Skessuhorn


Skessuhorn - 24.03.2021, Qupperneq 30

Skessuhorn - 24.03.2021, Qupperneq 30
MIÐVIKUDAGUR 24. MARs 202130 Hvað myndi þig helst langa til að læra núna ef þú værir að fara að læra eitthvað nýtt? Spurning vikunnar (Vestlendingar spurðir í gegnum síma) Kristín Þórhallsdóttir „Læra jarðfræði.“ Kristín Benediktsdóttir „Eitthvað meira um handverk.“ Helga Sif Andrésdóttir „Ég myndi vilja læra sjálfstyrk- ingu og að standa betur með sjálfri mér.“ Ólöf Birna Torfadóttir „Flugvirkjun.“ Skagamenn fá framherja úr Fylki Knattspyrnumaðurinn Hákon Ingi Jóns- son, framherji úr Fylki, hefur gengið til liðs við Skagamenn. Hákon Ingi gerði þriggja ára samning við ÍA. Hann hefur leikið allan sinn knattspyrnuferil með Fylki utan eitt ár, sem var árið 2016 en þá lék hann með HK sem þá var undir stjórn Jóhannesar Karls Guðjónssonar. Hákon Ingi skoraði þá 13 mörk með félaginu sem lék þá í næstefstu deild. Þannig þekkir Jó- hannes Karl vel til leikmannsins. Á síðasta tíma- bili lék Hákon Ingi 17 leiki með Fylki og skoraði í þeim tvö mörk. -se Kári tapaði fyrir Tindastóli Knattspyrnufélagið Kári hélt í Skagafjörðinn á laugardaginn og atti kappi við Tindastól á Sauðárkróki í Lengjubikar karla. Káramenn byrjuðu leikinn vel og Andri Júlíusson kom þeim yfir strax á 17. mínútu. Enn vænkaðist hagur Kára þegar einum leikmanni Tindastóls var vikið af leikvelli um miðjan fyrri hálfleikinn. En skjótt skipast veður í lofti. Því síðustu þrjár mínútur fyrri hálfleiks reyndust Káramönnum afdrífaríkar. Því á 43. mínútu fékk Fylkir Jó- hannsson leikmaður Kára sitt annað gula spjald og þar með rautt og því vikið af leikvelli. Tinda- stóll fékk vítaspyrnu og skoraði Konráð Freyr Sigurðsson fyrir heimamenn og jafnaði leikinn. Aðeins einni mínútu síðar skoraði Konráð aftur og kom Tindastólsmönnum yfir í leiknum og heimamenn skyndilega komnir með forystuna í hálfleik. En þess má geta að Konráð Freyr á ræt- ur á Skagann, því hann er sonur Skagamann- anna Sigurðar Halldórssonar, (Sigga Donna) og Lovísu Jónsdóttur. Heimamenn byrjuðu leik- inn af krafti í síðari hálfleik og bættu þeir Jónas Aron Ólafsson og Hafþór Bjarki Guðmundsson tveimur mörkum við á fyrsta stundarfjórðungi síðari hálfleiks og staðan orðinn 4:1. Þar við sat og fleiri urðu mörkin ekki. Næsti leikur Kára í Lengjubikarnum er gegn KF í Akraneshöllinni laugardaginn 27. mars. -se Skagakonur töp- uðu naumlega Skagakonur mættu stöllum sínum úr Víkingi Reykjavík í Lengjubikarnum í fótbolta á föstu- dagskvöld, í leik sem fam fór í Akraneshöll- inni. Leiknum lauk með naumum sigri Víkings 3:2. Víkingur leiddi 2:0 í hálfleik með mörkum þeirra Nadíu Atladóttur og Dagnýjar Rúnar Pét- ursdóttur og fátt benti til annars en að öruggur sigur Víkings væri í höfn þegar Nadía Atladótt- ir skoraði þriðja mark gestanna og sitt annað mark í leiknum um miðjan síðari hálfleikinn. En Skagakonur neituðu að gefast upp og á 81. mínútu leiksins minnkaði Unnur Ýr Haralds- dóttir muninn og aðeins fimm mínútum síðar minnkaði Erla Karitas Jóhannesdóttir muninn enn frekar og niður í eitt mark og á spennandi lokamínútum gerðu Skagakonur harða hríð að marki gestanna en tókst ekki að jafna metin og urðu að sætta sig við naumt tap. Næsti leikur hjá konunum er gegn HK í Kórnum laugardag- inn 27. mars. -se Skallagrímur tap- aði í Mosfellsbæ Leikmenn Skallagríms úr Borgarnesi léku á sunnudaginn gegn Álafossi í Lengjubikarnum og fór leikurinn fram í Mosfellsbæ. Álafoss sigr- aði í leiknum 3:1. Heimamenn náðu tveggja marka forystu með þriggja mínútna millibili um miðjan fyrri hálfleikinn, með mörkum Kristins Arons Hjartarsonar og Ingva Þórs Albertssonar. En eftir hálftíma leik var einum leikmanni Ála- foss vísað af leikvelli með rautt spjald. Það nýttu Skallagrímsmenn sér og Óttar Bergmann Kristinsson minnkaði muninn þremur mínútum fyrir leikhlé. Þannig var staðan þar til tvær mín- útur lifðu leiks en þá gulltryggðu heimamenn sigurinn með marki Karabo Mgiba. Næsti leik- ur Skallagrímsmanna verður heimaleikur gegn liði Golfklúbbs Grindavíkur nk. sunnudag 28. mars . -se Nýlega fór fram ráðstefna samtaka íþrótta- og golfvallastarfsmanna á Íslandi, sÍGÍ. Ráðstefnan var vel sótt og á hana mættu erlendir gestir og innlendir fyrirlesarar tóku einn- ig þátt. Á ráðstefnunni var krýnd- ur vallarstjóri ársins 2020 og féllu þau verðlaun í hlut Jóhannesar Ár- mannssonar vallarstjóra hjá Golf- klúbbi Borgarness. „Þetta er frábær viðurkenning fyrir þau góðu störf sem Jóhannes hefur unnið á Hamarsvelli í Borg- arnesi. Jóhannes hefur komið vell- inum á stall með bestu völlum á Ís- landi. Innilega til hamingju með út- nefninguna Jóhannes! Við hlökkum öll til að komast aftur út á völl og njóta þeirrar góðu vinnu sem hef- ur farið fram að Hamri undanfar- in ár,“ segir í frétt frá stjórn Golf- klúbbs Borgarness. mm Um liðna helgi fór fram Íslands- mót ungmenna í keilu. Þar fékk ÍA þrjá Íslandsmeistaratitla en alls tóku níu ungmenni þátt frá Keilu- félagi Akraness. Á þessum árstíma koma í ljós framfarir eftir æfingar vetrarins og sáust þær greinilega á þessu móti. Í fimmta flokki hlutu Friðmey Dóra Richter og Haukur Leó Ólafsson viðurkenningu, en í yngstu flokkkunum er ekki krýnd- ur Íslandsmeistari. Í fjórða flokki stúlkna var særós Erla Jóhönnu- dóttir Íslandsmeistari og má þess geta að særós var aðeins 27 pinnum frá því að setja Íslandsmet í tveim- ur leikjum. særós bætti einnig eig- ið met í einum leik þegar hún henti í 175, sem er hátt skor fyrir aðeins tíu ára barn. Nína Rut Magnús- dóttir varð Íslandsmeistari í þriðja flokki stúlkna og sló persónulegt met. Í þriðja flokki pilta varð Tóm- as Freyr Garðarsson í fjórða sæti af sjö keppendum og Matthías Leó sigurðsson tók silfrið eftir hörku keppni. Í öðrum flokki stúlkna hafnaði Viktoría Hrund Þórisdótt- ir í fjórða sæti og í fyrsta flokki pilta varð Hlynur Helgi Atlason í þriðja sæti og Ísak Birkir sævarsson í því fimmta. Ísak og Hlynur hafa í vet- ur verið á afreksbraut í Fjölbrauta- skóla Vesturlands og mætt tvisvar í viku klukkan 8:00 að æfa með Guð- mundi sigurðssyni þjálfara. Í opnum flokki etja þrír efs- tu kappi, óháð aldri. Þar börðust Matthías Leó og Hlynur Helgi um fyrsta sætið. Matthías varð að lúta í lægra haldi eftir úrslitaleikinn en bikarinn kom samt heim á Akranes. Framundan hjá unglingunum er lokaumferð í meistarakeppni ung- menna, sem er einstaklingskeppni í fimm umferðum. Mæting á æfingar vetrarins he- fur verið framúrskarandi, þó svo að umbætur í keilusal Akraness og Covid-19 hafi sett strik í reikning- inn. Það verður því gaman að sjá hvernig leikar fara eftir Meistar- akeppnina. arg/jm/ Ljósm. Keilufélag Akra- ness. Kvenfélag Ólafsvíkur færði á dög- unum Grunnskóla snæfellsbæjar Cricut skera að gjöf. Það var Elsa sigurbjörg Bergmundsdóttir, for- maður kvenfélagsins, sem afhenti gjöfina og sagði hún við það tæki- færi að kvenfélagið vonaðist til þess að skerinn myndi nýtast skólan- um sem best. Með Cricut skera er hægt að skera ýmsar myndir, stafi og fleira út í ýmis efni, svo sem leð- ur, pappír, vinyl og pappa og mun skerinn nýtast við hin ýmsu verk- efni í skólanum svo sem í textíl og smíði svo eitthvað sé nefnt. Það var Hilmar Már Arason, skólastjóri sem tók við gjöfinni og vildi hann fá að koma á framfæri kæru þakk- læti til félagsins. þa Kvenfélagið gaf skólanum Cricut skera Matthías Leó og Hlynur Helgi kepptust um bikarinn í opnum flokki. Hlynur hafði á endanum betur. Ungmenni af Skaganum gerðu það gott í keilunni Særós Erla Jóhönnudóttir varð Íslands- meistari í 4. flokki stúlkna. Jóhannes Ármannsson er vallarstjóri ársins hjá SÍGÍ

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.