Skessuhorn


Skessuhorn - 21.04.2021, Qupperneq 14

Skessuhorn - 21.04.2021, Qupperneq 14
MiðVikudAGur 21. ApríL 202114 Anna Hildur Hildibrandsdótt- ir hefur verið ráðin í 50% starf við Háskólann á Bifröst þar sem hún mun leiða verkefni tengd skap- andi greinum. „Háskólinn á Bifröst hefur boðið upp á nám á meist- arastigi í menningarstjórnun (MA og MCM) í meira en 20 ár. dip- lómanámi í skapandi greinum var hleypt af stokkunum haustið 2020 og næsta haust verður svo boðið upp á BA nám í faginu. Námsbraut- in er sniðin fyrir þá sem vilja öðl- ast innsýn og skilning á starfi fram- leiðenda, verkefnastjóra, umboðs- manna, útgefenda, sýningastjóra, listrænna stjórnenda, framkvæmda- stjóra, frumkvöðla og brautryðj- enda í hinum margvíslegu menn- ingar- og hugverkagreinum sem sameinast undir skilgreiningunni skapandi greinar. Einnig verður unnið að því að koma á fót rann- sóknarsetri skapandi greina,“ segir í tilkynningu frá skólanum. Anna Hildur segir að ákveðinn draumur hjá sér verði að veruleika í þessu starfi: „Ég hef lengi brunnið fyrir því að við eignumst nám fyr- ir þá sem vilja starfa í framleiðslu- og dreifingarferli skapandi greina. Ég nota hugtakið skapandi greinar sem samheiti yfir atvinnu- og við- skiptalíf sem tengist listsköpun og menningu. Það er svo mikil gróska á íslandi, alveg sama hvort við ber- um niður í tónlist, kvikmyndum, leiklist, hönnun, tísku, tölvuleikj- um eða hvers kyns upplifun, af- þreyingu, fjölmiðlun og nýmiðl- un. Margir einstaklingar hafa náð undraverðum árangri og opnað dyr á alþjóðavísu. Við viljum miðla þekkingunni sem hefur orðið til og stuðla þannig að nýliðun. Það er líka spennandi að geta unnið að stofnun rannsóknarseturs skapandi greina í þessu samhengi. Ég mun einbeita mér að því að efla samtal á milli háskólanna, samráðsvett- vangs skapandi greina og Banda- lags íslenskra listamanna því okk- ur bráðvantar bæði akademískar og hagnýtar rannsóknir á þessum ört vaxandi atvinnuvegi,“ segir Anna Hildur. Anna Hildur er kvikmyndagerð- arkona sem starfaði um 20 ára skeið í tónlistargeiranum. Hún leiddi uppbyggingu Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar og NOMEX sem er norrænt samstarfsverkefni um tónlistarútflutning. Hún leiddi einnig vinnuna við kortlagningu og skýrslu um hagræn áhrif skap- andi greina sem kom út árið 2011. Hún mun áfram sinna kvikmynda- gerð samhliða störfum sínum fyrir Háskólann á Bifröst. Fyrsta heim- ildamyndin hennar í fullri lengd sem nefnist A Song Called Hate og fjallar um Eurovisiongjörning Hat- ara árið 2019 var tilnefnd til tveggja Edduverðlauna 2021. Anna Hild- ur er með BA-próf í íslensku og kennsluréttindanám frá Hí. Hún tók MA í útvarpsvinnu frá Lund- únaháskóla með áherslu á útvarps- leikhús. Hún hefur búið og starfað í Bretlandi undanfarin 30 ár en flutti nýverið til íslands. mm Síðastliðinn föstudag var starfs- dagur í Laugargerðisskóla í Eyja- og Miklaholtshreppi og börn því heima. Eins og fram kom í frétt í síðasta Skessuhorni ríkir mikil óvissa um framtíð skólahalds vegna rakavandamála í húsnæði og gruns um heilsuspillandi myglu. Á fundi hreppsnefndar 13. apríl var ákveðið vegna hækkandi rekstrarkostnaðar við skólann og rakavandamála í hús- næði að varpa ákvörðun um fram- tíð skólahalds til starfsfólks. í álykt- un hreppsnefndar sagði: „Hrepps- nefnd samþykkti samhljóða að um leið og starfandi skólastjóri staðfest- ir við oddvita að grunur sé um veik- indi barna og starfsfólks tengt hús- næði skólans verði skólanum lokað og börnum ekið í Lýsuhól.“ Almennir starfsmenn Laugar- gerðisskóla sendu í framhaldi af starfsmannafundi á föstudaginn frá sér opið bréf vegna skólamála í Eyja- og Miklaholtshrepp. Bréfið er svohljóðandi: „Starfsfólk í Laugargerðisskóla vill með þessu bréfi lýsa opinber- lega yfir vonbrigðum sínum á ófag- legum vinnubrögðum sveitarstjórn- ar Eyja- og Miklaholtshrepps, sem einkennast af vanrækslu viðhalds og launung upplýsinga. Allt það ferli sem nú hefur átt sér stað, og hef- ur leitt til þeirra stöðu sem uppi er í dag, einkennist af samskipta- og virðingarleysi gagnvart skólanum sjálfum, nemendum, starfsfólki og þorra íbúa í Eyja- og Miklaholts- hreppi. undanfarin þrjú ár hefur skóla- stjóri Laugargerðisskóla ítrekað haft samband við sveitastjórn og lýst yfir áhyggjum sínum á ástandi húsnæðisins vegna skemmda, raka og sýnilegrar myglu. Eins og fram hefur komið hefur því ekki verið svarað eða sinnt. Starfsfólk skólans hefur á undanförnum mánuðum lýst yfir miklum áhyggjum af heilsu sinni og nemenda sem hefur nú leitt af sér að bæði starfsmaður og nem- andi hafa fengið læknisvottorð upp á heilsubrest sem rekja mætti til ástands húsnæðisins í Laugargerði. Starfsfólk hefur margoft óskað eftir að funda með sveitarstjórn og fá niðurstöður úr sýnatökum um myglu, sem þegar hafa verið gerðar. Öllum þeim köllum eftir upplýsing- um hefur verið svarað með afvega- leiðandi og misvísandi skilaboðum ásamt því að öllum beiðnum um fundi hefur verið frestað, af ýmsum ástæðum. Nú síðast í morgun frest- aði oddviti því aftur að funda með starfsfólki um málið. Þrátt fyrir að staðan sé orðin sú að seint í gær- kveldi var ákveðið af sveitarstjórn að nemendur myndu ekki mæta til skóla í dag og þar af leiðandi er þetta mál komið langt fram yfir það að samtal þurfi að eiga sér stað. Helsta upplýsingaveita starfsfólks skólans um málið hefur verið í gegn- um grein sem skrifuð var í Skessu- horn 14. apríl 2021. Þar komu fram upplýsingar sem hafði verið kallað eftir af starfsfólki en voru ekki veitt- ar og því mikið áfall að fá þær svo með þessum hætti en ekki í gegnum samskipti beint milli sveitarstjórnar og starfsfólks skólans eins og eðli- legt væri. Starfsfólk vill því að lokum ítreka vonbrigði sín með þá stöðu sem upp er komin. Laugargerðisskóli hef- ur undanfarin ár verið með öflugt skólastarf sem einkennist af fjöl- breyttum kennsluaðferðum, ein- staklingsmiðuðum markmiðum fyrir fjölbreyttan nemendahóp og góðu samstarfi starfsmanna. ungt fólk hefur bæst í starfsmannahópinn og flutt í hreppinn með þá framtíð- arsýn að búa hér, sinna starfi sínu af heilindum og standa vörð um þetta hjarta og fjöregg sem barnaskólar eru í hverju samfélagi. En því mið- ur hefur það farið svo að þetta góða starf hefur verið leyst upp og kæft niður af þeirri vanrækslu, valdníðslu og starfsháttum sem hafa viðgengist í sveitarstjórn Eyja- og Miklaholts- hrepps.“ undir bréfið ritar starfs- fólk í Laugargerðisskóla. mm Stjórn Sóknaráætlunar Vesturlands hefur ákveðið að styðja við við- burðadagskrá á Vesturlandi 2021. Þetta verkefni er unnið í framhaldi af svipuðu verkefni sem hleypt var af stokkunum með stuttum fyrir- vara á síðasta ári og skipti miklu máli fyrir viðburðahald á Vestur- landi sumarið 2020. „Við trúum því að nú fari að létta „kóvinu“ en vegna Covid-19 hefur kreppt verulega að bæði hjá aðilum sem starfa í menningu og listum og einnig hjá ferðaþjónustuaðilum. Verkefninu er því ætlað að styðja bæði við skapandi greinar og lista- fólk á Vesturlandi en einnig að efla menningarstarf og listviðburði til að laða fólk að landshlutanum og styðja þannig við ferðaþjónustu á svæðinu og bæta lífsgæði íbúa sem geta notið viðburðanna,“ segir í til- kynningu frá Sóknaráætlun Vestur- lands. Verkefnið er sett upp sem sam- starfsverkefni en ekki styrktarsjóð- ur þar sem þeir sem hafa áhuga á að setja upp einsskiptis viðburð á Vesturlandi geta óskað eftir sam- starfi við SSV og Markaðsstofu Vesturlands (MSV) varðandi það viðburðahald. Samstarfið felst í því að MSV skráir viðburðinn í við- burðadagatal Vesturlands og kynn- ir hann á sínum miðlum. En einnig er hægt að óska eftir fjárframlagi til viðburðahaldsins í samstarfssamn- ingnum. Stýrihópur SSV/MSV um viðburðadagskrá á Vesturlandi 2021 mun fjalla um öll verkefni sem óskað er eftir samstarfi um og gera tillögu að samstarfssamningi vegna þeirra viðburða sem falla að þessu verkefni. „Hvort sem aðili starfar í skapandi greinum, ferða- þjónustu eða vill bara leggja sitt að mörkum inn í viðburðadagskrána á Vesturlandi að þá getur hann fyllt út beiðni um samstarf þar sem gerð er grein fyrir þeim viðburði sem viðkomandi vill standa fyrir. Tillag- an er þá tekin til umfjöllunar inn í viðburðadagskrár teymi SSV/MSV þar sem tekin er ákvörðun varðandi mögulegt samstarf um viðburðinn. Nánari upplýsingar um við- burðaskrá má finna á vef SSV. mm Anna Hildur ráðin fagstjóri skapandi greina á Bifröst Styðja við viðburðadagskrá á Vesturlandi Opið bréf frá starfsfólki Laugargerðisskóla

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.