Skessuhorn


Skessuhorn - 21.04.2021, Qupperneq 24

Skessuhorn - 21.04.2021, Qupperneq 24
MiðVikudAGur 21. ApríL 202124 Fyrirsögnin vísar til spakmæla Bjarts í Sumarhúsum. Ég veit nú ekki hversu vinsælt það væri að fara með þessi spakmæli í íslensk- um húsum í dag en mörg eru spak- mælin, orðtökin og málshættirnir sem við íslendingar notum dag- lega. Tvö orð eru þó öllum öðr- um fremri. Ég er sannfærður um að „þetta reddast“ ætti að vera mottó íslands, orðin ættu að vera skrautskrifuð í skjaldarmerkinu, vegabréfunum okkar og aftan á hverri krónu. Til dæmis er núna efnahagskreppa og plága sem eru alveg við að drepa ferðamanna- iðnaðinn, nýju gullgæsina okkar - nei heyrðu, kemur þá ekki upp stórkostlega fallegt túristaeldgos á besta stað, við hliðina á flugvellin- um og Bláa lóninu. Það er því alveg skiljanlegt að við íslendingar hugsum svona, það er eins og við séum hin út- valda þjóð og alheimsheppnin sé að reyna að bæta upp fyrir ömur- legheitin sem fyrri kynslóðir urðu fyrir hér á klakanum síðustu 1000 ár. Trúfræðingar, heimspekingar og tölfræðingar geta kannski far- ið í nánari greiningar á þessu, en sama hvort „þetta reddast“ stand- ist sagnfræðilega skoðun eða ekki þá er það mín kenning að þetta landlæga hugarfar sé ekki bara blessun, heldur líka ákveðin bölv- un. Ég held nefnilega að þetta hugarfar hafi gert þjóðina kæru- lausa og dæmda til að læra ekki af fyrri mistökum - sum vandamál einfaldlega „reddast“ ekki af sjálfu sér og kæruleysi síðustu áratuga er að koma í hausinn á okkur núna. „í fyrra var ég staddur í skóla- húsi [...], gekk afsíðis og kom að tjörn á gangi, fúi var kominn í loft og gólfdúk. Á leiðinni út að bíl mínum sá ég tvo smiði að rífa flatt þak af næsta húsi. Nýlega var byggt hús yfir dýr tæki við sér- skóla hér í borg. Ég hef komið þar í þurru og séð lekaflekkina i lofti og á gólfi. Hef ég heyrt, að þetta sé talið „ellefubalahús.“.“ Svona skrifar menntamálaráð- herra í blaðagrein fyrir almenning. Bíðum nú við samt, hvaða skóla- hús í fyrra var svona illa farið? Er verið að tala um Grundaskóla á Akranesi, kannski Grunnskólann í Borgarnesi, nei voru það ekki grunnskólabyggingarnar á klepp- ársreykjum eða grunn- og leik- skólinn í Laugargerði? kannski var menntamálaráðherra ekkert að tala um skóla á Vesturlandi, get- ur verið að þarna sé átt við Foss- vogsskóla, Hagaskóla eða Breið- holtsskóla? Nei, en mig minnir að það hafi verið kvartað undan loft- gæðum í Ártúnsskóla og Barna- skóla Hjallastefnunnar í reykja- vík. Skólar í Mosfellsbæ, kópa- vogi og Akureyri hafa líka verið í fréttum vegna myglu. Á Akureyri og í kópavogi var ákveðið að rífa byggingarnar frekar en að reyna viðgerðir. Ó afsakið, Lilja Alfreðsdóttir var ekkert að skrifa þessa grein. Þetta skrifaði flokksbróðir hennar, Vilhjálmur Hjálmarsson að nafni, þann 23. janúar árið 1977 þegar hann var menntamálaráðherra. Já, ef farið er á tímarit.is má finna þar endalausar blaðagreinar næst- um hálfa öld aftur í tímann þar sem vandræðagangur í íslenskum byggingariðnaði er gagnrýndur og kvartað er yfir illa byggðum hús- um, slæmu eftirliti og endalausum raka og lekavandamálum tengd- um gluggafestingum og flötum þökum. Vandasamt væri að deila öllum þeim greinum með ykkur og gefum því bara Vilhjálmi aftur orðið: „í þúsund ár byggðu íslend- ingar hús með þökum, sem voru hæst í miðjunni. Jafnlengi fannst enginn bóndi svo blár á görn, að hann viljandi gerði hey sín flöt að ofan og því síður með lægð i miðjunni. Jafnvel Bakkabræður, sem þó reyndu nýjungar í húsa- gerð breyttu ekki lögun þaksins, svo vitað sé. Og eftir að íslending- ar fengu vatnshelt efni á hús sín, bárujárnið, notuðu þeir það um skeið með ágætum árangri. Nú kemur þar sögu, að landinn tek- ur að nema húsagerð á vísinda- legan hátt. Á fáum árum eignað- ist þjóðin dugmikla sérfræðinga á þessu sviði: Arkitekta, verkfræð- inga, tækna og byggingameistara, að ógleymdum meisturum i pípu- lögnum, múrverki, járnabindingu, rafmagni, málun, dúklagningu o.s.frv. Eins og nærri má geta er enginn slorbragur á þeim híbýl- um, sem hönnuð eru og byggð af slíkum kunnáttumönnum enda eru þau allt í senn fögur og hag- kvæm, hlý og björt. Þó er einn galli á gjöf Njarðar, ótrúlega mörg hinna nýrri húsa halda ekki vatni, - mígleka eins og tágarhripið and- skotans, svo sleppt sé öllu rósa- máli.“ Þessi grein olli einhverju fjaðra- foki í samfélaginu á þessum tíma, sögur koma af heilu hverfunum þar sem þökin leka og kröfur koma um að eitthvað verði að gera - en þess í stað virðist sem lítið hafi raunverulega verið gert í málun- um nema tuða og blaðra í blöðun- um. Árin líða og öðru hverju kem- ur aftur upp gagnrýni á íslensk- ar byggingar en þá stekkur oftast einhver arkitektinn til varnar flötu þökunum, eins og Manfreð Vil- hjálmsson sem skrifaði þetta árið 1985: „Það er meiri vandi að gera gott flatt þak en önnur þök. Það er t. d. ekki hægt að vinna við það nema í þurru og góðu veðri og það er kannski ástæðan fyrir því hvað þetta hefur mistekist oft. En ef rétt er að staðið þá getur flatt þak oft verið bæði ódýrara og endingarbetra en önnur þakform. Flöt þök hafa verið gerð að hálf- gerðum grýlum hér á landi. Ég vil þó benda á að stór hluti lóðréttra húsveggja leka oft á tíðum. Hvers vegna skyldi það vera?“ Já, hvers vegna skyldi það vera, ef það eru ekki þökin sem leka þá eru það veggirnir, hvers vegna erum við hér árið 2021 að kljást við þessi nákvæmlega sömu vandamál? Er það vegna þess að fólk í pólitík og áhrifastöðum í samfélaginu á síð- ustu áratugum, sem gæti hafa tekið á vandamálunum þarna árið 1977, 1985, eða öll hin árin, gerði það ekki? í staðinn var fólkið einmitt svo íslenskt í hugarfarinu að þeg- ar þessi vandamál komu upp aftur og aftur, þá var bara yppt öxlum, vandinn falinn með skítaredding- um og hugsað: „Það eru að koma kosningar, mögulega verður þetta ekki mitt vandamál lengur - þetta reddast.“ Sumt þarf að gera sem verður aldrei vinsælt hjá kjósendum og þegar hugsað er til lengri tíma þá er augljóst að það verður að taka erfið- ar ákvarðanir og takast á við klúður fyrri tíma. Það þarf að rífa bygging- ar, sinna viðhaldi, laga reglugerðir, auka eftirlit, reka burt þá sem eru óhæfir, kæra þá sem svindla - og hætta að bruðla með almannafé til að nota opinberar byggingar fyrir einhverja listræna tjáningu. Það er auðvitað einhver fagurfræðilegur millivegur sem hægt er að fara en ég er nokkuð viss um að almenn- ingur vill fyrst og fremst nothæfar byggingar sem halda vatni. Gerum kröfur um að erf- iðu ákvarðanirnar verði teknar. Það eða við getum haldið áfram að treysta fólkinu sem lofar öllu fögru til að vinna kosningar, þau geta haldið áfram að sigla þjóðar- skútunni af einu skeri yfir á það næsta og flutt verði úr einni mygl- aðri byggingu yfir í þá næstu. Þó að okkar óformlega mottó íslands gæti allt eins verið húðflúrað á hverja einustu rasskinn hjá stjórn- málafólki - þá er raunveruleik- inn einfaldlega sá að sumir hlutir greinilega reddast ekki. Geir Konráð Theódórsson Bryndís Brynjólfsdóttir í dal í reyk- holtsdal stóð fyrir allsherjar hreins- unarátaki í uppsveitum Borgar- fjarðar um síðustu helgi. Hún fékk á svæðið menn til að safna sam- an ónýtum bílum og koma þeim til förgunar. „Ég þurfti nú bara að losna við tvo bíla sjálf en þurfti þrjá í viðbót svo ég gæti fengið mann á svæðið að sækja þetta fyrir mig,“ segir Bryndís í samtali við Skessu- horn. Hún auglýsti eftir fleiri bílum til að sækja. Viðbrögðin létu ekki á sér standa og höfðu margir sam- band við Bryndísi. „Þetta varð bara að skemmtilegu ævintýri. Ég var á fullu að skipuleggja þetta og svara skilaboðum frá fólki sem vildi láta sækja hjá sér bíla og losna við þá af bæjarhlöðunum hjá sér. En það fóru á milli 30 og 40 bílar af svæð- inu,“ sagði Bryndís. arg Pstiill - Geir Konráð Theódórsson Ónýtum bílum raðað á vagn. Ljósm. Bryndís Brynjólfsdóttir. Sóttu fjölda bílhræja í uppsveitir Borgarfjarðar Sá leki er hollur sem úr lofti kemur Vilhjálmur Hjálmarsson fv. mennta- málaráðherra. Úr Helgarpóstinum frá 1981 þar sem flöt þök voru til umfjöllunar. Tilvitnun í Manfreð úr tölublaði Verktakans frá 1985.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.