Skessuhorn


Skessuhorn - 24.03.2021, Síða 27

Skessuhorn - 24.03.2021, Síða 27
MIÐVIKUDAGUR 24. MARs 2021 27 Pennagrein Vísnahorn Björn Jakobsson frá Varmalæk, sem lengi var kennari í Reykholti, var að miklu leyti sjálfmennt- aður en afburða íslensku- maður. Á seinni árum sínum var hann fenginn til að sitja yfir í prófum í Menntaskólanum í Reykjavík og orti af því tilefni: Á efstu dögum ævinnar en aldrei sest á lærdómsstóla fór ég mér til frömunar fjóra daga í menntaskóla. Kaupfélag Borgfirðinga gaf nokkuð lengi út Kaupfélagsritið með ýmsum upplýsingum um rekstur félagsins og var Björn lengi rit- stjóri þess. Jafnframt var í blaðinu töluvert af ýmiskonar „þjóðlegum fróðleik“ og verður nú aðeins skyggnst í þau fræði með ýmsum útúr- dúrum þó. Eftir keppnina „sýslurnar svara“ í Borgarnesi 1966 þar sem Borgfirðingar sigr- uðu Húnvetninga í spurningakeppni sagði Jónas Tryggvason: Við höfum ekki úr háum söðli að detta, en hér gat ekki farið verr en þetta. Fyrst skotist hefur skýrum Húnvetningum var skást að liggja fyrir Borgfirðingum. Geir Pétursson á Vilmundarstöðum var þokkalega hagmæltur og í betra lagi stríðinn og sendi einhvern tímann Birni þessa kveðju: Þegar andans eru börð undir klakadyngjum gott er að eiga gömul spörð og gefa Borgfirðingum. Björn svaraði hinsvegar með því að biðja hann um efni í ritið sem var víst ekki það við- bragð sem Geir ætlaðist til. Hinsvegar er þó allavega þessi kveðskapur úr Kaupfélagsritinu: Oft er mæða í erfiljóði. Erfitt sprakka að feðra krakka. Frónsku skáldi skortur á gjaldi. Skipatapi í mars og apríl. Lítið skjölluð karlæg kella. Kossagnótt á brúðkaupsnóttu. Þunnur andi á þingveg sendur. Þurrkað hey á sunnudegi. Oft eru göt á gömlum fötum. Greindur maður lágtalaður. Lausung slæm í ljúfum draumi. Lítið vit í spekiriti. Valdagarri í virktarherra. Vondur þrái í kálfi gráum. Mundir heitar heimasætu. Harðsótt glíma ef dýrt er rímað. Það er nú svo með eldgos eins og margt fleira að þau koma og fara með misreglulegu millibili og eins og einn góðvinur minn sagði; „Þetta venst. En ekki vel.“ Um Kötlugosið 1918 orti Guðmundur Magnússon: Katla gaus með heitan haus, hamaðist laus við snjóinn. Lymskutausin lengi kaus leðjunni ausa í sjóinn. Vítt sig þandi, gjörði grand, góðu landi spillti, út við strandir eyjaband allt með sandi fyllti. Og um jarðskjálftann í marslok 1963 sagði Rósberg snædal: Jörð með rykkjum reis og hneig, riðuðu á grunni hallir. Þó að lítið væri um veig voru „í kippnum“ allir. Nú eru vonandi flestir búnir að skila skatt- framtölum sínum samviskusamlega eins og plagsiður er. Öllum undanskotum haldið í lág- marki að viðlögðum drengskap. Björn Guð- mundur Björnsson kenndur við Torfustaða- hús í Miðfirði en lengst búsettur á Hvamms- tanga. „Húsa Björn“ skilaði svo sínu framtali eitthvað nálægt 1950: Eignir: Fram til skatts ber fyrst að telja fríðan búpening: Hryssur tvær og holdlaus belja heimsins mesta þing. Hús ég byggði hér á kletti handa mér og frú. Líka hef ráð á leigubletti er langdrægt fóðrar kú. Innbúið er einkum dallar ei með tískusvip. Lagartunnur lekar allar líkt og Kölska hrip. Ég á orf sem enginn brýtur eða snertir á. Eylandsljá sem aldrei bítur ef ég reyni að slá. Brýnið líka bölvað hræsi bæði gróft og hart. Eitt sinn þó ég um það læsi af því biti skarpt. Innstæður má enginn nefna er það lagabrot. Heiðarleik sú haftastefna hefur fellt í rot. Skuldir: Ég er í skuld við allt og alla er ég hefi kynnst. Þeir hafa mína mörgu galla mildað – að mér finnst. Tekjur: Ekkert folald, enginn kálfur engin veiðiföng. Konan geld, ég gagnslaus sjálfur guggnaður við söng. Frádráttur: Það er gömul sannorð saga sem ég hallast að: Frá einu núlli er illt að draga. Ekki kann ég það. Undirskrift: Undirskrift þarf ekki að vanda. Engum manni dylst hér að ætti helst að standa Húsa-Björn – það skilst. Ekki man ég hvað voru gefin út mörg blöð á Akureyri um tíma. Allavega tel ég að þeir hafi staðið nokkuð vel í þeim málum „miðað við höfðatölu“. Kristján frá Djúpalæk var um tíma ritstjóri Verkamannsins og hafði þann sið að birta vísu vikunnar. Eitt sinn meðan Ragnar Ingi Aðalsteinsson var í Menntaskól- anum á Akureyri og hafði litið inn á ritstjórn- arkontorinn sér og ritstjóranum til andlegrar upplyftingar var Kristján að vandræðast með „vísu vikunnar“ en Ragnar taldi sig leysa mál- ið: Hófst hún eins og byrja bar á betri helmingnum, þessi vísa vikunnar í Verkamanninum. Með þökk fyrir lesturinn, Dagbjartur Dagbjartsson Hrísum, 320 Reykholt S 435 1189 og 849 2715 dd@simnet.is Þó að lítið væri um veig - voru „í kippnum“ allir Íbúakönnun samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi, Íbúar og mikilvægi búsetuskilyrða á Vesturlandi, var birt í janúar. Margar áhugaverð- ar og gagnlegar upplýsingar koma þar fram um viðhorf íbúa til sinna sveitarfélaga. Eitt af því sem kemur fram í könnuninni og snýr að sam- eiginlegri ábyrgð okkar er sá þátt- ur sem lítur að góðu mannlífi. En samkvæmt könnuninni þykir okk- ur íbúum í Borgarbyggð mannlífið hér ekki vera nægilega gott. Gott mannlíf er einn mikilvæg- asti þátturinn í því að okkur líði vel í samfélaginu okkar og er nátengt ánægju og vellíðan okkar í lífi og starfi. En hvernig má skapa samfé- lag sem einkennist af góðu mann- lífi? Menning samfélagsins segir til um hvernig samskiptum er háttað, hvert viðhorf okkar, einkenni og hegðun er. Hvað getum við íbúar gert til þess að vinna að því að börnin okk- ar vaxi og dafni í samfélagi þar sem mannlífið er gott og nærandi? Það er sameiginlegt verkefni á ábyrgð okkar allra sem komum að uppeldi og umhverfi barna á einn eða annan hátt að vinna að því að þeim líði vel í sínu samfélagi og dafni sem ábyrgir og jákvæðir ein- staklingar. sýni þrautseigju í dag- legum verkefnum og temji sér um- burðarlyndi og virðingu gagnvart umhverfinu og öðrum. Hluttekning og vin- gjarnlegheit Hluttekning, vingjarnlegheit og vilji til þess að mynda jákvæð tengsl eru gríðarlega mikilvægir þætt- ir í samskiptum á milli okkar sem búum í samfélaginu. Það eru lyk- ilþættir og grundvöllur að góðu mannlífi. Ímynd er sú upplifun sem við sjálf og aðrir hafa á okkar samfélag, hún verður m.a. til í huga okkar. Eftir- sóknarverðir staðir byggja á ímynd og orðstír á ánægju íbúa. Þegar hugrenningartengsl við samfélagið og íbúa verður jákvætt aukast lík- urnar á því að okkur þyki mannlífið gott og hefur áhrif á það hvað við gerum og hvernig við hugsum. Ræktum með okkur jákvæð gildi og eiginleika sem leiða af sér jákvæð samskipti á milli ólíkra einstaklinga og hópa. Virkjum aðra og ræktum okkur sjálf. Það er okkar sameigin- lega ábyrgð að skapa gott mannlíf, það gerir það enginn fyrir okkur. Guðveig Lind Eyglóardóttir. Höf. er oddviti Framsóknarflokks í sveitarstjórn Borgarbyggðar. Fimmtudaginn 25. mars verður opnuð farandsýning á Bókasafni Akraness, sem nefnist Hlaðvarp- ið Myrka Ísland. Þar er fjallar um hamfarir, hörmungar, þjóðsögur og óhugnað í íslenskri sögu. Ungu listamennirnir Lúkas Guðnason og sigurjón Líndal Benediktsson hafa gert myndskreytingar við nokkra hlaðvarpsþætti, en það er sigrún Elíasdóttir, þáttastjórnandi Myrka Íslands, sem stendur fyrir sýning- unni. sýningin var fyrst opnuð í safnahúsi Borgarfjarðar eins og ít- arlega hefur verið sagt frá í skessu- horni. Hún mun nú fara á ferð um Vesturland. sýningin verður á Bókasafni Akraness til og með 21. apríl, á opnunartíma safnsins. „Vegna sóttvarnarráðsstafana verður ekki um formlega opnun að ræða en hægt er að sjá nánari um- fjöllun um viðfangsefnin í mynd- bandi á Facebook síðu Myrka Ís- lands eða með því að slá inn Myrka Ísland á Youtube,“ segir í tilkynn- ingu frá Bókasafni Akraness. mm Sýningin Myrka Ísland sett upp á Bókasafni Akraness Hvernig ertu í mannlífinu?

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.