Skessuhorn


Skessuhorn - 21.04.2021, Síða 15

Skessuhorn - 21.04.2021, Síða 15
MiðVikudAGur 21. ApríL 2021 15 Hvalarðarsveit óskar íbúum Hvalarðarsveitar og Vestlendingum gleðilegs sumars. Grundararðarbær óskar íbúum Grundararðar og öðrum Vestlendingum gleðilegs sumars Borgarbyggð óskar íbúum sveitarfélagsins og Vestlendingum öllum gleðilegs sumars. Bókin CLOACiNA – Saga frá- veitu er komin út á vegum Veitna, dótturfélags Orkuveitu reykja- víkur. í þessari bók rekur Guð- jón Friðriksson sagnfræðingur skólpsögu höfuðborgarinnar síð- ustu liðlega hundrað ár. dagur B. Eggertsson borgarstjóri fékk bók- ina afhenta á þeim slóðum er for- síðumynd hennar er tekin, sem er í námunda við hið fornfræga al- menningssalerni í borginni, Núllið í Bankastræti. Forsíðumyndin sýn- ir opna skólprennu við hlið vatns- brunns í Bankastræti. „Af umhverf- isástæðum var bókin prentuð í litlu upplagi. Hún er hins vegar öllum aðgengileg gjaldfrjálst á vef Veitna, veitur.is/cloacina, auk þess sem eintökum verður dreift til skóla og bókasafna,“ segir í tilkynningum frá Veitum. Gyðja hreinlætis Heiti bókarinnar er dregið af róm- verskri gyðju sem ríkti yfir aðal- ræsi borgarinnar eilífu, Cloaca Maxima, og var hún gyðja hrein- lætis. Þó að fólk tengi klóakið við óþrif þá er öflug fráveita, ásamt heilnæmri vatnsveitu, grundvöll- ur hollra samfélaga. Fráveitur eru fokdýr mannvirki og því hef- ur lagning þeirra oft á tíðum stað- ið í stjórnvöldum og almenningi. í bókinni rifjar Guðjón upp ástand heilbrigðismála í höfuðstaðnum meðan skólp rann í opnum rennum eða bara eftir götunum sjálfum og tildrög og sögu þeirra miklu ræsa sem leystu skítalækina af hólmi. Verkefni Veitna frá 2006 Veitur tóku við uppbyggingu og rekstri fráveitu í reykjavík, á Akranesi og í Borgarbyggð árið 2006. Þá þegar höfðu verið reist- ar öflugar dælu- og hreinsistöðv- ar í reykjavík sem einnig taka við skólpi frá kópavogi, Mosfellsbæ, Seltjarnarnesi og hluta Garða- bæjar og hreinsa það. í bókinni rekur Guðjón þá uppbyggingu og þau umskipti sem orðið hafa á síðustu árum í fráveitumálum sveitarfélaganna tveggja á Vestur- landi auk kjalarness. Þeir eru ófáir milljarðarnir sem varið hefur verið til þeirra umbóta en, eins og áður, er langstærsti hluti þessara miklu fráveitumannvirkja neðanjarðar og ósýnilegur. mm Yfir tveir milljarðar króna hafa verið greiddir í viðspyrnustyrki sem ætlað er að aðstoða rekstrar- aðila, þ.m.t. einyrkja, sem orðið hafa fyrir tekjufalli vegna heims- faraldurs kórónuveiru. Þann 14. apríl hafði Skattinum, sem fer með framkvæmd úrræðisins, borist um 2.050 umsóknir um styrkina og höfðu um 1.740 verið afgreiddar. Þá hafa nú um 9,5 milljarðar króna verið greiddir í tekjufallsstyrki til rekstraraðila og um 2,3 milljarð- ar króna í lokunarstyrki. í saman- tekt fjármálaráðuneytisins kemur fram að síðustu mánuði hafa ríflega 80 milljarðar verið greiddir í fjöl- breyttan stuðning í úrræðum ríkis- stjórnarinnar vegna faraldursins að frátöldum heimildum til útgreiðslu séreignarsparnaðar. Á fimmta þús- und rekstraraðilar og nær fjöru- tíu þúsund einstaklingar hafa nýtt stuðninginn. Sem dæmi hafa um 9,5 milljarðar króna verið veittir í stuðningslán til um 960 rekstraraðila en lánunum er ætlað að styðja við smærri fyrir- tæki sem glíma við erfiðleika. Lánin nýtast litlum og meðalstórum fyrir- tækjum sem orðið hafa fyrir mikl- um samdrætti. Þá hafa um sjö millj- arðar króna verið endurgreiddir aukalega af virðisaukaskatti (VSk) vegna margs konar framkvæmda en endurgreiðslurnar nýtast einkum einstaklingum og félögum á borð við sveitarfélög, almannaheillafélög og íþróttafélög. Flest þeirra fyrirtækja sem hafa nýtt sér úrræði stjórnvalda vegna faraldursins eru með tíu launamenn eða færri. Markmið stuðnings við fyrirtæki er að verja störf eins og kostur er auk þess að skapa öfluga viðspyrnu þegar faraldrinum slepp- ir, segir í tilkynningu ráðuneytisins. mm Veitur gefa út bókina Cloacina sem fjallar um sögu fráveitu Yfirlit um stuðningsaðgerðir stjórnvalda vegna Covid 19

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.