Skessuhorn


Skessuhorn - 21.04.2021, Page 12

Skessuhorn - 21.04.2021, Page 12
MiðVikudAGur 21. ApríL 202112 Þríeykið; Víðir reynisson, Alma Möller og Þórólfur Guðnason, héldu upplýsingafund á mánu- daginn þar sem fjallað var um það bakslag sem varð í síðustu viku og um helgina í útbreiðslu Covid-19. Smitum hefur fjölgað mikið af svo- kölluðu breska afbrigði veirunn- ar og hlutfallslega margir hafa ver- ið utan sóttkvíar. 27 ný smit voru greind á mánudag og höfðu 25 af þeim verið í sóttkví. Alma Möller landlæknir sagði atburði helgarinn- ar vonbrigði. „Breska afbrigðið er til staðar í samfélaginu. Nú er mik- ilvægt að láta ekki slá sig út af lag- inu og fara í sýnatöku við minnstu einkenni,“ sagði hún og nefndi ein- kenni á borð við hósta, hita, and- þyngsli, kvef, hálsbólgu, beinverki, höfuðverk, slappleika, ógleði og skert lyktar- og bragðskyn. „Svo haldi fólk sig heima þar til það fær niðurstöðu úr sýnatöku. Þetta er mjög mikilvægt,“ sagði Alma Möll- er. Hópsmit undanfarinna daga virðast eiga sér aðdraganda en eru að hluta að minnsta kosti rakin til einstaklings sem ekki hélt sóttkví. Hópsmit má rekja til leikskólans Jörva í reykjavík og fiskvinnslu- fyrirtækis en mögulega með dreif- ingu í gegnum veitingastað. Viða- mikil smitrakning hefur farið fram síðustu daga. Þórólfur Guðnason sóttvarna- læknir sagði á upplýsingafundinum að ekki væri ljóst á þessari stundu hvort gripið verði til hertra aðgerða í ljósi þessara tíðinda en sýkingin hafi komið upp áður en slakað var á sóttvarnareglum í seinustu viku. Ef smitum fjölgar enn frekar sagð- ist hann munu leggja til hertar að- gerðir að nýju en vildi þó ekki slá því föstu á þessari stundu. mm Lögreglan á Norðurlandi eystra segir frá því á Facebo- ok síðu sinni að tíu ára barn á rafhlaupahjóli, frá hjólaleigunni Hopp, hafi ekki valdið hjólinu að fullu vegna stærðar og þyngd- ar þess. dróst barnið með hjólinu út á götuna og munaði hársbreidd að barnið yrði fyrir bíl. Samkvæmt reglum Hopp þurfa leigutakar að vera 18 ára og eldri til að mega leigja hjól hjá fyrirtækinu. rafhlaupahjól verða æ vinsælli í umferðinni og notendur þeirra eru á öllum aldri. Með hækk- andi sól birtast rafhlaupahjól- in nú á götum bæja og víðar. Þá verður sífellt algengara að ökumenn slíkra rafhlaupa- hjóla aki of hratt og virði umferðarreglur að vett- ugi. Lögreglan hvet- ur foreldra til þess að ræða þetta við börn sín, brýna fyrir þeim að þau megi ekki leigja þessi hjól og eins að gæta ávallt varúðar við hjólreiðar og að nota alltaf reiðhjóla- hjálma. Samgöngustofa hefur tekið saman helstu atriði varðandi notkun vélknú- inna hlaupahjóla og öryggi. Þar segir meðal annars: „Vél- knúin hlaupahjól (oft kölluð rafhlaupahjól, rafmagnshlaupa- hjól, rafskútur) tilheyra flokki reiðhjóla og eru hönnuð til aksturs á hraða frá 6 km á klst. upp í 25 km á klst.“ Enn fremur segir: „í umferðarlögum kemur fram að slíkum farartækjum megi þó ekki aka á akbraut en þau lúta að öðru leyti sömu reglum og reið- hjól t.d. hvað varðar öryggisbúnað og mikilvæg atriði sem vert er að hafa í huga þegar hjólað er á gang- stígum. Samkvæmt umferðarlögum er ekkert aldurstakmark á vélknúin hlaupahjól en ávallt skal fara eftir þeim viðmiðum og leiðbeiningum sem framleiðandi hjólsins leggur til. Auk þess eru rafhlaupahjólaleigur yfirleitt með aldurstakmark á notk- un hjólanna. Þá ber að athuga að börn og ungmenni undir 16 ára aldri eiga samkvæmt lögum alltaf að nota hjálm við hjólreiðar en mælt er með að allir noti hjálm á rafhlaupa- hjóli öryggisins vegna. frg Hróatildur ehf gerir út bátinn Birtu SH 203 sem er á grásleppuveið- um þessa dagana. Skipverjar voru í óða önn að landa rúmlega þrem- ur tonnum af afla þegar fréttaritari Skessuhorns átti leið um Grundar- fjarðarhöfn 14. apríl síðastliðinn. p. Andri Þórðarson hjá löndunarþjón- ustunni djúpakletti aðstoðaði skip- verja, tók á móti bátnum og hífði aflann upp á bryggju. tfk Starfsfólk heilsugæslustöðvar HVE á Akranesi skerpti í síðustu viku á nokkrum atriðum varðandi Co- vid-19 og sýnatökur. í ljósi tilmæla sóttvarnayfirvalda birtum við þess- ar upplýsingar: 1. Allir, óháð aldri, sem hafa einkenni covid er ráðlagt að fara í skimun og vera í sóttkví þangað til niðurstöður úr skimun berast (hiti, hósti, beinverkir, hálssærindi, höfuðverkur, kvef, niðurgangur, ógleði, slappleiki, truflun á lyktar-/ bragðskyni, uppköst, nánd við ein- stakling með Covid – 19 einkenni (minna en 2 metrar í 15 mínútur).) 2. Skimun á Covid – 19 er bókuð inn á heilsuvera.is, fólk gerir þetta sjálft (með rafrænum skilríkjum) og fær strikamerki sent í símann. Hægt er að bóka sýnatöku í gegnum co- vid síma 432-1000 á heilsugæslu ef fólk getur ekki bókað sjálft. Ekki er hægt að bóka fram í tímann, strika- merki er gilt í 3 sólarhringa. 3. Sýnataka fer fram alla daga kl. 13.00 -13.20 á Akranesi (mæta með grímu í sjúkrabílaskýlinu við hlið- ina á lögreglustöðinni). Það þarf að koma inn í skýlið með síma með strikamerki. 4. Þeir sem þurfa covid vottorð vegna ferðalaga er bent á að nota travel.covid.is, ódýrasta leiðin til að fá próf og vottorð. Sýnataka fer fram í rvk. 5. Einungis þeir sem fá boðun um að mæta í bólusetningu geta mætt í bólusetningu. Ekki er hægt að afgreiða alla í einu og fólk er beðið um að sýna biðlund, verið er að bólusetja eins hratt og örugglega og hægt er. 6. Eins og staðan er núna er ekki hægt að velja um hvaða bóluefni er gefið, sóttvarnalæknir og land- læknir eru ábyrgir fyrir því. Þeir sem hafna bólusetningu þurfa að bíða þar til búið er að bólusetja for- gangshópa, ekki liggur fyrir dag- setning á því. mm ísland varð síðastliðinn fimmtu- dag aftur grænt á korti Sóttvarna- stofnunar Evrópu, eitt Evrópu- ríkja. Stofnunin uppfærir á hverj- um fimmtudegi kort sem sýnir ný- gengi COVid-19 smita í Evrópu. Græni liturinn er til marks um að 14 daga nýgengi smita sé minna en 25 smit á hverja 100.000 íbúa. „Þetta er ánægjulegur vitnisburð- ur um að sóttvarnaaðgerðir hér á landi duga vel, við erum á réttri leið og síðast en ekki síst fjölgar nú jafnt og þétt í hópi bólusettra hér á landi,“ sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Eftir þetta tók sig upp ný bylgja faraldursins hér á landi og því óvíst hvort landið verði áfram eina græna land Evrópu eins og raunin var síðasta fimmtudag. Alls höfðu rúmlega 95.000 ein- staklingar fengið bólusetningu hér á landi síðastliðinn fimmtudag og þar af voru rúmlega 28.000 full- bólusettir. mm Þórólfur og Víðir. Ljósm. úr safni. Bakslag í baráttuna við veiruna Ísland grænt eitt Evrópuríkja Barn dróst í veg fyrir bíl með rafhlaupahjóli Rafhlaupahjól. Ljósm. af Facebooksíðu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra. Sýnataka á Akranesi. Ljósm. úr safni/kgk. Upplýsingar vegna sýnatöku Birta SH 203 landar grásleppu

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.