipulagi. Þeir um- hverfisþættir sem lagt verður mat á í ferlinu eru samfélagið, nánar til- tekið hljóðvist og útivistarmögu- leikar á svæðinu, náttúra og lands- lag, atvinna, innviðir og nærþjón- usta auk áhrifa framkvæmdarinnar á menntun og menningararf, nánar tiltekið menningarminjar,“ segir í matslýsingunni. mm Línulegt samtal um Holtavörðulínu Lýsa eindreginni andstöðu við vindmyllugarð á Grjóthálsi Vindmylla og Hallgrímskirkja í Reykjavík til samanburðar. Skipulags- og matslýsing vegna vindmyllugarðs á Grjóthálsi Horft til norðurs yfir Grjótháls. Bærinn Grjót í forgrunni. Ljósm. úr safni/ Mats Wibe Lund. Á þessu korti VSÓ ráðgjafar má sjá sýnileika vindmyllugarðs á Grjóthálsi fyrir héraðið. Bleiki liturinn sýnir hvernig myllurnar verða vel sýnilegar í nágrenninu. Liturinn verður ljósbleikari eftir því sem fjær dregur, en vindmyllurnar munu engu að síður sjást frá Borgarnesi, Mýrum og úr Andakíl.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.