Skessuhorn


Skessuhorn - 21.04.2021, Síða 2

Skessuhorn - 21.04.2021, Síða 2
MiðVikudAGur 21. ApríL 20212 Sumardagurinn fyrsti er á morg- un og þá er rétti tíminn til að draga fram sólhattinn, stuttbux- urnar og sólgleraugun og taka kannski smá ferðalag út í garð. Þetta er líka tíminn til að taka nagladekkin undan bílunum og hreinsa umhverfið í kringum sig en Stóri plokkdagurinn er ein- mitt á laugardaginn. Gleðilegt sumar! Á morgun, sumardaginn fyrsta, á að vera suðaustlæg átt 5-13 m/s og rigning vestanlands, en hægviðri og að mestu þurrt austanlands. Hlýnandi veður. Á föstudag er útlit fyrir suðlæga átt 5-10 m/s og dálitla vætu, en skýjað með köflum og þurrt austantil á landinu. Hiti 5-14 stig. Á laugardag er útlit fyrir frem- ur hæga suðaustlæga átt, skýjað með köflum og víða þurrt. Hiti 8-15 stig. Á sunnudag og mánu- dag á að vera austlæg átt, skýjað og sumsstaðar dálítil væta, eink- um sunnantil á landinu. Kólnar heldur. Í síðustu viku var spurt á vef Skessuhorns: „Skiptir það þig máli hversu umhverfisvænar umbúðir eru á vörum sem þú kaupir?“ 63% svöruðu því að það skipti miklu máli, 25% sögð- ust vera sama um það og 12% sögðust ekki hafa hugleitt það. Í næstu viku er spurt: Hvaða sóttvarnarráðstafanir hlakkar þig mest til að losna við? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir er nú að þróa heildstæða kyn- fræðslu fyrir alla nemendur í Grunnskóla Borgarfjarðar, með það markmið að gera öðrum kleift að nýta sér þá vinnu líka. Þóra Geirlaug er Vestlendingur vikunnar Spurning vikunnar Til minnis Vestlendingur vikunnar Veðurhorfur Eldur kom upp í nýlegum bíl AkrANES: Síðdegis á fimmtudag í liðinni viku kom upp eldur í mælaborði á ný- legum kia bíl hvar hann stóð í Flóahverfi á Akranesi. Eig- andi bílsins hafði nýlega sest upp í bíl sinn og sett í gang þegar hann heyrði smell og eldur gaus upp í mæla- borði. Að sögn Jens Heiðars ragnarssonar slökkviliðs- stjóra fóru slökkviliðsmenn á staðinn. Lögreglumenn voru fyrstir á vettvang og höfðu tæmt úr duftslökkvi- tæki inn í bílinn og að mestu slökkt eldinn þegar slökkvi- liðsmenn mættu á vettvang. Bíllinn er að sögn Jens Heið- ars illa farinn ef ekki ónýtur. -mm Pfizer flýtir afhendingu bóluefna Framkvæmdastjóri Evrópu- sambandins tilkynnti í síð- ustu viku að bóluefnafram- leiðandinn pfizer muni af- henda um 50 milljónum fleiri bóluefnaskammta til Evrópuþjóða en áður hafði verið reiknað með á öðrum ársfjórðungi. Þetta þýðir að ísland mun fá samtals rúm- lega 192 þúsund bóluefna- skammta frá pfizer fyrir lok júní sem dugir til að bólu- setja um 96 þúsund einstak- linga. -mm Grjóthrun varð í Búlandshöfða um liðna helgi. Ekki féllu stór björg og náði skrið- an því ekki inn á þjóðveginn. Spýjan fyllir þó vel í rásina sem ætluð er til að taka við hruni af þessu tagi og ískögglum. Hrun eins og þetta gerist þegar vatn safnast fyrir í berginu og svo frystir. reglulega hrynja þó einstaka stærri steinar eða björg úr fjallinu og má sjá þá í rásinni þegar ekið er fyrir Búlandshöfðann. þa Línubáturinn kristinn Hu, sem rær frá Ólafsvík, lenti heldur bet- ur í steinbítsmoki út af Blakknesi á Barðaströnd í vikunni sem leið. Aflinn var 29 tonn á 60 bala sem er 483 kíló á hvern bala. Bárður Guð- mundsson útgerðarmaður segir í samtali við fréttaritara Skessuhorns að kristinn hafi verið ásamt öðr- um bátum út af Látrabjargi þar sem aflinn hafi farið minnkandi. Því var ákveðið að prófa á nýjum stað. Það bar sýnilegan árangur en veiði- svæðið er á um 60 mílna siglingar- leið frá Ólafsvík. Allur þessi afli fór á markað og segir Bárður að vegna mikils fram- boðs á mörkuðum af steinbít hafi verðið farið hríðlækkandi. Fengu þeir því aðeins 115 krónur fyrir kílóið af slægðum steinbít. kristinn Hu hélt að löndun lokinni beint til veiða á sama stað enda langt stím fyrir höndum. af Heimsmarkaðsverð á áli hefur hækkað hratt á undanförnum mán- uðum. Á meðfylgjandi grafi af lme. com má sjá verðþróun heimsmark- aðsverðs á áli frá 16. apríl 2020 til Álverð hækkar mikið vegna aukinnar eftirspurnar Steinbítsmok út af Blakknesi Unnið við löndun á 29 tonnum af steinbít. Grjóthrun úr Búlandshöfða sama dags í ár. Fyrir ári var tonn- ið selt á 1.476 dollara en var komið 16. apríl síðastliðinn í 2.308 dollar- ar. Sérfræðingar segja að rekja megi þessa miklu hækkun til vaxandi eft- irspurnar á áli í Asíu og aukinn- ar bjartsýni um efnahagsuppgang nú þegar sér fyrir endann á heims- faraldrinum. Vaxandi eftirspurn er eftir áli m.a. til framleiðslu raf- tækja, flugvéla, bíla, rafstrengja og drykkjarvöruumbúða. mm fæst í Hagkaup og á marr.is Pantanir berast á landsbyggðina einum til tveimur virkum dögum eftir að pöntun berst HJÁ MARR FÆRÐU FALLEGAR VÖRUR FYRIR HANDVERKIÐ C M Y CM MY CY CMY K MARR_bladaaugl_255x100mm.pdf 1 13.4.2021 17:14:47

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.