Skessuhorn


Skessuhorn - 21.04.2021, Síða 4

Skessuhorn - 21.04.2021, Síða 4
MiðVikudAGur 21. ApríL 20214 Garðabraut 2a - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá- auglýsinga er til kl. 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 3.877 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 3.348. Rafræn áskrift kostar 3.040 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.800 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 950 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Anna Rósa Guðmundsdóttir arg@skessuhorn.is Gunnhildur Lind Hansdóttir glh@skessuhorn.is Finnbogi Rafn Guðmundsson frg@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Hrafnhildur Harðardóttir auglysingar@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Ómar Örn Sigurðsson umbrot@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Leiðari Fjölgar á fæðingadeildinni Það hefur löngum verið sagt að það skiptast hratt á skin og skúrir. Síðast- liðinn fimmtudag birtum við frétt þess efnis að ísland væri eitt Evrópu- landa „grænt“ í þeim skilningi að Sóttvarnastofnun Evrópu sagði að land- ið væri það eina í álfunni þar sem nýgengi kórónuveirusmita væri innan við 25 á hverja hundrað þúsund íbúa. Nú um helgina og í byrjun vikunnar varð ljóst að skúraskýin voru tekin að hrannast upp. Hópsmit voru greind í fiskvinnslu og svo á leikskóla, síðan fleiri skólum og sjálfsagt víðar í ljósi þess að ein af dreifileiðunum var bar í miðborginni. Sóttvarnayfirvöld segja að smitið megi rekja til einstaklinga sem komu hingað til lands um síðustu mánaðamót og virtu ekki skimunarsóttkví, þessa fimm skitnu daga sem fólk á að halda sig fjarri öðrum milli þess sem það er skimað fyrir veirunni. Vís- vitandi kæruleysi sem leitt hefur til þess að nú hafa hundruð fjölskyldur verið sendar í sóttkví, þúsundir þurfa að fara í sýnatöku, fjöldi fólks er að veikjast og vafalítið má búast við því að enn einn ganginn verði samkomu- takmarkanir hertar. Ljósið í myrkrinu nú, í samanburði við fyrri bylgjur faraldursins, er sú staðreynd að búið er að bólusetja elsta og veikasta fólkið auk þeirra sem standa í framlínu heilbrigðisstétta og viðbragðsaðila. Við sem yngri erum bíðum þess nú með óþreyju að röðin komi að okkur. Líklega er þetta í fyrsta skipti sem maður hefði óskað þess að kennitalan væri eldri. Fyrir mína parta get ég nefnilega vel viðurkennt að ég hef aldrei áður látið mig hlakka til að fá sprautu. Nú hins vegar get ég varla talið niður dagana þar til kemur að mínum árgangi í röðinni. reyndar er ég dáldið stoltur yfir því að mín veikindi eru sennilega ekki í spjaldskrám heilbriðgðisstofnana flokkuð sem alvarlegur undirliggjandi sjúkdómur. Eitt hjartaslag er eitthvað sem ég persónulega flokka sjálfur ekki sem alvarlega sjúkdóma enda hef ég ekki fundið fyrir nokkrum krankleika eftir að stíflaða kransæðin var blásin út og fóðruð hérna um árið. Eftir þær hremmingar er ég einn af þeim sem ber takmarkalausa virðingu fyrir heilbrigðiskerfinu okkar. Þar vinnur fólk sem leggur sig fram um fagmennsku og vinnusemi og verð ég síðastur manna til að hallmæla því. í ljósi þeirrar virðingar er ég hundfúll út í þessa einstaklinga sem ekki gátu haldið sig fjarri öðru fólki í fimm daga eftir komuna hingað til lands. Finnst eins og þetta fólk eigi að skammast sín, hafandi breitt veiruna út á nýjan leik í okkar fallega og bráðum fyrrum „græna“ landi. Ég er líka dálítið hugsi yfir lögmönnunum sem tóku það að sér að verja allri páska- helginni í skyndilögsókn fyrir dómstólum, í málum sem höfðuð voru gegn stjórnvöldum sem voru að gera sitt besta við að hafa vit fyrir fólki, í þágu heilbrigðis þjóðarinnar. Þessir örfáu kverúlantar nýkomnir frá útlöndum gátu ekki unað því að dvelja fimm daga á fjögurra stjörnu hóteli í reykja- vík á kostnað ríkisins. Sjálfur hef ég gist á þessu hóteli og hefði ekki haft neitt á móti því að vera þar nokkra daga í viðbót, ekki síst ef einhver annar borgaði. Fólkið sem höfðaði málið, ásamt lögfræðingum þess, vann sigur um páskana. En var þetta raunverulegur sigur? Er það einhvers konar sigur að eiga þátt í því að nú er veirufjandinn laus enn eina ferðina. Spyrji hver fyrir sig. Eitt mest lesna efnið í Skessuhorni frá fyrstu árum útgáfunnar hefur ver- ið nýburasíðan. Myndir og frásögn af blessuðum litlu börnunum sem koma í heiminn, flest á fæðingadeildinni á Akranesi. í nýliðinni viku voru börn- in óvenjulega mörg. Hverju sætir? Jú, fyrir á að giska níu mánuðum hófst þriðja bylgja kóvid. Fólk virðist því hafa haldið heim og hlúð vel hvert að öðru, óvenju vel! Einmitt það sama gerðist árið 2009 þegar efnahagskrepp- an hafði gert fólk óttaslegið. rannsóknir hafa nefnilega sýnt að aðsteðjandi ógn leiðir til þess að fólk þjappar sér meira saman en það er vant. kenning mín er því sú að í ljósi síendurtekinna bylgja af kóvid verður þetta ár býsna litríkt á fæðingadeildinni. Sem er náttúrlega frábært, því eftir því sem fleiri Vestlendingar fæðast, því betri verður heimurinn. Magnús Magnússon Síðdegis í gær var fyrsta skóflu- stungan tekin að nýju 31 íbúðar fjölbýlishúsi Leigufélags aldraðra hses. við dalbraut 6 á Akranesi, á lóðinni þar sem vöruhús ÞÞÞ stóð áður. Það var Bragi Þórðarson heiðursborgari Akraneskaupstað- ar sem tók fyrstu stunguna en auk hans bæjarfulltrúar, bæjarstjóri og formaður Leigufélagsins. í húsinu verður bílakjallari, 22 tveggja her- bergja íbúðir og níu þriggja her- bergja íbúðir. Áætlað er að íbúðirn- ar verði tilbúnar til útleigu á þriðja ársfjórðungi 2022, en Snókur ehf byrjar jarðvegsframkvæmdir í dag. Leigufélag aldraðra er húsnæðis- sjálfseignarstofnun sem byggir hagkvæmar íbúðir til útleigu fyrir eldri borgara og starfar samkvæmt lögum um almennar íbúðir. Lög- in gera ráð fyrir bæði hagkvæmni í byggingu en einnig stofnfram- lögum frá ríki og sveitarfélagi til að leiga verði hagstæðari en ella. Lögin gera sömuleiðis ráð fyrir ákveðnum viðmiðunum í tekjum og eignum hjá væntanlegum leigj- endum. „Samstarf Leigufélagsins og Akraneskaupstaðar við undir- búning þessa verkefnis hefur ver- ið mjög gott,“ segir Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri. „Stjórnend- ur bæjarins hafa frá byrjun lagt áherslu á að heimamenn kæmu sem mest að framkvæmdum og Leigufélagið hefur kappkostað að verða við þeim óskum. Nefna má nokkra aðila af staðnum sem taka þátt. Alhönnun, Snókur, BM Vallá, rafpró og Ylur eru fyrirtæki sem nú þegar hefur verið samið við en líklegt er að fleiri bætist í hópinn. Þá má einnig geta þess að Leigu- félagið er að hefja byggingu á 51 íbúð við Vatnsholt 1-3 í reykjavík en þar koma einnig við sögu aðilar af Akranesi við byggingu þess húss. Hér er því um gríðarlega mikla at- vinnusköpun að ræða fyrir iðnaðar- menn í bæjarfélaginu,“ segir Sæv- ar. Hann bætir því við að samtals hefur Leigufélagið samið við fyrir- tæki og iðnaðarmenn frá Akranesi í þessum tveimur verkum fyrir hátt í tvo milljarða króna. 453 íbúðir í byggingu „Með þessari uppbyggingu er tekið enn eitt skrefið í aðgerðum Akra- neskaupstaðar til viðspyrnu vegna Covid-19 faraldursins sem sam- þykktar voru af bæjarstjórn í apríl 2020. Nú erum við að sjá bara í þessu eina verkefni hátt í tvo millj- arða króna þar sem rúmur helm- ingur þeirrar fjárhæðar skilar sér í atvinnu á Akranesi. Jafnframt er ánægjulegt að sjá þá miklu upp- byggingu sem á sér stað á Akranesi en mér telst til að 453 íbúðir fyr- ir kaupenda- eða leigjendamarkað séu í byggingu eða að fara í bygg- ingu á lóðum sem hefur verið út- hlutað síðustu mánuði og misseri. Þó langstærsti hluti þessara íbúða sé á kaupendamarkaði er ánægju- legt að sjá að Leigufélag aldraða sjái tækifæri í að byggja á Akranesi þar sem fólk getur verið í leiguhús- næði án þess að þurfa að óttast að vera sagt upp leigunni,“ segir Sæv- ar Freyr Þráinsson bæjarstjóri. Ólafur Örn ingólfsson formaður stjórnar Leigufélags aldraðra hses. sagðist við þetta tilefni vilja koma á framfæri þökkum fyrir gott og árangursríkt samstarf við stjórn- endur bæjarins sem hafi kappkost- að að afgreiða öll mál hratt og fag- mannlega. „Ef frekari verkefni væru í boði myndum við með mik- illi ánægju taka þátt í þeim,“ sagði Ólafur Örn. mm Starfsmenn Almennu umhverfis- þjónustunnar í Grundarfirði voru önnum kafnir þegar fréttaritari kíkti niður á höfn á mánudaginn til að athuga með ganginn í fram- kvæmdunum sem þar eru í gangi. Þar var verið að setja niður rör fyr- ir lagnir en nú styttist í að platan verði steypt í vor. tfk Fyrsta skóflustunga að fjölbýlishúsi Leigufélags aldraðra á Dalbraut 6 Fyrsta skóflustungan var tekin síðdegis í gær í björtu en köldu veðri. Á myndinni eru f.v. Ólafur Örn Ingólfsson formaður stjórnar Leigufélags aldraðra hses, Valgarður Lyngdal Jónsson forseti bæjarstjórnar, Ólafur Adolfsson bæjarfulltrúi, Elsa Lára Arnardóttir formaður bæjarráðs, Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri og Bragi Þórðarson heiðursborgari Akraness. Hafnarframkvæmdir í Grundarfirði Þeir Aðalgeir Vignisson og Marinó Ingi Eyþórsson passa að efnið fari vel yfir lagnarörin.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.