Skessuhorn - 24.03.2021, Blaðsíða 10
MIÐVIKUDAGUR 24. MARs 202110
Hjá samfylkingunni í Norðvestur-
kjördæmi streyma þessa dagana inn
framboðstilkynningar frá fólki sem
hefur hug á að bjóða fram krafta
sína í landsmálunum. Eins og fram
kom í síðustu viku tilkynnti sitjandi
þingmaður, Guðjón s Brjánsson,
að hann hyggist draga sig í hlé eftir
þetta kjörtímabil.
Gylfi Þór Gíslason á Ísafirði hef-
ur tilkynnt að hann gefi kost á sér
í 1. til 2. sæti á lista fyrir komandi
alþingiskosningar. Gylfi Þór er 57
ára og starfar sem lögregluvarð-
stjóri á Vestfjörðum.
sigurður Orri Kristjánsson býð-
ur sig fram í 1. – 4. sæti. Hann var
í 4. sæti á framboðslista samfylk-
ingarinnar fyrir síðustu kosningar
til Alþingis árið 2017. Norðvestur-
kjördæmi eru heimaslóðir sigurð-
ar Orra. Fyrstu 12 árin bjó hann
í stykkishólmi og næstu tíu ár á
Hólmavík. Hann er í háskólanámi
en jafnframt ritstjóri Karfan.is.
Gunnar Tryggvason verkfræð-
ingur, hef ákveðið að gefa kost á sér
í oddvitasæti framboðslista sam-
fylkingarinnar. Gunnar er Vest-
firðingur fæddur 1969, verkfræð-
ingur og jafnaðarmaður sem legg-
ur áherslu á öflugt og fjölbreytt at-
vinnulíf, aukinn jöfnuð og vernd-
un umhverfisins. Hann starfar hjá
Faxaflóahöfnum.
Þá hefur Björn Guðmundsson
húsasmiður á Akranesi lýst yfir
framboði sínu í 1.-4. sæti. Hann
segist í tilkynningu ungur hafa
hneigst til jafnaðarstefnu. „Jafnað-
armennskan hefur verið mitt leið-
arljós en hún fellur best að mínum
hugsjónum. Af þeim sökum hef ég
verið virkur í sveitarstjórnarmálum
um allnokkurt skeið. Nú kunna ein-
hverjir að hugsa með sér hvað karl á
sjötugsaldri vilji upp á dekk. Við því
er einfalt svar: Mér blöskrar ein-
faldlega hvernig staðan í þjóðfélag-
inu er í dag. Virðingarleysi virðist
vera viðloðandi gagnvart öllu, ekki
eingöngu gegn hlutum og eignum,
heldur einnig gegn fólki og þörfum
þess,“ skrifar Björn í tilkynningu
um framboð sitt.
Nánar má lesa yfirlýsingar frá
frambjóðendum í aðsendum grein-
um á skessuhorn.is
mm
Guðjón s Brjánsson, alþingismað-
ur samfylkingar í Norðvesturkjör-
dæmi, hyggst yfirgefa stjórnmál-
in að þessu kjörtímabili loknu. Í
yfirlýsingu sem hann var að senda
frá sér í síðustu viku segir Guðjón:
„Ég hef ákveðið að gefa ekki kost
á mér í flokksvali samfylkingarinn-
ar í Norðvesturkjördæmi sem hald-
ið verður seinna í mars. stjórnmál-
in eru búin að eiga hug minn allan
undanfarin ár og ég hafði stefnt á
að gefa kost á mér næstu fjögur ár
en hugur minn fylgdi ekki lengur
hjarta þegar kom að ákvarðanatöku.
Mig langar að eyða meiri tíma með
minni fjölskyldu og fylgjast með
barnabörnunum dafna og þroskast
sem ég hef ekki haft nægilegan tíma
til að gera,“ segir Guðjón.
„Ég hef setið á Alþingi Íslend-
inga frá alþingiskosningunum
2016 fyrir samfylkinguna – Jafn-
aðarmannaflokk Íslands í Norð-
vesturkjördæmi. Á þeim tíma hef
ég setið sem 1. varaforseti Alþing-
is og unnið í allsherjar- og mennta-
málanefnd, velferðarnefnd og um-
hverfis- og samgöngunefnd ásamt
því að hafa verið formaður Íslands-
deildar Vestnorræna ráðsins. Ég er
þakklátur fyrir þann heiður að hafa
fengið að sitja á Alþingi fyrir hönd
jafnaðarmanna og að hafa barist
fyrir hagsmunum landsmanna allra
á þingi. Ég þakka öllum mínum
kjósendum í Norðvesturkjördæmi
og samstarfsfélögum fyrir stuðn-
inginn á liðnum árum,“ segir Guð-
jóns s Brjánsson. mm
Prófkjöri Pírata í Norðvesturkjör-
dæmi lauk á laugardaginn. Kosn-
ingin var rafræn og greiddu 400
manns atkvæði. sex frambjóðendur
sóttust eftir efstu sætunum. Niður-
staðan varð eftirfarandi:
Magnús Davíð Norðdahl
Gunnar Ingiberg Guðmundsson
Katrín sif sigurgeirsdóttir
Pétur Óli Þorvaldsson
sigríður Elsa Álfhildardóttir
Ragnheiður steina Ólafsdóttir
mm
Kjördæmisráð sjálfstæðisflokksins
í Norðvesturkjördæmi samþykkti
á streymisfundi laugardaginn 20.
mars, með tveimur-þriðju greiddra
atkvæða, að viðhafa prófkjör við
uppröðun á framboðslista flokksins
í kjördæminu. Kosið verður dagana
16. og 19. júní í sumar. Prófkjörið
fer þannig fram að kjósendur merkja
við fjóra frambjóðendur á listanum
og verður farið eftir prófkjörsregl-
um sjálfstæðisflokksins og þátttaka
heimil öllum fullgildum meðlimum
sjálfstæðisfélaganna í kjördæminu
sem þar eru búsettir og þeim stuðn-
ingsmönnum sjálfstæðisflokksins,
sem eiga munu kosningarrétt í kjör-
dæminu við kosningarnar og undir-
ritað hafa inntökubeiðni í sjálfstæð-
isfélag í kjördæminu fyrir lok kjör-
fundar og teljast þar með komnir á
flokksskrá.
Kjörnefnd mun á næstu dög-
um koma saman og ákveða fram-
boðsfrest og annað í tengslum við
prófkjörið. Á fundinum síðastlið-
inn laugardag lýstu núverandi þing-
menn flokksins, Haraldur Bene-
diktsson og Þórdís Kolbrún Reyk-
fjörð Gylfadóttir, yfir framboði í
fyrsta sæti en auk þeirra hefur Teit-
ur Björn Einarssonar varaþingmað-
ur gefið kost á sér í 2. sætið. „Fund-
urinn var vel sóttur, en á annað
hundrað fulltrúar sátu fundinn sem
fór fram á netinu. sigríður Ólafs-
dóttir Víðidalstungu var kjörin for-
maður kjördæmisráðs. Auk hennar
voru kjörin í stjórn: Gísli Gunnars-
son skagafirði, Maggý Hjördís Ker-
ansdóttir Patreksfirði, Carl Jóhann
Gränz Akranesi, Daníel Jakobsson
Ísafirði, Þorsteinn Pálsson Borgar-
firði, sigríður Finsen Grundarfirði
og Regína Valdimarsdóttir skaga-
firði,“ segir í tilkynningu frá skrif-
stofu sjálfstæðisflokksins. Auk þess
var á fundinum kosið í miðstjórn,
flokksráð og í kjörnefnd vegna
komandi kosninga til Alþingis.
mm
Frestur til að tilkynna um fram-
boð til forvals Vinstri hreyfingar-
innar græns framboðs í Norðvest-
urkjördæmi rennur út á skírdag,
1. apríl næstkomandi. Flokkurinn
mun viðhafa forval um röðun efstu
sæta á framboðslistanum. Verð-
ur það rafrænt og fer fram dagana
23.-25. apríl. Kjörstjórn flokksins
hefur auglýst að tekið er við ábend-
ingum um frambjóðendur og fram-
boðsyfirlýsingar á netfanginu nor-
dvestur@vg.is.
VG á nú einn þingmann í kjör-
dæminu; Lilju Rafneyju Magn-
úsdóttir á suðureyri. Hún hyggst
gefa kost á sér til endurkjörs. Bjarni
Jónsson varaþingmaður, fiskifræð-
ingur á sauðárkróki, hyggst sömu-
leiðis gefa kost á sér í fyrsta sætið á
listanum. Fyrir fjórum árum tapaði
hann naumlega baráttunni við Lilju
Rafneyju um forystusæti á lista
flokksins í póstkosningu sem þá var
um efstu sætin á listanum.
mm
Sitjandi þingmenn í kjördæminu stefna bæði á 1. sæti á lista.
Sjálfstæðismenn samþykktu
prófkjörsleiðina
Guðjón hyggst hætta í
stjórnmálum eftir kjörtímabilið
Framboð streyma inn
hjá Samfylkingunni
Efstu fjögur á framboðslista VG fyrir síðustu alþingiskosningar bregða hér á leik
eftir að listinn hafði verið kynntur. F.v. Bjarni Jónsson, Lilja Rafney Magnúsdóttir,
Rúnar Gíslason og Dagrún Ósk Jónsdóttir.
Stefnir í baráttu um forystu
VG í Norðvesturkjördæmi
Magnús D Norðdahl
leiðir lista Pírata
Guðmundur Gunnarsson, fyrrum
bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, mun
leiða lista Viðreisnar í Norðvest-
urkjördæmi fyrir kosningarnar í
haust. Í tilkynningu frá uppstilling-
arnefnd Viðreisnar í Norðvestur-
kjördæmi kemur fram að nefndin
er enn að störfum og verður heildar
framboðslisti kynntur síðar. Guð-
mundur er með meistarapróf í al-
þjóðaviðskiptum og BA próf í fjöl-
miðlafræði. Hann starfaði áður við
fréttir og dagskrárgerð hjá RÚV en
hefur síðustu ellefu ár gegnt stjórn-
unarstöðum hjá 66°Norður, AFs á
Íslandi og nú síðast sem bæjarstjóri
Ísafjarðarbæjar.
mm
Guðmundur mun
leiða lista Viðreisnar