Skessuhorn


Skessuhorn - 21.04.2021, Side 20

Skessuhorn - 21.04.2021, Side 20
MiðVikudAGur 21. ApríL 202120 Frá því eldgos hófst á reykja- nesskaga föstudagskvöldið 19. mars síðastliðinn hafa landsmenn flykkst að gosstöðvunum til að berja sjónarspilið augum. um er að ræða nokkuð merkilegt gos en kvikan sem streymir upp úr jörð- inni kemur beint úr möttli jarðar, af meira dýpi en flest önnur eld- gos í seinni tíð. En það er ekki hættulaust að fara að gosinu til að sjá það með eigin augum. Engin afmörkuð gönguleið var til stað- ar þegar gosið hófst, veður hefur verið bæði gott og slæmt þennan tíma sem gosið hefur staðið yfir og gas sem kemur upp á yfirborðið getur verið lúmskt og hættulegt. Það er því margt sem ber að var- ast. Til að fólk geti komist öruggt að gosinu hafa björgunarsveit- ir um land allt staðið þar vaktina, afmarkað gönguleiðir, fylgst með gasmengun og verið fólki innan handar sem meiðist eða ræður illa við gönguna. Rólegur dagur Björgunarsveitarfólk á Vestur- landi hefur verið duglegt að leggja leið sína á reykjanesið til að að- stoða við gæslu á svæðinu. Blaða- maður Skessuhorns fékk að fylgja fjórum meðlimum í Björgunar- félagi Akraness að gosinu síðast- liðinn föstudag og fylgjast með störfum sveitarinnar á svæðinu. Við hittum þá Sigurð Axel Axels- son, Björn Torfa Axelsson, Ágúst Heimisson og Sölva Má Hjalta- son í húsnæði sveitarinnar á Akra- nesi þar sem þeir voru að undir- búa brottför. Þeir gættu að því að allur nauðsynlegur búnaður væri með í för; GpS tæki, gasgrímur, hlý föt, sjúkratöskur og fleira. Að því loknu héldu þeir af stað með tvö sexhjól á kerru. Fyrsta stopp var í húsnæði Björgunarsveitar- innar Þorbjörns í Grindavík. Þar beið þeirra hlaðborð til að fylla á tankinn fyrir komandi vakt. Málin voru rædd við heimamenn og far- ið var yfir stöðuna við gosið þann daginn. Þetta hafði verið held- ur rólegur dagur. Veður var frek- ar leiðinlegt og því fáir sem höfðu lagt leið sína að gosstöðvunum þennan dag. Ekið að gosinu Björgunarfélag Akraness var með kvöldvakt þennan dag og eftir að hafa skipulagt hana og verkefnum raðað niður var lagt af stað að gos- svæðinu. Þegar þangað var kom- ið var éljagangur og frekar hvasst. Þó var fólk að leggja af stað gang- andi að gosinu en allir virtust nokkuð vel búnir fyrir kvöldið. Á þessum tímapunkti skiptu björg- unarsveitamenn frá Björgunar- félagi Akraness sér niður. Sigurð- ur Axel og Ágúst ætluðu að fylgj- ast með gönguleiðinni á sexhjól- um og vera til taks fyrir fólk á leið- inni til og frá gosinu. Björn Torfi og Sölvi Már ætluðu saman á bíl upp að gosinu til að standa vakt- ina þar og blaðamaður slóst í för með þeim. Fyrst var ekið að gos- stöðvunum austan megin þar sem Ferð með Björgunarfélagi Akraness að eldgosinu á Reykjanesskaga Sigurður Axel Axelsson, Björn Torfi Axelsson, Ágúst Heimisson og Sölva Már Hjaltason stóðu vaktina fyrir Björgunarfélag Akraness síðastliðinn föstudag. Sölvi Már setur nauðsynlegan búnað í tösku fyrir brottför frá Akranesi. Mikilvægt er að hafa gasgrímur með á vakt við eldgosið. Í Grindavík var veglegt hlaðborð svo björgunarsveitafólk gat fyllt á tankinn fyrir vakt. Komið að bílastæðinu þar sem gangan að gosinu hefst. Haglég og rok tók á móti fólki þennan föstudaginn en inn á milli sást sólinni bregða fyrir. Sölvi keyrir af stað að eldgosinu. Björgunarfélag Akraness var komið að eldgosinu þegar sólin var um það bil að setjast.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.