Skessuhorn


Skessuhorn - 21.04.2021, Qupperneq 10

Skessuhorn - 21.04.2021, Qupperneq 10
MiðVikudAGur 21. ApríL 202110 Síðastliðinn föstudag var gengið frá sölu á hinum rótgróna Hreðavatns- skála í Borgarfirði. Lítil starfsemi hefur verið í húsunum síðustu árin en nú verður breyting þar á. kaup- endur eru ungt par sem býr og starf- ar í sveitinni, þau Adam Logi og Hera Jóhannsdóttir. Hreðavatns- skáli er á fjögurra hektara eign- arlandi en auk veitingaskálans er gistihús á lóðinni, tankar fyrir elds- neyti fylgja fasteigninni og í brekk- unni ofan við skálann er íbúðarhús og tvö sumarhús. Aðspurð segja þau Adam og Hera að kaupverðið sé 86 milljónir króna og sé það ásættan- legt verð í ljósi þess að framundan eru töluvert miklar lagfæringar á húsum með það fyrir augum að þar verði hægt að opna veitingastað og gistiþjónustu í sumar. unga fólkið mun sjálft ekki reka skálann en það munu hins vegar foreldrar Heru gera, þau Brynja Brynjarsdóttir og Jóhann Harðarson, ferðaþjónustu- bændur á Hraunsnefi sveitahóteli. Samreka tvo staði í Norðurárdal Blaðamaður Skessuhorns hitti nýja kaupendur og verðandi rekstrar- aðila í Hreðavatnsskála síðastlið- inn föstudag. Fyrr um daginn hafði verið gengið frá kaupunum og voru nýir eigendur fullir tilhlökkunar að skoða húsin sem slíkir í fyrsta skipti. Nú ætlar fjölskyldan frá Hraunsnefi að spýta í lófana því framundan eru miklar lagfæringar á húsnæðinu til að hægt verði að opna eftir rétta tvo mánuði. „Við stefnum ótrauð á að opna hér veitingasölu, nýlendu- vöruverslun og hostel 16. júní í sumar. Þann dag verða rétt 16 ár frá því við tókum á móti fyrstu nætur- gestunum á Hraunsnefi sveitahót- eli,“ segir Brynja. Hún segir að fyr- irkomulagið verði þannig að þótt unga fólkið eigi húseignir og lóðina að þá muni Hraunsnef sveitahótel taka allan rekstur af þeim á leigu. „Við stefnum á að samreka þessa tvo staði; Hraunsnef og Hreðavatns- skála en hvor um sig haldi þó sínum sérkennum. Hér í Hreðavatnsskála er hugmyndin að bjóða upp á létt- ar veitingar og að hér geti ferðafólk átt stutt stopp í mat og drykk. Mat- urinn sem hér verður seldur verð- ur forunninn í eldhúsinu á Hrauns- nefi og við munum leggja áherslu á að nýta allt það hráefni sem við framleiðum sjálf, eins og við höfum gert á veitingastaðnum okkar. Með því að maturinn verður forunninn á Hraunsnefi erum við að draga úr starfsmannaþörf hér í skálan- um. Veitingarnar hér verða í anda Food Truck veitingastaða, ódýrari matur og öðruvísi en það sem við erum með á matseðlinum okkar á Hraunsnefi.“ Hostel og hótel Brynja segir að þau ætli einnig að opna litla nýlenduvöruverslun þar sem fólk á ferð um þjóðveginn en ekki síður þeir sem dvelja í sum- arhúsum í nágrenninu og á Bif- röst geti keypt það helsta. „Varð- andi gistiþjónustuna munum við í gegnum Hraunsnef sveitahótel bjóða upp á Hostel gistingu hér í Hreðavatnsskála. Þannig samnýt- um við bókunarkerfi og vonumst til að í því felist samlegðaráhrif. Við bjóðum þannig upp á tvenns kon- ar gistingu, á hóteli og svo ódýr- ari gistingu hér,“ segja þau Brynja og Jóhann. Þau segja reksturinn á Hraunsnefi hafa verið að ganga ágætlega, auðvitað ef undan er skil- inn sá tími sem allt var lokað vegna Covid-19. Nú sé hins vegar ástand- ið að batna, vel er bókað á hótel- ið hjá þeim um helgar og mikið að gera í veitingasölu og frekar bjart útlit með sumarið. Flytja í nýja húsið sitt Þau Adam Logi og Hera eignuðust sitt annað barn fyrir tæpum tveimur mánuðum en fyrir eiga þau tveggja ára dóttur. Adam Logi starfar sem bústjóri á fuglabúinu á Svartagili þar sem þau hafa einnig átt sitt heim- ili en nú ætlar unga fjölskyldan að flytja í íbúðarhúsið ofan við Hreða- vatnsskála. Adam mun þó áfram starfa við Svartagilsbúið. Hera segist hins vegar ætla að opna litla sauma- stofu í þeim hluta skálans sem kall- aður er Búðin en það er nýjasti hluti skálans. Þurfa að taka til hendinni Jóhann Harðarson segir að fjöl- skyldan hafi af alvöru byrjað að velta fyrir sér kaupum á Hreðavatnsskála í janúar á þessu ári en ýmislegt orðið til þess að ekki hafi orðið af kaupun- um fyrr en nú. „Okkur grunaði að af þessum kaupum yrði engu að síður og höfum nýtt tímann til að ákveða hvernig húsnæðið verður nýtt og hvað við byrjum að gera upp,“ seg- ir Jóhann en Hraunsnefsbændur eru engir nýgræðingar í lagfæring- um gamalla húsa. Þegar þau keyptu jörðina Hraunsnef var til dæmis fjárhúsum og áburðarkjallara breytt í hótel og veitingastað og önnur hús ýmist lagfærð eða rifin og ný byggð í staðinn. „Það er margt sem þarf að laga hér í skálanum. Við þurfum að mála og gera við margt enda hef- ur húsið staðið lítið notað síðustu árin og margir haft hér rekstur þar á undan í misstuttan tíma. Við fjöl- skyldan reiknum með að hjálpast að við lagfæringar og erum nú að bæta við okkur starfsfólki til að ná mark- miði okkar um opnunardag. Stefn- an er sú að taka einungis tvo mánuði í hreinsun og lagfæringar og opna á deginum okkar 16. júní í sumar,“ segir Jóhann. Endurvekja ballstemninguna Vörumerkið Hreðavatnsskáli er að stofni til frá árinu 1933 þegar Vigfús Guðmundsson opnaði fyrst sölu- skála við þjóðveginn, nokkru neðar í hrauninu skammt frá þeim stað sem háskólaþorpið er nú. Eftir að síð- ari heimsstyrjöldinni lauk var starf- semin flutt og skálinn byggður á nú- verandi stað. Byggingarefnið var að hluta fengið úr hermannaskála sem lokið hafði hlutverki sínu. Eftir það hefur oft verið byggt við skálann og húsið lagfært. Gamla danshúsið er hins vegar horfið, var rifið þegar þjóðvegurinn var færður lítið eitt frá skálanum fyrir nokkrum árum. En nýir rekstraraðilar í Hreða- vatnsskála hafa þann draum að end- urvekja ballstemninguna, sem skál- inn er ekki hvað síst þekktur fyrir hjá þeim sem komnir eru um eða yfir miðjan aldur. „Hingað ætlum við að fá tónlistarfólk og hugsan- lega slá upp samkomum að sveita- ballasið. í ferðaþjónustu þarf alltaf að huga að fjölbreytni afþreying- ar og okkur finnst það heillandi að geta boðið upp á lifandi tónlist. Við erum meira að segja búin að kaupa okkur litla rútu þannig að við get- um til dæmis boðið þeim sem gista á Hraunsnefi sveitahóteli skutl niður í skála; í dans og veitingar og svo skutl heim að balli loknu. í það minnsta eru möguleikarnir fjölmargir sem opnast hjá okkur með þessari nýju aðstöðu til viðbótar við þá starfsemi sem við höfum verið með undan- farin 16 ár,“ segja þau Brynja og Jó- hann ferðaþjónustufólk á Hrauns- nefi og Hreðavatnsskála. mm Auglýsing um ball sem haldið var í Hreðavatnsskála um hvítasunnuhelgina 2013, á 80 ára afmæli skálans. Nú er draumur nýrra rekstraraðila að endurvekja ball- stemninguna. Hafa keypt Hreðavatnsskála og hefja rekstur í sumar Nýir eigendur og rekstraraðilar í Hreðavatnsskála; Brynja og Jóhann; Hera og Adam Logi með börnin sín. Adam Logi og Hera með börnin sem nýverið urðu tvö. Lyklana fengu þau afhenta á föstudaginn þegar gengið hafði verið frá kaupunum. Hreðavatnsskáli í dag.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.